Færslur fyrir október, 2010

Föstudagur 29.10 2010 - 13:32

Forsmekkurinn

Búist er við að Repúblíkanar vinni stórsigur í þingkosningunum í Bandaríkjunum í næstu viku. Þótt ótrúlegt megi virðast getur mikill fjöldi kjósenda ekki beðið eftir að koma hörmungahönnuðum síðasta áratugs aftur í stjórnvölinn. Það er skiljanlegt að kjósendur séu reiðir út í forsetann unga sem lofaði upp í ermina á sér þegar hann gaf kosningaloforð […]

Fimmtudagur 28.10 2010 - 15:00

Svar frá frambjóðanda á stjórnlagaþing

Í bloggi sínu hér á Eyjunni, benti Gísli Baldvinsson á Bakþanka Sifjar Simarsdóttur í Fréttablaðinu í gær þar sem hún segir „lítið hefur mér fundist fara fyrir umræðu um þjóðhöfðingja okkar Íslendinga í slagorðakenndum orðaflaumi tengdum yfirvofandi stjórnlagaþingi… Enn hef ég ekki fundið þann frambjóðanda til stjórnlagaþings sem sett hefur fram ígrundaðar hugmyndir um þennan hlekk stjórnskipunarkeðjunnar […]

Fimmtudagur 28.10 2010 - 05:07

Mórölsk þrotabú

Hvers vegna er svona erfitt fyrir vinstri stjórn á Íslandi að gera ráðstafanir sem myndu bæta stórkostlega hag þeirra sem minna mega sín? Ekki aðeins það, heldur líka að breyta löggjöf sem beinlínis lögleiðir ævarandi skuldaþrældóm? Vinstri stjórn virðist ekki geta stigið það skref til fullnustu sem íhaldssömustu stjórnir í Bandaríkjunum hafa fyrir löngu tekið! […]

Fimmtudagur 28.10 2010 - 03:27

„mistök“ í sögulegu Silfri

Silfrið sl. sunnudag verður að teljast sögulegur atburður í íslenskum stjórnmálum. Þá sagði íslenskur stjórnmálamaður þessi orð:  „…ég bara viðurkenni það, ég gerði mistök…“ Og það í beinni útsendingu. Gott hjá Birgittu.

Miðvikudagur 27.10 2010 - 16:04

Íslenskir „herramenn“

Djís, ef íslenskir „herramenn“ nota svona orðbragð, hvað er þá eftir handa ruddunum… „…færsla sem Egill birti á bloggi sínu árið 2007 og fjallaði um feminista. Meðal ummæla eru eftirfarandi: Um feminista: „gefa þessum leiðinda rauðsokkum einn granítharðan“. „þessar dömur eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar.“ Um Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þá þingmaður Samfylkingarinnar: […]

Föstudagur 22.10 2010 - 18:16

Almenningur enn sinnulaus?

„Mælskulist og kappræðustíll kolspilla allri skynsamlegri stjórnmálaumræðu á Íslandi. Sá sem gerir minnstar kröfur um skilning og rök, en flytur mál sitt með sleggjudómum um menn og málefni, helst með viðeigandi bröndurum,honum virðist takast að fá athygli fjölmiðla og ná í gegnum þá til kjósenda. Kjósendurnir, íslenskur almenningur, er líka orðinn svo sinnulaus um eiginleg […]

Föstudagur 22.10 2010 - 14:32

Sarah Palin í Hollívúdd

Maureen Dowd skrifar athyglisverðan dálk í New York Times í vikunni um hinn nýja „sexý“ stíl í bandarískum stjórnmálum, þar sem fremst fer í flokki Sarah Palin.  Aðaleinkenni þessarar nýju tísku eru heimska og fáfræði – því meira því betra – sem Palin og áhangendur hennar bera á sér eins og ódýrt ilmvatn.  Mér fannst […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 06:28

Ný stjórnarskrá: ábyrgð, gegnsæi og MANNréttindi

Því hefur stundum verið haldið fram að Ísland sé „óstjórnanlegt.“ Ein kenningin er sú að landið sé of lítið, við séum of fámenn, til að hér sé hægt að halda uppi eiginlegu lýðræði. Aðrir fullyrða að vegna þvermóðskueðlis Íslendinga sé auðveldara að smala köttum en að stjórna landanum. Enn aðrir telja þjóðarsálina einkennast af hjarðarhætti […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 06:26

Framboð til stjórnlagaþings (enn eitt…)

Ég hef undanfarin ár skrifað um land og þjóð fyrir íslenska og bandaríska fjölmiðla, þ.á.m. vefmiðilinn Huffington Post ogMinneapolis Star Tribune, Iceland Review, Reykjavík Grapevine, o.fl. Síðan í október 2008 hef ég nær eingöngu skrifað um bankahrunið, orsakir þess og afleiðingar og þá botnlausu spillingu, hagsmunapot og siðferðilegu úrkynjun sem einkennir íslensk stjórnmál og lagði grunninn að þessum […]

Þriðjudagur 12.10 2010 - 05:37

Þjófahyskið í Glitni

Í dag var  ég mér til skemmtunar og yndisauka að lesa ákæruna á hendur Jóni Ásgeiri & co í New York.  Þvílíkt og annað eins. Jón Ásgeir er forhertur, samviskulaus þjófur af verstu gerð og strengjabrúða hans og leppur Lárus Welding seldi sálu sína (Jón greinilega hafði enga sál að selja) þessum agent andskotans.  Það […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is