Þriðjudagur 09.11.2010 - 23:42 - 9 ummæli

„Viðbjóðslegur“ ójöfnuður

Nicholas Kristof skrifar í New York Times sl. sunnudag:

Starfs míns vegna ferðast ég reglulega til bananalýðvelda sem eru alræmd fyrir ójöfnuð. Í sumum þessara auðvaldsræða gleypir ríkasta 1% þjóðarinnar 20% af þjóðarkökunni.

En gettu hvað? Nú þarf maður ekki lengur að ferðast til fjarlægra, hættulegra landa til að virða fyrir sér  ójöfnuð af slíkri stærðargráðu. Við höfum hann hér heima! Og nú í kjölfar kosninganna sl. þriðjudag er allt útlit fyrir að ójöfnuðurinn versni.

Ríkasta 1% Ameríkana hirðir nú 25% af þjóðartekjunum, 9% meira en árið 1976. Bandaríkin búa nú við meiri  ójöfnuð en hefðbundin bananalýðveldi eins og Nicaragua, Venezuela og Guyana.

Forstjórar stærstu bandarísku fyrirtækjanna höfðu árið 1980 42 sinnum hærri laun en meðal launþegi,  en 531 sinnum hærri árið 2001. Kannski er þetta það ótrúlegasta:  Meira en 80% allrar þeirrar tekjuaukningar sem varð í landinu á bilinu 1980 – 2005 fór til ríkasta 1% af þjóðinni.

Í ljósi þessara staðreynda er tekist á um fyrsta ágreiningsmálið eftir kosningar – að hve miklu leyti á að framlengja skattalækkanir Bush fyrir topp 2 prósentin. Bæði Demókratar og Repúblíkanar vilja framlengja lækkanir fyrir fyrstu $250,000, jafnvel fyrir milljarðamæringa. Repúblíkanar vilja ganga lengra.

Ríkasta o.1% prósent skattgreiðenda myndu fá $61,000 lækkun frá Obama, en Repúblíkanar vilja gefa þeim $370,000. Nú þegar atvinnuleysi er 9.6%, væri ekki gáfulegra að fjármagna atvinnuprógramm? T.d. væri hægt að nota peningana til að komast hjá því að þurfa að segja upp kennurum og grafa undan skólum landsins.  Að sama skapi væri augljóst forgangsatriði á þessum verstu efnahagstímum í 70 ár að framlengja atvinnuleysisbætur.

Svo við höfum valkosti í efnahagsmálum.  Hvað hefur forgang? Eru það hinir atvinnulausu eða zilljónamæringarnir?

Ef Repúblíkanar eru svona áhyggjufullir yfir langtíma fjárlagahalla, hvers vegna krefjast þeir þessara tveggja aðgerða sem hagfræðingar eru sammála um að myndu bæta a.m.k. $800 milljörðum við fjárlagahallann – lækka skatta fyrir hina ríkustu og að ógilda breytingarnar á heilbrigðislöggjöfinni? Hvaða prógrömm ætla þeir að saxa til að bæta upp þessa $800 milljarða?

Robert H. Frank of Cornell University, Adam Seth Levine of Vanderbilt University, and Oege Dijk of the European University Institute benda á í athyglisverðri ritgerð að ójöfnuður beinlínis valdi auknu fjárhagsböli. Þeir skoðuðu US Census  upplýsingar frá 50 ríkjum og 100 fjölmennustu sýslum Bandaríkjanna. Þar sem ójöfnuður var mestur var einnig mest um gjaldþrot. Þeirra túlkun: Hinir ríku græða þegar ójöfnuður eykst og kaupa enn stærri villur og lúxuskerrur. Þeir á neðri rimunum reyna að fylgjast að og enda með að taka á sig meiri skuldir og ganga á sparifé sitt, sem gerir fjárhagskrísu líklegri.

Annað sem þeir sáu: Aukinn ójöfnuður skilar sér einnig fleiri skilnuðum, aukaafurð aukins fjárhagsstress. Kannski er ég einum of rómantískur eða tilfinningasamur, en það finnst mér virkilega slæmt. Það minnir okkur á að ójöfnuður snýst  ekki aðeins um peninga, heldur mannlega virðingu og hamingju.

Ójöfnuður gerir líf þeirra sem lægstar hafa tekjurnar eins og tilveru hamstra, sem hlaupa endalaust á hjólinu, hraðar og hraðar án þess að eiga nokkurn möguleika eða von um frelsi.

Vonandi komust við hjá að gera tekjuójöfnuðinn enn verri. Að mínu mati er ójöfnuður í landinu nú þegar á slíku bananalýðveldisstigi að hann er bæði óheilbrigður fyrir efnahag þjóðarinnar og siðferðislega viðbjóðslegur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Þetta hrokafulla auðvaldskerfi er að rotna innan frá á hrað sem ekki hefur sést áður. Lönd eins og Kína og Indland eru að taka við kyndlinum og þannig framlengja líf þessa mannfjandsamlega kerfis. En munu versturlönd sætta sig við að verða þriðja flokks lönd. Held ekki. Og hvert er ávallt síðasta hálmstrá deyjandi heimsvelda? Jú algjört eyðileggingarstríð, þannig að hægt verði að skipta heiminum upp á ný og hefja uppbyggingu sem færir ógurlegan gróða til þeirra sem hafa „unnið“ stríðið!

 • Þetta kallast amríski draumurinn… að geta orðið svona viðbjóðslega ríkur. Það er engin leið hjá amríkönum að vinna gegn þeim „sjálfsögðu“ réttindum, að geta slíkt. Slíkt væri árás á frelsið og þjóðina sjálfa! Þetta er hugmyndafræði sem er orðin samgróin Kanalandi :p

 • Eyjólfur

  Þótt hver einasti dalur umfram $200000 árstekjur yrði skattlagður (100% jaðarskattur OG gert ráð fyrir að skattaflóttinn yrði enginn, sem er að sjálfsögðu óraunhæft) kæmist það ekki nálægt því að loka fjárlagagatinu.

 • Ja sei sei

  Það er margt líkt með okkur og öðrum þegar kemur að fjármálum …. og reyndar stjórnmálum. En það er ansi margt líkt ólíkt.

  Hér er þetta löglegt sem erlendis er bannað. Erlendis hjóla menn af hörku í spillinguna, þó ekki nema vegna framapots ( Enrondæmið) en hérlendis hjóla menn ekki eitt né neitt heldur lyfta upp teppishorninu, þó ekki nema vegna tengsla og vinskapar.

  Jamm, sei sei

 • Stefán Snævarr

  Þakka Íris, þetta eru orð að sönnu. Ég uppgötvaði rök fyrir því að þessi þróun ætti sér stað 1996 þegar ég dvaldi í Philadelphiu í bókinni America: Who stole the Dream? en var þá ekki viss. Á þessari öld streymdu upplýsingar um þetta inn og ég lét sannfærast.

 • Eyjólfur, ég held ekki að neinn sé að tala um að loka fjárlagagatinu með þessu, en er ekki óþarfi að bæta á hallann?

 • Þjóðnýðingarnir Davíð og Halldór voru langt komnir með að apa eftir þessari hörmung.

 • Unnur Guðmundsdóttir

  Orð í tíma töluð……en hvað er til ráða?
  Sérð þú e-a lausn ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is