Færslur fyrir janúar, 2011

Sunnudagur 30.01 2011 - 05:22

Unnur afsagnarglaða

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfgræðisflokks, vill að forsætis- og innanríkisráðherrar “ segi af sér og biðji þjóðina afsökunar í stað þess að gera lítið úr þeim atriðum sem Hæstiréttur setti út á.“ Fyrir stjórnmálaflokk sem búinn er að leggja þjóðina í rúst (eftir að hafa arðrænt hana skipulega frá lýðveldisstofnun) finnst manni að meðlimirnir ættu […]

Fimmtudagur 27.01 2011 - 23:18

XD – Samtök siðblindra

Daði Rafnsson skrifar um Icesave og Indefence á blogsíðu sinni economicdisasterarea.com (frábært að Daði skuli aftur hafa tekið upp pennann). MO Indefence er tebollastormsveipatilbúningur sem þyrlar nægilega miklu ryki í augu þjóðarinnar svo hún sjái ekki hver raunverulegur tilgangur samtakanna er, en hann er að tryggja áframhaldandi völd Blágræna flokksins og um leið koma í […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 17:37

Þetta reddast allt…

Að mestu (fyrir utan þetta atriði um Þ-sagði og enda-alkunna) er ég sammála dómi HR, enda mikilvægt að farið sé nákvæmlega að lögum, tala nú ekki um í svona mikilvægum málum. (Einnig ber ég mikla virðingu fyrir heilastarfsemi og rökhugsun fv. skólabróður míns, Páls Hreinssonar, og  Fílumeistara  míns úr HÍ fyrir 100 árum, Garðars Gíslasonar. […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 07:49

Stjórnlagaþing: Skjóta fyrst, miða svo

Einhvern veginn komu fréttirnar um niðurstöðu Hæstaréttar varðandi Stjórnlagaþingið manni ekki á óvart. Þetta var eiginlega dæmt til að klúðrast á einn veg eða annan, enda undirbúningur og áætlanagerð öll eftir hinni alkunnu og sívinsælu uppskrift íslenskra stjórnarhátta: skjóta fyrst, miða svo. Í hvaða siðmenntuðu landi sæi maður svona skrælingjahátt? Þar sem þeir sem vilja […]

Þriðjudagur 25.01 2011 - 01:33

Lómberjandi bankamenn

Það er alveg sama hvernig Sigurður Guðjónsson reynir að dressa upp skjólstæðinga sína (Pressan, föstudagur), það var akkúrat ekkert „eðlilegt“ við transaksjónir yfirmanna bankanna kortér fyrir hrun. Framferði þeirra var svo viðbjóðslegt og óforskammað, eins og  fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis og málflutningi Steptoe í New York, að það hlýtur að vera stórkostlegt áhyggjuefni að […]

Miðvikudagur 12.01 2011 - 03:01

OH: Stjórnsýslan í 18. öldinni

Úr frétt um sölu Orkuveitu Húsavíkur á orkustöð OH Hrísmóum: „Verðmæti samningsins er trúnaðarmál og ekki er gefið upp endursöluverð komi til þess að Orkuveitan leysi stöðina aftur til sín.“ Það er alveg með ólíkindum að svona rugl skuli viðgangast í landi sem þykist vera lýðræðisríki. Að samningur um sölu á eign bæjarfélags skuli vera leyndó!!! […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 17:51

Kaupþingskrimmar

„It’s unbelievable that criminal charges haven’t yet been filed against those who were in charge of Kaupthing“/“Það er alveg með ólíkindum að ekki skuli enn vera búið að ákæra stjórnendur Kaupþings“ sagði við mig bandarískur lögmaður sem reglulega les vefsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur, uti.is, en Sigrún greinir skilmerkilegar frá glæpastarfsemi íslensku bankanna en nær (DV stendur […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 16:48

Íslenska „upplýsingasamfélagið“

Skemmtilegt er að glugga í fjárlögin. Margt athyglisvert þar að finna. Dáldið leiðigjarnt þó hversu sparsamlega fjárlagaritarar fara með útskýringar. Fleiri hundruð milljónum varið til stofnana/verkefna og aðeins stendur “Almennur rekstrarkostnaður.” Þá snýr maður sér að viðkomandi stofnun/verkefni til að fá frekari upplýsingar, sem nær undantekningalaust er ekki hægt að fá, af alls konar ástæðum […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 16:42

Ísland anno 2011

Ástandi lands og þjóðar er vel lýst á jónas.is.  Stutt og laggott að venju.  Svona er hið „Nýja Ísland“ anno 2011: „Siðvæðing er nánast engin. Mannaráðningar eru pólitískar. Leynd ríkir á öllum sviðum.  Bankarnir voru endurreistir með sams konar bófum og áður. Þeir afhenda fyrirtækin afskrifuðum bófum.“ Tveimur árum eftir Búsáhaldabyltinguna „we have learned the […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 16:02

Rósir handa In Defence (eða kannski Fálkaorðu?)

Var í fréttabindindi í desember svo ég hef verið að „vinna upp“ það sem ég missti af.  Eins og Silfur Egils þátt þar sem meðal gesta voru In Defence fulltrúar. Þeir vildu strjúka á sér bakið vegna hagstæðari Icesave samnings, sem þeir töldu sig eiga heiðurinn af og fóru ekki leynt með að þeir töldu […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is