Fréttir af …

blogg á eyjan.is

Lóan er lygari og rjúpan fyrsti farfuglinn

26.4 2011 | Engar athugasemdir

Sveinn H. Guðmarsson

Sveinn: Í sumarklæðnaði enda virðast rjúpan og hrossagaukurinn vera fyrstu farfuglarnir.

Sumarið lætur bíða eftir sér og það er farið að hafa áhrif á sálarlíf Facebook-fólks. „Sumarið kemur í dag, annars fer ég út að drepa Lóur, þær eru lygarar eins og allir aðrir!! Engum er treystandi!“ skrifar tónlistarmaðurinn Hannes Friðbjarnarson (1.998 vinir) – Hannes er þekktur rólyndismaður. Annar sem er seinþreyttur til vandræða er fréttamaðurinn Sveinn Guðmarsson (1.009 vinir). Hann er staddur á Akureyri og skrifar í morgunstatus: „heyrði hnegg í hrossagauk og ropa í rjúpu um helgina. Vorið virðist á næsta leiti.“ Verðlaunaskáldkonan Gerður Kristný setur læk við þessa athugasemd og virðist sem rjúpan (eða hrossagaukurinn) teljist samkvæmt því fyrsti farfuglinn.

Flokkar: Óflokkað