Færslur fyrir nóvember, 2010

Þriðjudagur 30.11 2010 - 19:55

Alsæl í spillingunni

Niðurstöður stjórnlagaþingskosninganna eru fremur dapurlegar – og þá á ég ekki við fulltrúana (flesta a.m.k.), ég kaus sjálf slatta af þeim sem inn komust. (Hey! Takk fyrir atkvæðin og hjálpina, elsku Ásdís, Íris Ósk, Gauti, Steini, Rósa, Beta, Hildur og allir aðrir sem aðstoðuðu mig við þetta handanhafsframboð!).  Sú staðreynd að það skuli eiga að […]

Sunnudagur 28.11 2010 - 03:36

Andsk….. undirlægjuháttur

,,Ríkisstjórnin getur ekki gefið bönkunum pólitísk fyrirmæli eða sagt þeim fyrir verkum.“ Jú, Steingrímur. Ríkisstjórnin getur það ef hún kærir sig um. Og þorir. En eins og segir í söngnum, hún hvorki þorir, getur, né vill. Bankar eru ekki náttúrulögmál. Bankar eru einkafyrirtæki, sem eins og aðrir lögaðilar innan ríkisins,  starfa – eða eiga að […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 23:52

Umsnúið alræði

Fyrir nokkru birti ég hérna stuttan kafla úr nýútkominni bók eftir bandaríska blaðamanninn Chris Hedges, Death of the Liberal Class, þar sem hann færir rök fyrir því að jafnaðarmenn – sem hann í heimalandi sínu segir að séu verstir í Demókrataflokknum – hafi svikið vinnandi fólk og lagst í bælið með auðvaldsræðinu. Flestar athugasemdirnar við […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 05:35

Afmæli, eplaterta og Cee Lo Green

Í dag á ég afmæli. 24. nóv.  Fékk Kindle í afmælisgjöf, sem er alveg meiri háttar græja. Fékk gjafakort til að kaupa mér Kindle bækur á amazon, keypti strax Death of The Liberal Class eftir Chris Hedges, nokkrar bækur eftir Ruth Rendell, Social Contract & works of Rousseau  (ef maður gæti ekki sofnað) og I […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 18:11

Fjórða valdið – Þjóðfundur

Nýja stjórnarskráin á að endurspegla þau lýðræðislegu gildi sem þjóðin vill halda í hávegum, en einnig einstaka sögu íslensku þjóðarinnar. Til að  ná þessu marki ættum við að endurskapa Íslands merkasta afrek og framlag til stjórnmálasögu heimsins—Alþingi. Alþingi Íslendinga nú er allt önnur stofnun en það þegar það var stofnað árið 930. Þar til Ísland […]

Miðvikudagur 17.11 2010 - 21:44

365 til „sölu“?

365 miðlar „til sölu“? Til sölu?? „Eigandinn“ er með ótalda milljarða skuldir á bókunum við íslenska banka og er talinn hafa stolið um 250 milljörðum ISK úr Glitni fyrir hrun og hann getur „selt eignir“??? Alls staðar nema á þessu bananaskeri væri löngu búið að hirða allt af Jásgeiri nema nærbrækurnar, hvað þá að saxa […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 15:40

Nordísk stertimenni

Stertimennin í Norðurlandaráði sjá ekkert athugavert við að kýla vömbina á kostnað kramakrikanna sem einnig borga launin þeirra, en nordiska aðlinum finnst ótækt að alþýðuælingjarnir fái vita hvað þessir mörvambar reikna sér í laun af skattfé almennings. Ég sendi fyrirspurn (sorrí, skandínaviskan mín er ikke svo góð) til Unni Vennemoe, starfsmannastjóra hjá norrænu ráðherranefndinni, varðandi launakjör […]

Sunnudagur 14.11 2010 - 03:40

Siðgæði í stjórnarskrá?

Mikið verk bíður þjóðarinnar ef við viljum breyta landi okkar og stjórnkerfi í  samræmi við niðurstöður nýafstaðins þjóðfundar. Spurningin, sem stjórnlagaþing þarf að svara, er hvað af þessum niðurstöðum, þessum gildum, á heima í stjórnarskránni? Hver er tilgangur stjórnarskrár? Orðið stjórnarskrá og enska orðið „constitution“ merkir „kerfi grundvallarreglna eftir hverjum þjóð, ríki, fyrirtæki eða þess […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 18:29

Dauði jafnaðarmanna

Í hefðbundnum lýðræðum er það hlutverk jafnaðarmannastéttarinnar  að virka sem öryggisventill.  Stétt jafnaðarmanna hefur smátt og smátt komið þjóðfélagsumbótum til leiðar.  Jafnaðarmenn hafa tekið framfaraskrefin í átt til aukins jafnræðis og verið boðberar vona um breytingar og betri tíð.  Stétt jafnaðarmanna hefur einnig þjónað hlutverki  „árásarhundsins“ á öfgafullar þjóðfélagshreyfingar, hlutverk sem gefur henni notagildi innan […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 07:32

Magma: druslugangurinn

Ég var að horfa í tölvunni minni á viðtal Þórhalls Gunnarssonar við Björk Guðmundsdóttur – rétt eftir að ég talaði við Láru Hönnu, sem fékk pokann sinn á RÚV af ástæðum sem Lára Hanna telur að hafi með óvæga umfjöllun hennar um Magma og HS Orku að gera. Íslenskir fjölmiðlar virðast eiga eitthvað voðalega erfitt […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is