Fimmtudagur 28.10.2010 - 05:07 - 12 ummæli

Mórölsk þrotabú

Hvers vegna er svona erfitt fyrir vinstri stjórn á Íslandi að gera ráðstafanir sem myndu bæta stórkostlega hag þeirra sem minna mega sín? Ekki aðeins það, heldur líka að breyta löggjöf sem beinlínis lögleiðir ævarandi skuldaþrældóm? Vinstri stjórn virðist ekki geta stigið það skref til fullnustu sem íhaldssömustu stjórnir í Bandaríkjunum hafa fyrir löngu tekið! Það er ekki nauðsynlegt að taka upp eða viðhalda verstu atriðum í löggjöf annarra Evrópuríkja; það er hægt að gera hlutina öðruvísi.

Þetta er enn eitt dæmið um hið ógnvænlega tangarhald sem bankarnir og fjármálageirinn hefur á íslenskum stjórnmálamönnum. Þeir virðast algjörlega fastir í hugmyndinni um að þjóðin, samfélagið, eigi að þjóna bönkunum. Hey, halló! það er öfugt! Bankarnir eiga að þjóna samfélaginu! (svona eins og þið eigið að þjóna þjóðinni). En við hverju öðru er að búast, þetta er Ísland, þar sem svart er hvítt og hvítt er svart og þjófar eru hetjur eða fórnarlömb en þeir sem virkilega eiga um sárt að binda eru  aumingjar eða drullusokkar.

Hvers vegna voru ekki bandarísku gjaldþrotalögin,  Chapter 11, tekin til fyrirmyndar? Þau lög eru afar vel úr garði gerð og uppfylla það markmið sem þeim er ætlað: að hjálpa fólki að byrja upp á nýtt. Hvað er verið að drattast með þennan tveggja ára frest inn í lögin? Eða hvað þá þennan fyrirvara sem heimilar að slíta fyrningarfrestinum: „Slíka viðurkenningu skal því aðeins veita með dómi að lánardrottinn sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu.“

Þetta algjörlega eyðileggur tilgang frumvarpsins, gerir breytingarnar að engu. Hvað þá undanþágan, þetta almenna orðalag; hvaða kröfuhafi hefur ekki „sérstaka hagsmuni“ af því að fá kröfu sína greidda? Það er hægt að troða hverju sem er undir þetta „sérstaka hagsmuni.“ Eins og bankarnir með sín herlið af lögmönnum verði í einhverjum vandræðum með að nota sér þetta? Ekki munu þrotamenn hafa efni á að ráða sér dýra lögmenn til að rífast um hvað séu „sérstakir hagsmunir“ og hvað ekki.

Þetta er annars algengur ágalli á íslenskri löggjöf, óljóst og ónákvæmt orðalag sem framselur ótrúlegt vald til annarra ríkisvaldshandhafa.  Eitt ömurlegasta dæmið um þetta er 5. gr. upplýsingalaga sem framselur þetta vald m.a. til fjárglæfrastéttarinnar:

5. gr. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.
Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.

Sanngjarnt“ og „eðlilegt„???  Ég er oft barin í hausinn með þessu ákvæði í starfi mínu sem blaðamaður. Ég hef sl. tvö ár verið að safna saman efni er varðar bankana og afskriftir lána starfsmanna (aðallega yfirmanna) þeirra. Um daginn fjallaði DV um afskrift Íslandsbanka á 400 milljón kr. skuld fyrirtækis í gjaldþrotaskiptum er tengdist yfirmanni í bankanum. Þar sem eignir voru til í fyrirtækinu fannst mér þessi gjörningur bankans afar athyglisverður (m.a. vegna þess að mér virtist að þeir einu sem myndu hagnast á afskriftinni væru hinir kröfuhafarnir – sem hugsanlega gætu verið tengdir eigendunum).  En að sjálfsögðu getur bankinn gefið öllum langt nef sem vilja upplýsingar um þetta og önnur svipuð mál sem ekki standast stinkprófið.

Sanngjarnt og eðlilegt„?  Yfirmanninum í bankanum finnst án efa  „sanngjarnt og eðlilegt“ að ekki sé hægt að fá nánari upplýsingar um þessa 400 milljón króna gjöf (sem  ákvörðun er tekin um af nánasta samstarfsfólki og ef til vill vinafólki hennar) bankans til fyrirtækis nátengdu henni.  En ég leyfi mér að efast um að þeim skuldurum bankans, sem geta ekki einu sinni grenjað út fresti á nokkur hundruð þúsund króna skuldum til að bjarga fjölskyldum sínum, eða bara öðrum viðskiptamönnum bankans almennt – eða íslenskum skattborgurum, sem blæddu fyrir þessi mórölsku þrotabú sem á Íslandi fá að kalla sig banka – þyki þetta „sanngjarnt og eðlilegt.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

 • Bankanum allt!

 • Það þyrfti að gera kvikmynd um það fyrirbæri, hvernig völd breyta mönnum.

  Skyndilega hættir fólk, sem nú er orðið að ráðherrum, að hlusta á þá sem sem þeir hlustuðu á áður (skjólstæðinga sína og eða sambaraáttumenn), taka bara mark á vissum ráðuneytismönnum og þeirra ráðgjöfum og þetta er fólk sem kann að sannfæra, þjóna og umfram allt að segja já, þegar egóið spyr. Enn sætar er „já“ fulltrúa viðskipta- og bankalífsins, sem gefa ráðherranum þá tilfinningu að hann sé afar klókur og mikilvægur ef hann geri nákvæmlega það sem þeir vilja.

  Göngulag og fas breytist, sumum ráðherrum finnst allt í einu að þeir séu guði líkir.

  Þekkir annars einhver, ekki góða (sálfræði)bók um þetta fyrirbæri, ef ske kynni að einhver vilja gera leikna kvikmynd um þennan mannlega ?

 • Eins og ég hef sagt þúsund sinnum áður; þessir ríkisstjórn mundi sæma sér í stjórn og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðsiflokkinn.
  Hún er okkur vinstri mönnum til slíkrar skammar að við eigum eftir að bera ör eftir hana í áratugi. Jóhanna er einhver mesti svikari vinstri manna og bara pólitíkusa yfirleitt.
  Aldrei hafa loforðin verið stærri eða gefin fleiri á lengri tíma.
  Aldrei hafa þau verið svikin hraðar og viðsnúningur þessarar konu er beinlínis óhuggulegur. Hún lætur venjulega pólitíkusa líta út sem leikskólabörn í samanburði.
  Nú eru það bankarnir, peningamaskínurnar sem ráða hér öllu og alla kostina og gæðin fá. ÖLL vafaatriði eru þeim í hag eða hreinlega búin til svo gagnast megi þeim sem best.

  Maður er farin að hallast að því að háttsett fók innan ríkisstjórnarinnar, með Jóhönnu í fararbroddi, þiggi laun frá einhverjum, sem á mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Hverjir skyldu það vera?

  Laun? nei – það heitir víst annað á mannamáli.

 • Þakka þér fyrir greinar þínar Íris. Þú ert eini blaðamaðurinn sem þorir að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Það eru eflaust margir blaðamenn starfandi á íslensku fjölmiðlunum sem öfunda þig að geta sagt sannleikann um íslenskt samfélag nú um stundir. Hér eru allir fjölmiðlar bundnir á klafa auðvaldsins og auðróna þess og því til lítils að tala um frjálsa fjölmiðla.
  Kreppan á Íslandi hefur svift hulunni af vinstri/hægri – froðunni í íslenskri pólitík og hið sanna komið í ljós: Vinstri og hægri eru handleggir á sama búknum, þ.e. búk auðvaldsins. Nú verðum við að hætta að tala um vinstri og hægri en þess í stað að tala um almenning versus auðvald. Alþjóðaauðvaldið er orðið svo grímulaust og voldugt að allir sem ekki tilheyra þeirri ógnarskepnu eiga sömu hagsmuna að gæta.

 • Hvers vegna gengur Árni Páll Árnason fyrst og fremst erinda banka og fjármagnseigenda?

  Hvers vegna kemst hann upp með?

  Hvers vegna samþykkir VG það?

  Er ekki svarið augljóst?

  VG leyfir Samfylkingu að verja hagsmuni bankstera og glæpalýðs gegn því að fá að breyta Íslandi í sósíalískt alþýðulýðveldi með tilheyrandi skattpíningu og miðstýringu.

  Samfylkingin óttast það mest að upp komist hvernig flokkurinn og margir þingmanna hans voru keyptir.

  Þess vegna ver flokkurinn glæpalýðinn.

  Önnur getur skýringin ekki verið.

 • Þorsteinn Úlfar Björnsson

  Ástæða þess að Chapter 11 er ekki skoðaður vegna lagasetningar hér er sú að þessi þjóð hér norður í ballarhafi þarf alltaf að finna upp hjólið sjálf. Af því við erum öllum öðrum svo miklu fremri.

  Það þarf eitthvað, eða allt, að breytast.

 • Bjarni Ólafsson

  @MargrétJ og Þorsteinn Ú.

  Hjartanlega sammála ykkur báðum. Svik eru eiginlega of pent orð yfir þann gjörning sem vinstri ríkisstjórnin hefur framkvæmt hér frá því að hún tók við völdum.
  Hver hefði trúað því að Jóhanna „of all people“ mundi svíkja fólk sitt svona ofboðslega og sýna í verki taumlausan undirlægjuhátt fyrir auðvaldinu. Ekki ég svo mikið er víst.

  Og Þorsteinn – já þessi klára, frábæra og últra gáfa þjóð – þarf alltaf að finna upp hjólið.
  Ömurlegt alveg hrein. Þessi lög er bara sprenghlægileg og ekki sæmandi fólki með greindarvísitölu yfir 55.

 • 1. Það er ekki vinstristjórn hér á landi á.
  2. Píningsdómur gilti á Íslandi í um 600 ár og var afnumin í áföngum, þess vegna er ekki hægt að taka Chapter 11 upp í einu lagi.
  3. Þegar átti að afnema Stóradóm voru andrökin sí að þá færi fólk „at fokking a ránd“. Sviðuð rök eru nú í gangi gegn gjalþrotafrumvarpinu.Stóridómur var afnumin með hótunum frá Danska Kansellíinu.

  Ef frumvarpið verður samþykkt hef ég heitið að skríða á fjórum til Hafnafjarðar. Tel litla hættu á því.

 • Langar bara að benda á nokkra punkta sem þú annaðhvort kýst að líta framhjá eða hefur ekki kynnt þér:
  1. Chapter 11 er afar sjaldan beitt um einstaklinga, aðallega um endurskipulagningu á fjármálum fyrirtækja (re-organization) með aðkomu kröfuhafa
  2. Chapter 13 er oftar beitt þegar greiðsluþrot einstaklings leiðir til svokallaðrar endurskipulagningar (re-organization) á fjármálum hans fyrir tilstilli/milligöngu dómstóla, ekki ósvipað greiðsluaðlögun hérlendis.
  3. Chapter 7 á við um eiginlegt gjaldþrot einstaklinga/fyrirtækja.
  4. Óháð því hvaða leið hér að ofan er farin, fer viðkomandi á svartan lista hjá lánafyrirtækjum í 10 ár. Sú skrá er haldin í samræmi við lagabálk sem kallast Fair Credit Report Act. Á meðan á þessu tímabili stendur er nánast útilokað fyrir viðkomandi að finna lánveitanda sem vill lána viðkomandi og ef svo ólíklega vill til að það tekst verður lánveitingin að vera samþykkt af gjaldþrotaréttinum.
  5. Gríðarleg skriffinska og pappírsflóð fylgir því að fara þessar leiðir með tilheyrandi sérfræðiaðstoð og kostnaði.

 • Ágætis pistill og tek undir það sjónarmið að við gjaldþrot eigi fólki að gefast tækifæri til að byrja á ný, rétt eins og við gjaldþrot fyrirtækja. En tilvitnun í „Chapter 11“ lög USA veikir greinina. Chapter 11 er hluti gjaldþrotalagana og fjallar um greiðslustöðvun fyrirtækja og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra, e.k greiðsluaðlögun fyrirtækja. Chapter 13 er sambærilegur þeim 11 en er fyrir einstaklinga (greiðsluaðlögun). Chapter 7 er svo um gjaldþrotaskipti einstaklinga og fyrirtækja þar sem „búið“ er gert upp.

 • droplaugur

  Braskaði með íbúðina fyrir hrun, tók erlent lán inná hana. Og setti í sjóði . Kom auka lífeyrisjóðnum alfarið undan,, inná bankabók, og var það skynsamur 4 mánuðum fyrir hrun, að kaupa sjóð fullan af ríkisbréfum.Allt heiðarlega fengið þrælafé hjá mér = MEÐ FRUMVARPI ÁRNA PÁLS VERÐ ÉG SEM SAGT SKULDLAUS.
  –EN HLUTIRNIR ERU ÞAÐ RUGLAÐIR Á ÍSLANDI AÐ FRJÁLSI FJÁRFESTINGABANKINN ÆTLAR AÐ REYNA AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ SÍNIR SKULDARAR GETI NÝTT SÉR ÞETTA SKÍRA FRUMVARP ÁRNA PÁLS SEM NÆGIR FÁUM,,,,, EN NÆGIR MÉR ALFARIÐ!!
  Skilanefndirnar sjá sem-sagt fram á atvinnu tap ef þessi gúrkutíð hættir!!!
  Hliðar skilanefndir vina og kunningja spretta upp eins og gorkúlur ,hugsið ykkur laun aldrei undir milljón á mánuði.Það er eins gott að þetta litla frumvarp haldi!!!Því Árni Páll hefur verið voðalega innistæðulaus gúmmikall í orði jafn sem verki í þessari ríkistjórn og frumvörpin hans eru búin til 90% af banka mafíunni,allir muna eftir því rétt fyrir stórsigur bílalantakenda þegar hann ætlaði að leggja fram frumvarp til að rétta við hag bankana en tapaði á tíma,,,,,,,en sjáum til hvort Droplaugur verði skuldlaus!!! Persónulega held ég að þetta verði sagan endalausa.
  En svona Íris er líka illa farið með þá sem geta borgað skuldir sínar.
  Já það er vandlifað!!!

 • droplaugur

  Kom til blackpool í englandi 1999, gamall sumarstrandstaður breta fyrir daga þotunnar. Þar er 20 til 30% atvinnuleysi og lömun viljans hjá almenningi.
  Á ýmsum jaðarsvæðum skotlands var yfir 30% atvinnuleysi til áratuga á liðinni öld.
  Ég held að það sé ósk þessarar að ríkistjórnar að gera ísland einhvern veginn svona , en þingmenn og ráðherrar halda sínu í sínum vintri elítuheimi, og ef þeim vantar vinnu og þá má alltaf nippa í jóhönnu til þess að komast í nefndarparadísina hjá e.s.b.,,en það kostar að hækka skatta og auka atvinnuleysið.(eftir að rúmenía fór inní e.s.b. svelta íbúarnir)
  Nei!!! af tvennu illu skulum við fá hægri glæpamennina aftur inn t.d. aftur í þjóðstjórn????. Þá geysist fram falda féð sem er líkleg 2000 milljarðar, inní hagkerfið. Fyrir utan 2000miljarðina sem eru eiginlega fastir á vöxtunum (vextina borga skattborgarar íslands)inní seðlabankanum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is