Færslur fyrir október, 2009

Laugardagur 31.10 2009 - 08:09

Þingmenn að „byggja upp traust?“

Var að horfa á Silfrið frá síðasta sunnudegi (25. okt.) þar sem Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfgræðisflokks sagði „ég held að við verðum að fara að slá eitthvað strik í sandinn með það að hætta að ala á óvild okkar í garð þeirra sem voru þarna fremstir í flokki, og þar á meðal til forsetans…“ og […]

Fimmtudagur 22.10 2009 - 20:33

Eeee!Tvíburarannsókn:brún í dag, blettótt á morgun

Á MSNBC er í dag greint frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var af nokkrum lýtalæknum við Cleveland’s Case Western Reserve University. Þeir fylgdust með tvíburum yfir í a.m.k. áratug og niðurstöðurnar sýna hvað lífsstíll og -venjur geta haft mikil áhrif á útlit fólks. Óvinir númer eitt og tvö: Sólböð og reykingar! Eins gott að halda sig […]

Mánudagur 19.10 2009 - 05:41

Ó að það væri 2007…

Fyrir stuttu lauk ég við grein um hrunið fyrir tímaritið Iceland Review. Ég tók viðtöl við heilmarga, bæði Íslendinga og útlendinga, til að reyna að fá „púlsinn“ á hvað fólki fyndist um þetta makalausa tímabil í sögu íslensku þjóðarinnar. Nær allir Íslendingarnir sögðu að ef hægt væri að finna silfurbryddingu á óveðursskýjum hrunsins, væri hún […]

Mánudagur 19.10 2009 - 05:40

Alvöru víkingur í Silfrinu

Sunnudagar eru Silfurdagar. Egils. Þá hellir maður upp á könnuna, dregur tölvuna með sér þangað sem eitthvað „mindless“ verkefni af húsverkalistanum bíður manns (og það er yfirleitt af nógu að taka). Í dag var það tiltekt í herbergi átta ára sonar míns, Daníels Gunnars. Að sjálfsögðu verkstýrði hann tiltektinni til að gæta þess að mamma […]

Fimmtudagur 15.10 2009 - 08:37

Níðst á netinu (aftur og nýbúið)

Ég verð að afsaka að eitt og annað fer framhjá mér hvað varðar fréttir að heiman. Stundum rekst maður á ægilega merkilega frétt, sem sendir mann beint í að lemjast á lyklaborðinu eða/og í símann til hringja í mömmu og rífast og skammast. Og þá fæ ég að heyra að fréttin er ef til vill […]

Þriðjudagur 13.10 2009 - 04:49

Aumingja útrásin („hæfileika“fólkið), aumingja Ísland

Sjálfgræðismenn hamast við að endurskrifa hrunssöguna. Nýlegur kafli er eftir Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þar sem hann líkir reiðinni og neikvæðninni sem beinist að útrásarbúrunum við nornaveiðar McCarthy tímabilsins í Bandaríkjunum, þegar bandaríska þingið að tilstuðlan þingmannsins Joe McCarthy hóf um miðja síðustu öld „rannsóknir“ á öllum þeim sem hugsanlega gætu verið tengdir kommúnistum. Þetta […]

Sunnudagur 11.10 2009 - 21:09

Ár hins glórulausa lífernis

Eitt ár er liðið frá upphafi endaloka íslenskrar hagsældar. Eftir síðari heimsstyrjöldina var Ísland, eftir aldalanga misnotkun og kúgun skandinavískra nýlenduherra, sennilega fátækasta land í vestur-Evrópu. Þegar fullu sjálfstæði var náð árið 1944 skriðum við smátt og smátt upp fæðukeðjuna, frá að vera afskekkt krummaskuð upp á lista yfir ríkustu þjóðir heimsins á aðeins sex áratugum. […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is