Færslur fyrir janúar, 2010

Miðvikudagur 27.01 2010 - 14:52

The Racket of Iceland

Alltaf bestnar það. Ný stjórn í Íslandsbanka með Friðrik Sophusson og Árna Tómasson innanborðs. Árni Tómasson, fv. bankastjóri Búnaðarbankans – sá sem væntanlega ákvað að lána Padres Bjöggos fyrir Landsbankanum. Og Friðrik Sophusson, Sjálfgræðisflokkspólitíkus m. meiru. Eins og vinur minn þarna heima benti mér á í morgun…“bankakerfið fór á hausinn út af því að bankarnir […]

Fimmtudagur 21.01 2010 - 22:59

Ætli fiskur sé nú sexí?

Fréttin um þann fjölda (400-500) viðskipta- og hagfræðinga sem nú ganga atvinnulausir minnti mig á pistil sem ég skrifaði fyrir Iceland Review fyrir nákvæmlega 3 árum. Hér er hann á íslensku (afsakið sletturnar á stöku stað, fann ekki alveg réttu orðin): „Aðeins tveir af 200 nýútskrifuðum íslenskum viðskiptafræðingum hafa áhuga á að starfa í sjávarútvegi, kemur fram í rannsókn […]

Föstudagur 15.01 2010 - 01:27

Ekkert leynimakk með Icesave upplýsingar

Það verður að vera algjört frumskilyrði að Íslendingar hafi aðgang að öllum upplýsingum sem ríkisstjórnin hefur notað við sína ákvarðanatöku í Icesave, þ.á.m. lögfræðilegar álitsgerðir, kostnaðarmatsgerðir og skjöl/upplýsingar frá Landsbanka sem sýna viðskipti og samskipti þeirra við bresk og hollensk yfirvöld. Löng hefð er fyrir því íslenskri stjórnsýslu að halda leyndum upplýsingum fyrir almenningi. Sjá […]

Mánudagur 11.01 2010 - 06:59

Rányrkjubúið Ísland

„Nýja Ísland óskalandið hvenær kemur þú?“, grein eftir Stefán Jón Hafstein birtist í Fréttablaðinu í desember sl. Stefán Jón var í viðtali hjá Agli Helgasyni í Silfrinu í gær og eftir viðtalið fór ég á vefsíðu Stefáns Jóns, þar sem greinin er öll (ég leyfði mér að klippa hluta úr henni og setja hér, en […]

Mánudagur 11.01 2010 - 06:02

Niðurbrotnar pælingar

Það er meira en áratugur síðan ég var stundaði nám í dæmigerðum bandarískum háskóla – reynsla sem var mér ómetanleg á svo mörgum sviðum – svo ég get ekki dæmt um hvort „corporate“ kolkrabbinn hafi teygt anga sína um of inn í akademískar stofnanir eins og Bruce Levine heldur fram í greininni sem ég þýddi […]

Sunnudagur 10.01 2010 - 07:29

Erum við of niðurbrotin?

Almenningur borgar fyrir misgjörðir fjármálasukkara heimsins sem launa greiðann með að borga sér hærri laun. Almenningur horfir fram á atvinnuleysi, skort á heilbrigðisþjónustu, matvöru- og orkuverðshækkanir og massívar launaskerðingar meðan hinir ríkustu verða enn ríkari. Af hverju gerum við ekki neitt? Af hverju látum við bjóða okkur þetta? Bandarískur sálfræðingur, Bruce Levine, leitaði svara við […]

Föstudagur 08.01 2010 - 21:19

Heimilin geta átt sig

Frá Daða á economicdisasterarea.com: „Ríkisstjórn Íslands [fyrr og nú], stjórnarandstaðan og fjármálastofnanir landsins hafa hingað til ekki boðið mikla hjálp til handa íslenskum fjölskyldum, sem eru skuldugri en nokkur heimili á byggðu bóli. Þessir stjórnmálaflokkar [allir sem einn] eru ekki viljugir að veita sínum eigin þegnum það sama og þeir eru að biðja Breta og […]

Föstudagur 08.01 2010 - 16:55

Hetjudáð II

Nokkrar athugasemdir við Huffpo greinina mína gefa til kynna að greinilega hefur ekki verið lengra lesið en fyrstu tvær málsgreinarnar. Margir vilja vita hvað ég á við með þessu: “Ólafur Ragnar is merely protecting his Icelandic oligarch friends against actions by the British and Dutch authorities to recoup funds lost by depositors–individuals, pension funds, municipalities […]

Fimmtudagur 07.01 2010 - 14:03

Hetjudáð Ólafs

Síðan Ólafur Ragnar tilkynnti um ákvörðun sína að skrifa ekki undir Icesave lögin hafa margir, heima og að heiman, lofað hann sem einhvers konar hetju sem ákvað að standa uppi í hárinu á samviskulausum bankasvindlurum og berjast gegn óréttlátu kapítalistakerfi. En staðreyndirnar eru þessar:

Mánudagur 04.01 2010 - 19:35

Græðgin í eigin barmi

Minnesota hefur af kappi rannsakað og saksótt nokkra íbúa ríkisins sem efst trónuðu á sviksamlegri græðgisbólu nýliðins áratugar. Fremstur þar í flokki er náungi að nafni Tom Petters, sem sló um sig með (annarra manna) milljörðum, Mcglæsivillum og einkaþotum og lét nefna eftir sér skóla, sjúkrahús og listastofnanir, áður en upp komst að „veldi“ hans […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is