Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 06.05 2013 - 01:34

„Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“

Fæ ekki séð að ra_ _gat hafi breyst til hins betra síðan hrunshöfundarnir fengu aftur að verma á sér afturendana í Stjórnarráðinu.  Svo sannarlega. Forgangsatriðin hjá okkar snarklikkuðu þjóð voru ömurlega augljós á nokkrum vinnustaðafundum sem ég sótti fyrir Lýðræðisvaktina fyrir kosningarnar í fyrravor. Palísander- og parketlagðar hallir banka og einkafyrirtækja eru prýddar pússuðu stáli, […]

Sunnudagur 05.05 2013 - 19:23

„Þið eigið ekki að gagnrýna bankana“

Eins og ég skrifaði í gær, er sú staðhæfing að „enginn hafi sagt það sem fólkið þurfti þá að heyra…að undirstaða lífskjaranna var froða“ tilraun til sýndarraunveraleikaframleiðslu í huggulegri útgáfu en hinni ekta. Fjöldi manns var til frásagnar um froðuna, það bara vildi enginn hlusta á sendiboðana. Vandamálið var og er að grundvallarhugmyndir lýðræðisþjóðfélaga um […]

Sunnudagur 05.05 2013 - 05:05

Þorsteinn Pálsson, ÞÚ hlustaðir ekki!

Þorsteinn Pálsson skrifar í Fréttablaðinu í dag: „Hrunið varð af því að slakað var á árvekninni fjórum árum fyrr. Enginn sagði það sem fólkið þurfti þá að heyra: Að undirstaða lífskjaranna var froða. Og það fer aftur illa ef enginn sammælist seðlabankastjóranum nú í að segja það sem allir þurfa að heyra.“ Að halda því fram […]

Þriðjudagur 30.04 2013 - 23:01

Ertu búinn að borga Bjarni?

Mánudagur 29.04 2013 - 23:47

Úr gullfiskabúrinu

I – Þjóðfélagsumræða á Íslandi er í nákvæmlega sama tón og hún var á tímum „útrásarinnar [btw, eina útrásin sem átti sér stað var í  lánadeildir erlendra banka]  í „mærðarlegum halelújatón, blandaðri þjóðerniskennd“ eins og Andrés Magnússon, geðlæknir orðaði það. Nákvæmlega sama hliðin á þjóðrembunni – rétt eins og gagnrýni á nýju fötin íslenska keisarans […]

Mánudagur 29.04 2013 - 23:19

Íslenskt lýðræði

Mafía X stofnar Flokk X Mafía X og Flokkur X ræna auðlindum þjóðarinnar XX nota ránsfenginn til að sölsa undir sig valdastofnanir hennar og fjölmiðla XX kaupa skoðanakannanir sem spyrja hvort kjósendur ætli að kjósa Flokk X eða Flokk X XX fjölmiðlar flytja „fréttir“ af skoðanakönnununum með þeim niðurstöðum að kjósendur ætli að kjósa Flokk […]

Sunnudagur 28.04 2013 - 13:58

„Við Íslendingar bíðum aldrei ósigra…

…af því við nentum aldrei að fylgja unnum sigri eftir. Í raun og veru erum við í eðli okkar sú þjóð sem unir sér best í gapastokknum“ Halldór Laxness, Salka Valka – Fuglinn í fjörunni „Almenn skynsemi er ekki svo almenn“ Voltaire „Það frelsi sem máli skiptir felur í sér frelsi til að breyta sem […]

Sunnudagur 28.04 2013 - 12:02

Guð blessi Ísland

Föstudagur 26.04 2013 - 20:06

Einmana og yfirgefinn

Mér finnst fullkomlega absúrd að horfa á forkólfa stjórnmálaflokkanna blaðra fram og til baka um auðlindamál og þjóðartekjur. Ég get nefnilega ekki ímyndað mér fulltrúa, t.d. olíuauðugra ríkja, svo sem  Bandaríkjamanna og Arabaþjóða,  skeggræða um olíu án þess að fyrir liggi hvað olíutunnan kostar því söluverðið væri leyndarmál. Þetta þykir engum athugavert (ekki einu sinni […]

Föstudagur 26.04 2013 - 11:25

Bara tæma öskubakkana, takk…

Þjóðin gaf ræstitæknum tækifæri til að þrífa eftir hrunspartíið, en greinilega vildi hún bara láta hella úr öskubökkunum og tína upp bjór- og brennivínsflöskurnar áður en hún byði í næsta partí. 2013 – Nunc est bibendum!  

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is