Fréttir af …

blogg á eyjan.is

Færslur fyrir: janúar 2011

Illugi horfir til hafs

31.1 2011 | Engar athugasemdir

Illugi Jökulsson íhugar að taka upp þráðinn frá messaguttaárum sínum.

Svo virðist sem Illugi Jökulsson rithöfundur með meiru íhugi nú að fara á sjóinn. Helgi Seljan sjónvarpsmaður og sjóari auglýsir á Facebook-síðu sinni að háseta vanti bát og þar sé um að ræða Illuga fyrrum viðvaning af varðskipum og til skamms tíma stjórnlagaþingsefni. Helgi segir Illuga yfirlýstan stuðningsmann þjóðareignar á óveiddum fiski og því sé þarna um kærkomið tækifæri fyrir andstæðinga þeirra sjónarmiða meðal útgerðarmanna að útiloka hann frá umræðunni með því að munstra hann á skip sín.
Illugi bætir um betur á vegg Helga, við þessa óvæntu atvinnuauglýsingu, og segir af því sögu þegar hann var á varðskipinu Baldri út af Austfjörðum í tólf vindstigum og hafi þá verið eini uppistandandi maðurinn um borð; enda messagutti og þurfti að halda hlutunum gangandi. Þetta hafi verið eftir þá eftirminnilegu nótt þegar vélstjórinn hafði nærri drepið sig með 50 sentímetra hárbeittri sveðju og Geiri kokkur, seinna veitingamaður kenndur við Goldfinger, hafði reynt að fá skipherrann til að leyfa nektardansmær frá Karíbahafinu að sýna listir sínar um borð.

Flokkar: Fréttir af Facebook

Að þekkja fólk sem þekkir grískan Júróvisjónsöngvara

30.1 2011 | Engar athugasemdir

Myndi einhver annar en Egill Helgason stæra sig af því opinberlega að þekkja fólk sem þekkir grískan Júróvisjónsöngvara? Ég sá að vinur minn Kjartan Guðmundsson blaðamaður var að velta þessu fyrir sér á Facebook í kjölfar þess að Egill var fenginn sem sérstakur gestur í Júrókvöld RÚV. Þetta er góð spurning þó svarið liggi nánast fyrir.

Flokkar: Fréttir af Facebook

Vanþakklátur vinur

25.1 2011 | Engar athugasemdir

Einar Kárason sagði mér eitt sinn þá sögu frá því þegar vinur hans Friðrik Þór bjó einn. Einar var þar nokkuð tíður gestur, þeir voru þá að skrifa saman kvikmyndahandrit og Einari blöskraði hversu sjoppulegt gat verið í íbúð vinar síns. Einar fór líkt og fyrir tilviljun að tala í eyru Friðriks um ágæti húshjálpar. Það væru konur í því að fara í hús til manna reglulega til að þrífa og taka til. Þetta kostaði furðanlega lítið. Friðrik Þór gaf lítið fyrir þetta en Einar gafst ekki upp og næst þegar hann kom gaf hann í, fór fögrum orðum um hversu frábært gæti verið að fá sér konu til að koma og þrífa reglulega hjá sér, kostaði skít og kanil. Þetta væri bara allt annað líf. Menn sem til þekktu létu mjög vel af þessu. Og það sem meira var, hann hafði óvænt rekist á símanúmer einnar sem tók að sér slík verkefni, og var með það á sér! Jámmm, sagði Friðrik, réttu mér símann snöggvast. Sló inn númerið sem Einar var með og sagði: Já, tekur þú að þér að þrífa fyrir lítinn pening? Já, einmitt. Vinur minn hann Einar Kárason er mikið fyrir að hafa snyrtilegt í kringum sig og er að leita fyrir sér. Hvað segirðu að þetta kosti ef þú kæmir reglulega heim til hans?

Flokkar: Örsögur

Stórmerkilegar bollaleggingar af Facebook um blýant Marra sem þróast út í sagnfræðilega athyglisverðar gamansögur af Morgunpóstinum

25.1 2011 | Engar athugasemdir

Marri - Ingimar Karl Helgason - fréttamaðurinn snjalli. Einkennismerki hans er blýantur bak við eyra sem vekur upp spurningar.

Þórarinn Þórarinsson

Nú fylgist ég vissulega illa með tískunni en hvenær í andskotanum byrjuðu blaðamenn að hafa blýant bak við eyrað í stað sígarettu? Call the fashion police. Please!

21. janúar kl. 21:25 ·

 Guðmundur Magnússon Mér fannst þetta nokkuð gott hjá piltinum. Nýr töffari í blaðamannastéttinni. Veitir ekki af!

Þórarinn Þórarinsson Mér fannst þetta nú aðallega vera löðrandi í tilgerð. Ekki síst þar sem maðurinn hefur varla komist í gegnum smink með blýantinn þannig að þetta er allt of meðvitað og slíkt getur aldrei talist töff.

Guðmundur Magnússon Ég hélt að töff væri alltaf meðvitað.

Þórarinn Þórarinsson Neineinei. Guðmundur. Það er alveg spontant annars er það bara feik.

Guðmundur Magnússon Æ, æ. Ég á greinilega margt ólært. En mér leist vel á piltinn. Held að hann sé glöggur.

Þórarinn Þórarinsson jájá, piltur er óvitlaus. En hugsaðu þér ef Bjöggi hefði leikið sama leikinn. Þá hefði hann verið með hlussu Mont Blanc penna í hausnum.

Egill Helgason Marri er flottur.

Anna Olafsdottir Ég giska á að þetta hafi verið veðmál …

Halldór Högurður Ég átti útvarp sem var þannig að það þurfti að reka blýant í gegnum handfang og undir rafmagnssnúruna til að það heyrðist í því… kannski þagnar þessi ef blýantur er tekinn í burtu.

Ævar Örn Jósepsson Marri er nú með betri og skarpari fréttahaukum þessa lands og hefur verið með blýant bakvið eyrað árum saman. Hversvegna ætti hann að breyta útaf þeim vana sínum fyrir Helga Seljan? (nú eða fint fölende Weltschmerz-töffara í vesturbænum/kópavoginum ef útí það er farið)

Ævar Örn Jósepsson ps. þið ættuð bara að sjá sokkana hans – þá fyrst yrðuð þið alvöru impressed…

Sigtryggur Ari Jóhannsson Soso. Marri er nú hvorki nýr í stéttinni né tilgerðarlegur. En tók enginn eftir því þegar Þóra Arnórs sagði „environmentalist crap“ við frægu útlensku konuna?

Jón Óskar Blaðamaður með blýant á bak við eyrað hljómar skringilega og maður með sígarettu á bak við eyrað er tilgerðalegur. Verst er samt að rúlla sígarettupakka uppí stuttermabolsermina einsog Brando gerði stundum. Ég hef greinilega misst af e-u stórkostlegu. Hvað gerðist? Hver er Marri? Og hvenær sagði Þóra Arnórs „environmentalist crap“ við frægu útlensku konuna? Hver er þessi útlenska?

Bryndis Isfold Hlodversdottir það er nú skárra en gervisígarettan sem þú varst að troða í hárið á þér hér um árið..

Gunnlaugur Lárusson Þar sem ég sá ekki kastljósið tókst mér að halda fyrst að umræddur Bjöggi væri sjálfur Björgólfur svo ég googlaði „Björgólfur Mont Blanc“ svo upp risu úr dauðum vefjum KB Banka engir aðrir en MEN OF THE YEAR. Guði sé lof fyrir léleg óverpræsd vefumsjónarkerfi. LIFI LÍSAN. http://www.kbbanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6971

Teitur Atlason Geðveikislega steikt. -Gaurinn er að reyna að branda sjálfan sig. Samt má segja þetta sé ekkert nýtt. Blaðamenn eru oft í svona sjálfs-brandi. Manstu ekki eftir káboj-höttunum sem sumir blaðamann skreyttu sig gjarnan með. :)

Andrés Magnússon

Af öðrum þræði:

Þetta hófst sem tilraun hjá listakonunni Rúrí, endur fyrir löngu, um að fólk ætti að nota atvinnutæki sín sem höfuðföt. Sjálf sást hún ekki á almannafæri árum saman án þess að vera með pensil stunginn í gegnum hárhnút.

Nú er …Ingimar Karl að taka þetta lengra, hugsanlega til þess að „branda“ sjálfan sig. Svona eins og Reynir með hattinn.

Mér finnst samt hann ætti að taka þetta alla leið og vera með fartölvu á höfðinu.

Teitur Atlason Undur og stórmerki. Ég er sammála Andrési.

Andrés Magnússon Skál fyrir því.

Jakob Bjarnar Gretarsson Ég var að horfa á þetta í endursýningu og gat ómögulega hlustað á Marra, gat bara ekki haft augun af blýantinum. Sýndist sama máli gegna um Bjögga og Helga. Datt einmitt Rúrí í hug. Marri er ágætur, en greinilega samt ekki sá í buxunum á sínu heimili. Loksins þegar ég fór að hlusta á hann tókst honum, þrátt fyrir eitt og annað ágætt, að blanda vændi inní umræðuna?! Þá fór ég aftur að virða fyrir mér blýantinn. Ætli hann hafi verið nr. 2? Greinilega ekki mikið notaður…, ætli Marri sé með yddara og strokleður í vasanum…

Jakob Bjarnar Gretarsson En, talandi um branding á blaðamönnum. Þá rifjast upp fyrir mér gömul skemmtisaga frá því við Andrés vorum saman á Morgunpóstinum, þeim merka miðli, á sínum tíma. Þetta var meðan Páll Magnússon var ritstjóri þar ásamt GSE. Andrés vinur minn… var frekar á því að ég nyti ekki sannmælis hjá Páli því ég átti til (á þeim tíma :)) að vera frekar svona frjálslega til fara; ég mætti nú aðeins skoða klæðaburðinn. Örugglega rétt hjá honum og ég tók hann á orðinu. Mætti nokkra daga til vinnu með bindi og í jakkafötum, eða allt þar til Andrés bað mig í Guðanna bænum að hætta þessari vitleysu. Þarna var allt í einu einhver maður mættur sem enginn kannaðist við. Þannig að hugsanlega er Marri ekki með sjálfum sér nema með þennan blýant bakvið eyrað?Sjá meira

Jakob Bjarnar Gretarsson Fyndnast er þó þegar ég var með Jónasi á DV og hann fór að brýna það fyrir sínu liði, sem að nokkru samanstóð af hópi sem Óli Tynes kallaði hjólabrettalýð, að blaðamenn ættu ávallt að vera í bleiserjakka til að vera við öllum aðstæðum búnir :)

Andrés Magnússon Það er ekki jafnfjarstæðukennt og það hljómar. Man eftir einhverri opinberri heimsókn, þar sem leiðin lá til Þingvalla með stórmennið. Þá var ljósmyndara úthýst vegna klæðaburðar, sem hefði staðist öll próf tískulöggunnar, en þótti ekki viðeigandi þar.

Jakob Bjarnar Gretarsson Neinei, þetta er náttúrlega hárrétt ábending. En skondin í þessum hópi, sjáðu til.

Jakob Bjarnar Gretarsson Ég tek eftir því að Eir er eitthvað að fetta fingur útí þetta, talar um að menn hafi sig til fyrir Kastljósið, en… er það ekki nákvæmlega það sem Marri gerði? Mér sýndist hann, í tilefni þessarar upphefðar að vera boðið í settið til Helga, hafa fengið sér nýjan blýant. Gáum að því.

Andrés Magnússon Óneitanlega. Það var t.d. ógleymanlegt í jólafrokostinum þegar Smári var búinn að reka hálfa ritstjórnina fyrir mismiklar sakir þegar hann kom auga á Ævar Örn, sem hafði nákvæmlega ekkert gert á hluta hans og staðið sig með prýði, og Smári …rak hann líka… fyrir ósmekkvísi í klæðaburði. Það þótti mörgum bratt hjá GSE að finna að klæðaburði annarra.

Allt þetta gerði auðvitað daginn eftir skemmtilegri fyrir mig þegar ég þurfti að hringja á línuna og ráða staffið aftur.

Edda Jóhannsdóttir Hugsanlega fóru blaðamenn að hafa blýant í stað sígarettu bak við eyrað á sama tíma og þeir hættu vera að fullir í tíma og ótíma – aðallega ótíma.

Jakob Bjarnar Gretarsson Ævar Örn! Hvernig var þetta aftur? Ég þorði ekki að mæta í þetta sögufræga partýi, sýndist sjá í hvað stefndi, Smári var alveg í sínu besta formi þá.

Hvort þetta var ekki einmitt um svipað leyti og við vorum tveir á Kaffi París í góðum gír …og Smári vildi endilega fara að abbast uppá hófsemdarmennina og vinina Árna Þórarins og Ásgeir Friðgeirsson sem sátu þarna með sitthvurt rauðvínsglasið. Dró mig að borðinu og tróð okkur þar við. Eftir hefðbundið diss náði hann Árna með því að trúa honum fyrir því að hann ætlaði að breyta nafni Morgunpóstsins í Helgarpósturinn!
– En, en… það, það er ekki hægt. Það má ekki, það hljóta að vera einhver lög um þetta, sagði Árni og hvítnaði upp. Sá arfleifð sína hverfa í hina skítagulu móðu sem Matti Jóh kallar svo.
En, jú, Smári var nefnilega búinn að tékka á því. Ekkert þessu til fyrirstöðu. Og tókst að eyðileggja kvöldið fyrir Árna eins og að var stefnt.

Flokkar: Fréttir af Facebook

Ágætis fólk heyrnardaufir!

25.1 2011 | Engar athugasemdir

Einu sinni vorum við sr. Dabbi Þór með útvarpsþátt á Aðalstöðinni sálugu sem hét Górilla þar sem einn dagskrárliðurinn var „Talað illa um fólk“. Heimskuleg hugmynd. Undirliggjandi átti að vera sú hugmyndafræði að absúrd væri að baktala fólk í útvarpi; þetta átti sem sagt að vera einskonar atlaga að rógi en það sá náttúrlega ekki nokkur maður heldur var þetta almennt talið til marks um að við værum einfaldlega að fá útrás fyrir meðfæddan og inngróinn óþverraskap okkar.

Af þessu tiltæki spannast margvísleg vitleysan nema, einn daginn töluðum við illa um Carl J. Eiríksson meistaraskyttu, sem var afreksmaður með þeim ósköpum að alltaf þegar á hólminn var komið fékk hann hjartsláttartruflanir. Og minna varð um árangur en efni stóðu til. Við skyldum ekkert í því af hverju var sífellt verið að senda hann á alþjóðleg mót til að keppa fyrir hönd lands og þjóðar. En það þýddi víst ekkert um það að fást því innanlandsmótin sigraði hann alltaf með miklum yfirburðum og ekki hægt að hafa af honum farmiða á ólympíuleika og mót á erlendri grundu. Meðan við vorum að fjasa þetta fengum við ónotatilfinningu, fannst einhvern veginn að hann gæti verið að brölta á húsþökum í næsta nágrenni með riffilinn sinn. Drógum fyrir glugga og áttuðum okkur á að þetta var hin mesta fíflska að vera að hafa Carl fyrir skotspón. Næsta dag ákváðum við að „tala illa“ um Braga Ásgeirsson listmálara og gagnrýnanda. Og okkur leið miklu betur með það.

Flokkar: Örsögur

Vargöld vitleysunnar

18.1 2011 | Engar athugasemdir

Merkilegt er með þetta meinta „Nýja Ísland“ að prinsippin útvatnast meira með hverri vikunni, hverjum deginum. Sem telst varla góðri lukku stýra. Vargöld vitleysunnar er upp runnin. Nú berast þær fréttir að Jón Gnarr borgarstjóri ætli í þáttagerð í sjónvarpi. Einhver staðar sagði Jón að honum þætti ekki rétt mynd gefin af sér í fjölmiðlum!? Öllum finnst þetta náttúrlega voðalega sniðugt og fyndið. Í.þ.m. bendir enginn á hið augljósa að þarna er náttúrlega verið að þverbrjóta allt sem sæmilegt má telja í blaðamennsku. (Og, jú, dagskrárgerð er einnig blaða- og fréttamennska.) Eitt helsta hlutverk fjölmiðla er að veita hinu opinbera aðhald. Í stað þess að taka fastar utan um skilgreiningar á slíku þá þykir það bara hið besta mál að borgarstjórinn ætli að fara í sjónvarpið. Og blaðamenn og fjölmiðlar voga sér ekki, eða hafa ekki vit á, að spyrja gagnrýninna spurninga heldur halda áfram að taka þátt í gerningum Gnarrs sjálfum sér til háðungar. Enn eitt dæmi þess að markaðsmennirnir hafa alfarið tekið völdin í fjölmiðlum.

Flokkar: Fjölmiðlar

Verkfæri ‹ Jakob Bjarnar — WordPress

17.1 2011 | Lokað fyrir athugasemdir

Verkfæri ‹ Jakob Bjarnar — WordPress.

Flokkar: Uncategorized