Færslur fyrir flokkinn ‘Vísindi’

Fimmtudagur 26.03 2009 - 17:43

Af hverju eru dæmisögur ekki nóg?

Gögn byggð á dæmisögum (anecdotal evidence) um góðan árangur aðferða óhefðbundinna lækninga við ýmsum meinum er býsna algeng. Gögn þessi eru af ýmsum toga og geta á köflum hljómað líkleg og trúverðug. Í þessum pistli verður farið stuttlega yfir það hvernig gögn sem byggjast á dæmisögum eru og af hverju ekki er nóg að einhver […]

Mánudagur 23.03 2009 - 23:41

Lyfleysur og lyfleysuáhrifin

Þegar sjúklingum eru gefin lyf sem innihalda engin virk efni verða sjúklingarnir oft fyrir einhverjum áhrifum. Þessi áhrif eru kölluð lyfleysuáhrifin (placebo effect) og lyfin lyfleysur (placebo). Lyfleysuáhrifin stjórnast þá af væntingum sjúklingsins eða einhverju öðru en meðferðinni sjálfri. Lyfleysur eru yfirleitt í formi lyfja (yfirleitt eru notaðar sykurtöflur) en geta verið á öðru formi. […]

Laugardagur 21.03 2009 - 01:37

Staðfestingavillan – Hví er trúað á Húmbúkk?

Í gegnum tíðina hafa alls konar furðufyrirbæri litið dagsins ljós, fyrirbæri sem átt hafa að hjálpa okkur að lifa betra lífi á einn eða annan hátt.    Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun á t.d. að geta hjálpað fólki við nánast hvað sem er og talnaspekin á að geta hjálpa okkur að „skilja okkur sjálf“ og framtíðina betur.  Margoft […]

Miðvikudagur 18.03 2009 - 21:59

Aðhvarf að meðaltali og sjálfkvæmur bati

Strangt til tekið er aðhvarf að meðaltali regla eða lögmál í tölfræði sem lýsir sambandi óháðra mælinga úr sömu dreifingu (safni mælinga). Ef dreifing hefur verið skilgreind sem endanlegur fjöldi eða safn mælinga er hægt að reikna meðaltal hennar. Aðhvarf að meðaltali er þá lýsing á því að ef mæling úr safninu er mjög langt […]

Mánudagur 16.03 2009 - 19:02

Sönnunarbyrði: Hver ber hana og af hverju?

Þegar talað er um óhefðbundnar lækningar er í raun aðeins verið að tala um aðferðir sem ekki hafa enn staðist gagnrýna skoðun vísinda og virðast ekki runnar undan rifjum kenninga sem vísa til þekktra staðreynda; við vitum ekki hvort óhefðbundnar lækningar séu í raun lækningar, og í versta falli vitum við að þær hafa engan […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is