Færslur fyrir september, 2010

Miðvikudagur 29.09 2010 - 00:14

Himnasending Sjálfgræðisflokks

Niðurstaða Alþingis er himnasending fyrir Sjálfgræðisflokkinn. Með því að gera Geir H. Haarde einan að blóraböggli fyrir Hrunið og skjóta eigin rössum undan pólitískri ábyrgð hefur Samfylkingin undirritað eigin dauðadóm sem kjósendur munu án efa framkvæma í næstu kosningum. Almenningur mun ekki líta á Geir sem sökudólg, heldur sem fórnarlamb, sem Samfylkingin lét leiða einan […]

Mánudagur 27.09 2010 - 21:52

Inngróinn aumingjaskapur?

Ég er ekki ein um að velta því fyrir mér hvernig standi á því að íslensku þjóðina virðist skorta bakbein til að rísa upp á móti græðgisræði flokkamafíunnar og krefjast lýðræðislegra stjórnarhátta í stað þess að skríða alltaf á hnjánum með afturendann upp í vindinn fyrir sem þægilegast strategískt atlögufæri auðvaldsins. Er þetta Stokkhólms syndróm? […]

Föstudagur 24.09 2010 - 20:34

„Úrelt“ lög

Alveg er makalaust að hlusta á hrunverjana væla um að lögin um Landsdóm séu ómöguleg því þau séu orðin „úrelt.“  En þessi málflutningur er alveg í takt við hið móralska landslag þeirra, sem einkennist af hæstu hæðum sjálfselsku, græðgi og hroka. Hvenær hefur þetta fólk áður lýst áhyggjum af tilvist „ævafornra“ eða „úreltra“ laga í […]

Fimmtudagur 23.09 2010 - 20:31

Fjármálafræðsla Landsbankans

Mánudagur 20.09 2010 - 13:28

Afskriftir bankastarfsmanna: leiðrétting

Í síðustu viku viðraði ég skoðun mína á frétt í DV er varðaði mál það er neðangreind frétt fjallar um.  Lögmaður bankastarfsmanns þess er fréttin varðar hafði samband við mig og kvartaði yfir því að ég hefði ekki „hirt um“ að birta leiðréttingu DV á fréttinni. Hér með er bætt úr því: FYRIRTÆKI TENGT BANKAMANNI […]

Sunnudagur 19.09 2010 - 00:55

Bankastarfsmenn og afskriftir lána

Að gefnu tilefni er hér stutt yfirlit (ekki tæmandi) frétta varðandi nokkur lánamál starfsmanna bankanna sem ég hef bloggað/skrifað um (ég skrifaði ekki fréttirnar sjálfar) í ýmsum fjölmiðlum sl. tvö ár.  Þeir sem lesa þessa bloggsíðu vita án efa að fjölmiðlar fjalla ekki um þessar lánveitingar af illgirni eða annarlegum hvötum fréttamanna, heldur vegna þess […]

Fimmtudagur 16.09 2010 - 19:30

Jónas um móðgelsi

Jónas hittir naglann á höfðuðið: Móðgelsi sem stjórntæki „Að vera móðgaður er þekkt stjórntæki í mannlegum samskiptum. Meðvirkt fólk verður upptekið við að móðga ekki. Lætur undir höfuð leggjast að halda uppi nauðsynlegu áreiti. Lét Davíð í friði á trylltustu árunum. Lét Ólaf í friði, því að hann var biskup. Áreiti er nauðsynlegt í nútímanum. […]

Mánudagur 13.09 2010 - 22:14

SÆ-lan (eða Ælan) í bönkunum

Mikið ofboðslega hlýtur þjóðin að standa í mikilli þakkarskuld við hrunsstarfsmenn bankanna.  Ekki nóg með að megnið af þeim eru enn núverandi yfirmenn í bönkunum þar sem þeir velgja gullslegna rassana á 2007 kjörum, eins og glöggt mátti sjá í tekjublaði FV í sumar, en greinilegt er að jafnvel ofurlaun fyrir ofurklúður þykja ekki duga […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is