Um Húmbúkk

Húmbúkk er vefrit stofnað í janúar 2009. Á þessari síðu verður efast. Við ætlum fyrst og fremst að efast um furðuleg fyrirbæri, hvort sem það eru meintir fljúgandi furðuhlutir, ný kraftaverkalækning fyrir einhverfu, gagnsemi smáskammtalækninga eða hvort spákonur eða völvur hafi spáð fyrir um eitthvað merkilegt.

Við ætlum að beita þankagangi vísindanna til þess að nálgast sannleikann um þessi fyrirbæri. Þannig viljum við fræða almenning bæði um gagnrýna hugsun og um það hvernig heimurinn virkar. Þörfin hefur sjaldan verið meiri en núna. Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að vex eftirspurn eftir kukli og þar með kuklurum fiskur um hrygg. Slíkur er máttur vonarinnar og örvæntingarinnar. Fólk sem er á vonarvöl gerir hvað sem er til þess að bjarga eigin skinni og okkur þykir sárt að horfa á fólk í slíkum geðshræringum kaupa gagnslausa eða jafnvel skaðlega vöru eða þjónustu.

Ritstjórn
Þórður Örn Arnarson – ritstjóri
Baldur Heiðar Sigurðsson
Brynjar Halldórsson
Hafrún Kristjánsdóttir
Magnús Blöndahl Sighvatsson
Pétur Maack Þorsteinsson

Hafðu samband: ritstjorn.humbukk@gmail.com

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is