Sunnudagur 16.06.2013 - 14:23 - FB ummæli ()

Augljós della

Það er ofsalega sorglegt þegar ráðamenn þjóðarinnar leggjast svo lágt að halda fram augljósri dellu til þess að verja gjörðir sínar. Dellu á borð við það að lækkun veiðigjalds muni auka tekjur ríkisins. Og dellu á borð við það að nauðsynlegt sé að gjörbreyta veiðigjaldinu þar sem það sé óframkvæmanlegt vegna skorts á gögnum til þess að reikna upphæð þess. (Eins og ekki sé hægt að skerpa á heimildum Ríkisskattstjóra til þess að veita veiðigjaldsnefnd þau gögn sem þarf.)

Svona della komandi frá ráðamönnum þjóðarinnar grefur undan góðri umræðuhefð í stjórnmálum á Íslandi.

Það er þekkt niðurstaða í sálfræði að það er hægt að fá stóran hluta fólks til þess að trúa nánast hvaða dellu sem er ef hún er endurtekin aftur og aftur. Þetta virðist vera stefna stjórnvalda varðandi veiðigjaldið. Það er sorglegt.

Þessi staða gerir ríkar kröfur til fjölmiðla að leyfa ekki stjórnvöldum að misnota þá til þess að endurtaka þessa dellu aftur og aftur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is