Færslur fyrir nóvember, 2009

Sunnudagur 22.11 2009 - 09:37

Einn stjórnmálarass

Mikið heiftarlega fer í taugarnar á mér, þegar ég er að horfa á Silfrið, að sjá stjórnmálamenn þjóðarinnar blaðrandi og mjálmandi hver í kapp við annan. Verstir eru Sigmundur Davíð og Bjarni Ben.  Lekur svoleiðis af þeim fýlan og ólundin af því þeir fá ekki að verma valdastólana í Stjórnarráðinu. Þeir vita auðvitað allt best – […]

Sunnudagur 22.11 2009 - 08:58

Hirðum Haga

Það þarf greinilega að minna bankaspekingana, sem eru að „semja“ við Jón Ásgeir og padre, á hvernig bankar taka á skuldurum sem ekki eiga fyrir skuldum: Þeir hirða af þeim allt sem þeir eiga. Sá hann Guðmund Franklín, gamla skólabróður minn úr Verzló, í Silfrinu þar sem hann talaði um áætlun sína og annarra að […]

Föstudagur 20.11 2009 - 18:01

Ofaldir Glitnisgrísir

Ég var að lesa þetta á síðu Sölva Tryggvasonar á Pressunni. (Athugið að hafa ælupoka nálægt  við lesturinn…) Hve margir af þessum siðvana, oföldu græðgisgrísum verma enn valdastóla innan bankans, á kostnað skattborgaranna? Of margir, því miður, og það er landi og þjóð til háborinnar skammar. Það er til marks um verðmætamatið hjá þessu pakki að […]

Miðvikudagur 04.11 2009 - 17:11

Glöggur Eyjulesandi

Þessi athugasemd var send inn af Andra Haraldssyni og mér finnst hún svo þörf gagnrýni á þjóðarsálina eins og hún hefur sennilega komið umheiminum fyrir sjónir undanfarinn áratug að ég set hana hér. Andri telur þörf á meiri skrifum um „fagleg vinnubrögð, sérstaklega með hliðsjón af því að skortur á þeim virðist hafa orðið Íslandi […]

Mánudagur 02.11 2009 - 16:00

Dónalegt „detox“

Ég þekki Jónínu Benediktsdóttur ekki persónulega, en eftir að hafa skrifað þessa grein held ég að mér sé óhætt að fullyrða að hún þolir ekki gagnrýni. Mér skilst á henni að þeir sem standa fyrir „árásum“ (aka gagnrýni) á hana séu „pólitískir andstæðingar“ hennar. Eins og ég sagði henni veit ég ekki hvar hún stendur […]

Sunnudagur 01.11 2009 - 20:45

Meira um „dítox“

Ég komst ekki hjá, frekar en aðrir Eyjulesendur, að reka glyrnurnar í skrif Svans Sigurbjörnssonar læknis um „Djúsdagafokk“ eða „detox/afeitrunarprógramm“ Jónínu Benediktsdóttur og fleiri hafa lagt orð í belg. Eins og ég hef áður sagt er ég alls ekki að segja að allt sem flokkast undir „nýaldarkenningar“ eða „óhefðbundnar“ (ekki „vestrænar“) lækningar sé slæmt, enda […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is