Færslur fyrir júlí, 2010

Laugardagur 31.07 2010 - 15:19

Við heimtum hrun!

Að Sjálfgræðisflokkurinn skuli aftur vera orðinn stærsti flokkur landsins segir margt – og lítið gott – um andlega innviði þjóðarinnar. Greinilega leggur meirihluti kjósenda blessun sína yfir þá spillingu sem hér hefur ríkt áratugum saman, stjórnarhætti er byggjast á klíkuskap, arðránum og náhirðarhagsmunapoti sem enduðu með stórkostlegasta efnahags- og fjármála(svika)hruni Evrópu á okkar tímum. Annað […]

Laugardagur 31.07 2010 - 14:45

Fjárflutningar Jásgeirs

Nýjasta dæmið um ófyrirleitni og ósvífni Jásgeirs – sem væri sennilega normal modus operandi hér heima  – mun án efa ekki fara vel í bandarísku og bresku dómarana. Reyndar segir mér bandarískur lögmaður sem fylgst hefur náið með atburðum á Íslandi, að þolinmæði íslenskra stjórnvalda og/eða afskiptaleysi gagnvart þeirri ófyrirleitni og siðleysi sem tíðkast í […]

Mánudagur 19.07 2010 - 08:25

Hvítar strendur og sól…á Íslandi

Fór í fjöruferð – nei, strandarferð – í gær.  Ne hei, ekki í Nauthólsvík (Nauthólsvík hvað…?) Börnin léku sér í sundfötum í sandinum, byggðu  fjallaþorp og hlupu út í sjó til að sækja „stöðuvötn“ í fötu.  Yndislegt! Næst förum við með nesti og bökum okkur á sandinum  allan daginn. Framtíðargráhæruvaldar. Mætti ungri kínverskri konu, Angelu, frá […]

Fimmtudagur 15.07 2010 - 13:00

Lögmenn ábyrgir?

Fréttaskýring úr viðskiptablaði Moggans 3. júlí, 2010, eftir Einar Örn Gíslason: Lánveitendur gætu krafist skaðabóta *Lögmenn gætu þurft að axla ábyrgð hafi þeir sýnt af sér vanrækslu í störfum Svo gæti farið að í ljós kæmi að lögmenn hefðu bakað sér bótaskyldu með aðkomu sinni að samningsgerð vegna gengistryggðra lána, sem nú hafa verið dæmd […]

Fimmtudagur 15.07 2010 - 10:11

Súrir skuldarar

Skuldarar verðtryggðra lána hafa margir krafist þess að gengistryggðu lánin, sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg í síðasta mánuði, verði leiðrétt svo þau verði nákvæmlega jafn óréttlát og ósanngjörn og lánin sem þeir – sem og flestir landar þeirra – munu þurfa að drattast með til æviloka. Þó þessir sömu skuldarar hafi ekki sýnt mikla meðaumkun þegar […]

Miðvikudagur 14.07 2010 - 09:46

Saklaus sem drifhvít mjöll. Og tala ekki svo gott enska

Málsvarnir Jásgeirs og félaga eru 180 gráður á skjön við það sem vitað er af Skýrslunni um rekstur Glitnis á árunum fyrir hrun þegar Jásgeir & co unnu markvisst og kröftuglega að fjármunaryksugustörfum sínum innan bankans. Ein aulalegasta staðhæfingin frá þeim er sú að ekki sé  „eðlilegt“ (það er annars ekki eðlilegt hvað allt er […]

Þriðjudagur 13.07 2010 - 12:02

Veitingahús í RVK og dagsferðir?

Fékk annan póst frá bandaríska blaðamanninum: „Geturðu gefið mér tillögur um góð veitingahús og einnig um dagsferðir frá Reykjavík? Tillögur um ferðir eru sérstaklega vel þegnar; ég hlakka mikið til að hafa tækifæri til að skoða eitthvað af  „sveitinni“ í kringum höfuðborgarsvæðið (þó verið geti að ég hangi meira yfir fartölvunni en ég hafði hugsað […]

Mánudagur 12.07 2010 - 17:11

(Un)Inspired by Iceland(ic Express)

Bandarískur kunningi minn, blaðamaður sem dvaldi hér á landi í nokkra mánuði í fyrra, sendi mér þennan póst: „Ég var í símanum við  Iceland Express til að bóka ferð frá New York til London. Mig langar mjög til að stoppa í nokkra daga á Íslandi og heilsa upp á vini og kunningja, fara etv út […]

Mánudagur 05.07 2010 - 00:49

„Draumur útrásarvíkingsins“ Ég er íslenskur stórkarlmaður kúl og ofboðslega graður Íslenskur karlmaður, engin gunga um tennur vefst mér aldrei tunga Ég þrá‘ eins og Egill að slá í gegn og græða stanslaust seðlaregn En samt mér það hefur reynst um megn Ég vaknaði í morgun og svarið sá skrifað á mína stórutá Töfralausn með kúlupenna […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is