Mánudagur 29.04.2013 - 23:47 - Rita ummæli

Úr gullfiskabúrinu

I – Þjóðfélagsumræða á Íslandi er í nákvæmlega sama tón og hún var á tímum „útrásarinnar [btw, eina útrásin sem átti sér stað var í  lánadeildir erlendra banka]  í „mærðarlegum halelújatón, blandaðri þjóðerniskennd“ eins og Andrés Magnússon, geðlæknir orðaði það.

Nákvæmlega sama hliðin á þjóðrembunni – rétt eins og gagnrýni á nýju fötin íslenska keisarans fyrir hrun átti að vera runnin undan rifjum abbó og illgjarnra útlendinga eru post-hrunvandræði Íslendinga ekki heldur þeim sjálfum að kenna, heldur vondu útlendingunum – erlendum sparifjáreigendum, (sem gerðu þau mistök ein að treysta skrumi og lygum Íslendinga) og „erlendum hrægammasjóðum.“

Fjölmiðlum þykir ekkert athugavert við lýðskrum og lygar hrunsflokkanna. Þeir eru uppteknir við að flytja fréttir af skoðanakönnunum og af því hverjir eru að unnu kappræður (hvað kappræðurnar eru um – eða EKKI um, sem ef til vill er mikilvægara – skiptir ekki máli). Megineinkennin á umfjöllun íslenskra fjölmiðla (mínus Kastljós)  um mikilvæg þjóðfélagsmál eru þau sömu og  á „viðbrögðum íslenskra fjölmiðla við  [erlendum] gagnrýnum skýrslum…greint var stuttlega frá gagnrýninni… og Lítil viðleitni er af hálfu fjölmiðlanna til að greina gagnrýnina með sjálfstæðum síðan leitað viðbragða annars vegar hjá stjórnmálamönnum og hins vegar forsvarsmönnum bankanna…Viðtöl og fréttatilkynningar [eru] algengustu heimildir fyrir fréttum af fjármálastofnunum…

Gæðamat frétta:  „Í 38% tilvika er niðurstaðan matsins sú að engin sjálfstæð efnisöflun hafi farið fram og í samtals 80% tilvika er sjálfstæð efnisöflun lítil eða engin. Samkvæmt þessu mati er engin greinandi umfjöllun í 53% tilvika.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is