Föstudagur 22.10.2010 - 14:32 - 1 ummæli

Sarah Palin í Hollívúdd

Maureen Dowd skrifar athyglisverðan dálk í New York Times í vikunni um hinn nýja „sexý“ stíl í bandarískum stjórnmálum, þar sem fremst fer í flokki Sarah Palin.  Aðaleinkenni þessarar nýju tísku eru heimska og fáfræði – því meira því betra – sem Palin og áhangendur hennar bera á sér eins og ódýrt ilmvatn.  Mér fannst hálfgert „guðlast“ að tala um Monroe og Palin í sömu setningu, ekki vegna þess að Palin passaði ekki inn í Hollywood – alls ekki; Hollywood er auðvitað höfuðborg fantasíu, froðu og falskra fyrirheita. En Palin minnir mig á allt aðra blondínu: Línu Lamont (Jean Hagen) úr Singin’ in the Rain. “ „What’s wrong with the way I talk? What’s the big idea? Am I dumb or something?“ [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=q3OkXi5osfU&list=QL&feature=BF[/youtube]

Annað Palinesque Hollywood dæmi – algjör klassík – er Family Guy þátturinn þar sem Lois Griffin býður sig fram til borgarstjóra (sjá 0:49). Höndlarar Palin – sem og Teflokksframbjóðenda – hljóta að standa í stórri þakkarskuld við Seth McFarlane (höfund seríunnar), því þessar örfáu sekúndur úr þættinum eru stefnuskrá þessara karaktera í hnotskurn: Bla.[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0YOh-rpvjYg[/youtube]

Meira um Tepartípíur og Palin hér:  Sarah Palin’s Hollywood Moments

„I am, of course, aware that Ms. Palin is enormously popular with many Americans. Well, you know, different strokes for different folks, I suppose… For example, a lot of people, for reasons that are to me utterly inexplicable, think it’s a good idea to have pythons and alligators for pets. I – and most people I know – think the idea is just appalling…“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Er það rétt að fjárglæframaðurinn George Soros fjármagni Huffington Post?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is