Fimmtudagur 29.12.2011 - 23:26 - Rita ummæli

FME var boðið íslenskt hugbúnaðarkerfi sem spáði 06 fyrir um hrunið. FME: Höfum ekki áhuga

Snorri Guðmundsson eigandi íslenska markaðsráðsgjafa- og rannsóknarfyrirtækisins ICESTAT skrifar á vefsíðufyrirtækisins og segir í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2: „Hugbúnaðarfyrirtækið ELEA hafði hannað gagnagrunn sem veitti yfirsýn yfir banka/fjármálastofnanakerfið í heild og í mars 2006 gerði grunnurinn kleift að sjá hrun íslenska hagkerfisins fyrir.

Á þessum tíma var ELEA, sem Snorri stofnaði með Valdimari Kristjánssyni, forritara, og Bjarna Kristjánssyni, gjaldeyrismiðlara, í viðræðum við FME um mikilvægi slíks kerfis fyrir stofnunina svo hún gæti fylgst með starfsemi fjármálafyrirtækja og greint yfirvofandi hættur. Kerfið var kynnt FME í ársbyrjun 06 og var vel tekið, en skyndileg lokuðust allar dyr. Engin skýring gefin nema að FME ætlaði að þróa sitt eigið kerfi, sína eigin lausn, ofan á Cognos kerfið sem stofnunin hafði nýverið fest kaup á.

Ábyrgðin á íslenska bankahruninu liggur hjá FME og það er sannanlegt. Skortur á gegnsæi og andstaða helstu eftirlitsstofnana (Seðlabankans, Fjármálaráðuneytis og Hagstofu) batt fyrir augu eftirlitsaðila svo ríkisstjórnin var grunlaus um að þjóðin stóð frammi fyrir fjárhagslegum hamförum. Eins og fyrr segir var þetta vitað mál í mars, 2006. Að horfa á Ísland færast nær og nær í átt að gjöreyðingu og vita að ráðamönnum í  opinberum eftirlitsstofnunum stóð á sama var hörmung. Að sjá þessa sömu einstaklinga enn í stöðum sínum, á kostnað skattborgara, er að nudda salti í sárin.“

Það sem ég vil vita eru nöfn. Hverjir ákváðu að „loka öllum dyrum“? Hvers vegna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is