Föstudagur 22.10.2010 - 18:16 - 12 ummæli

Almenningur enn sinnulaus?

„Mælskulist og kappræðustíll kolspilla allri skynsamlegri stjórnmálaumræðu á Íslandi. Sá sem gerir minnstar kröfur um skilning og rök, en flytur mál sitt með sleggjudómum um menn og málefni, helst með viðeigandi bröndurum,honum virðist takast að fá athygli fjölmiðla og ná í gegnum þá til kjósenda. Kjósendurnir, íslenskur almenningur, er líka orðinn svo sinnulaus um eiginleg stjórnmál að það er eins og fólk geri sér enga grein fyrir ábyrgð sinni á stjórn landsins.“

Eins og stjórnandi þáttarins sagði, Páll hefði getað skrifað þetta í gær, en ekki fyrir nær 2 áratugum, 19. febrúar, 1991. Þetta viðtal er frábært, ekki láta það framhjá ykkur fara.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=jfYyjzMi2xo[/youtube]

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

 • Páll er einn af örfáum íslendingum sem býr yfir mannviti, menntun og getu til að tjá hugsanir sínar.

  Menntunarleysi þjóðarinnar og sjálfhverfa er stærsti vandinn.

  Áhugaleysið um umheiminn er skelfilegt og skýrist einkum af afleitum fjölmiðlum.

  Er hins vegar ekki sammála því að vandinn liggi í mælskulist.

  Hún getur verið ágæt.

  Vandinn liggur í klíkusamfélaginu, algjörri stöðnun þjóðarinnar og óheilindum og andstyggð hinnar pólitísku forréttindastéttar.

 • Ragnhildur

  Páll Skúlason er velmeinandi maður. Hann býr yfir mannviti og menntun en hver er geta hans? Það er komin reynsla á hana. Í þætti Þórhalls gagnrýndi hann stjórnmálamenn fyrir klíkuskap og þrashyggju. Sjálfur raðaði hann ættingjum, vinum og samverkamönnum í kringum sig meðan hann var rektor. Eftir setu hans á rektorsstól í 8 ár minnist enginn að eftir hann liggi annað en Háskólatorg.

  Eflaust var þörf á fleiri kennslustofum en í dag flokkast Háskólatorg undir 2007 hugsunarhátt.

 • rafn guðmundsson

  mér fannst fyrri hlutinn ágætur en í seinni hlutanum þá var þetta bara bla bla og þegar spurður hvort hann gæti sett sig í spor þeirra sem hafa misst vinnu og/eða sem biðu eftir matargjöfum þá var svarið ekki ‘að vissu markið’ og svo mikið af bla bla. ég hef vinnu og get EKKI sett mig í þessara spor og sem gamall embættismaður/kannski vinnandi ennþá þá getur hann ekki sett sig þeirra spor og væri meiri maður ef hann viðurkenndi það

 • Eiríkur H. Sigurjónsson

  Margt af því sem Páll Skúlason segir er eins og talað út frá mínu hjarta. Líkt og ég fullyrti strax í Hruninu 2008, og reyndar löngu fyrr, þá er ég sannfærður um að mesti vandi Íslendinga sé siðferðislegur – að bágt siðferði sé mikilvægur skýringarþáttur og orsök að þeim afleiðingum sem við finnum okkur í nú. Hvernig siðferðið verður bætt veit ég þó ekki. Líklega verður að halda í þá von að í opinni umræðu megi smátt og smátt hola steininn. Einnig myndi ég vilja sjá skólakerfið sinna þessu brýna málefni – með kennslu í siðfræði, þjóðfélagsmálefnum og gagnýninni hugsun.

 • Af hverju í ósköpunum er ekki hlustað “ NÁKVÆMLEGA“ á það fólk sem hefur eitthvað fram að færa?,, er það hugsanlegt að Íslensk alþýða er svona heimsk? og þess vegna kemst hagsmunapolitk svo auðveldlega áfram. Ég bara spyr.

 • Svo vil ég endilega bæta við: Íris Erlingsdóttir,, þú ert algjör snilld. Vildi að við ættum fleira svona fólk. Ef það er til,, endilega láta í sér heyra.

 • droplaugur

  Já!!! en er í þessu eitthvað nýtt!!?????Þjóðinn er orðinn löt og með lamaðan vilja og fær einfaldlega ríkistjórn eftir það. Þjóðinn verður líka að fara að horfa á sjálfan sig.
  T.D. tengslin við sérhagsmunina er vegna þess að almenningur nennir ekki að vera virkur til að mæta á fundi hjá verkalýðsfundum,,, hvað þá opnum stjórnmálafundum!!
  Horfið á myndina BRIM !! Hún sýnir hvernig íslendinga voru látnir vinna.Þessu nennir enginn lengur ,,og þar með er félagsþroskinn til lýðræðis fokinn út í veður og vind.

 • Unnur Guðmundsdóttir

  Horfði á þáttinn Návígi þar sem Þórhallur tók Pál Skúlason tali og varð
  uppnumin.Páll hefur lög að mæla sérstaklega um stjórnmálamenn og hvernig
  þeir snúa stanslaust útúr hver öðrum og ekkert miðar,þetta getur gert mig
  brjálaða sérstaklega á Alþingi þar sem mörg stórmál bíða afgreiðsu þjóðin
  þolir þetta ekki lengur.

 • Eiríkur H. Sigurjónsson

  Ég myndi hvetja fólk til að hlusta jafnframt á þættina Heimur hugmyndanna sem útvarpað er á rás 1 alla sunnudagsmorgna kl. 09:00. Þar ræða Páll Skúlason og Vilhjálmur Árnason, siðfræðingur, lýðræði, siðfræði og frelsi. Þetta eru mjög athyglisverðar umræður og mættu vera skylduefni í framhaldsskólum t.d. Hægt er að hlaða niður þessum þáttum frá heimasíðu rásar 1.

 • droplaugur

  Mín kenning er sú að íslendingar eru ornir mun latari en þeir voru þegar ég var að alast upp og þar liggur líðræðisvandinn,,og þjóðin er í raun og veru orðin eins og frek börn.Þetta er orðinn martröð stjórnmálamanna að hinn almenni lati ísl., virkar ekki i starfi og leik. Hinn almenni kjósandi hann á að vera bakland stjórnmálamann . En þar sem hann nennir því ekki leitar stjórmálamaðurinn í óæskilegri baklönd. Skilgreining páll skúlasonar er bara grunn umræða , það þarf hver og einn íslendingur að horfa vel á sjálfan sig í baðherbergispeglinum á morgnana og hætta að dæma aðra
  Lífið er ekki skilgreiningklúbbur þar sem fólk safnar rasspiki í þrásetu OG ENDALAUSRI TEBOÐSUMRÆÐU!!!!!
  Vinnan göfgar manninn ekki letinn.

 • droplaugur

  Hluti af andlegri leti íslendinga er að kynna sér ekki málinn í samhengi, T.D. ATVINNULEYSI. JÁ!!! Í DANMÖRKU ER MIKLU MEIRA ATVINNULEISI EN HÉRNA HEIM! Álversumræða og uppistöðulón t.d. þetta!!!! frá GUÐBiRNI GUÐBJARSYNI:“Ég tók saman stærstu uppistöðulónin, en þau eru Hálslón sem er um 57 km² að stærð, Blöndulón sem er um 56 km² og Hágöngulón sem er um 37 km². Allt í allt gerir þetta um 150 km² og er það 0.001456 af flatarmáli Íslandi. Ef við gerumst mjög gróf og tvöföldum þetta til að taka með önnur lón, en það er að öllum líkindum allt og mikið, þá erum við í mesta lagi að tala um 0.0030% af flatarmáli landsins.“
  Að auk vill droplaugur bæta við að mengun er meiri af fiskiskipaflota og túrisma (þotur)— tekið hvert um sig stakt!!!!!!! til viðmiðunar heldur en af álverum á íslandi.
  Skuldir landsvirkjunar munu borgast upp í topp á 10 árun ef engar framkvæmdir aðrar verða á meðan.

 • Einar Steingrímsson

  Sæl Íris.

  Fyrirgefðu að ég skuli skrifa þér hér á þessu bloggi, en mig langar að koma á framfæri við þig nokkrum hugmyndum varðandi stjórnarskrármál, vegna framboðs þíns í stjórnlagaþing.

  Viltu senda mér netfangið þitt? Ég er með einar@alum.mit.edu.

  Bestu kveðjur,

  Einar

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is