Færslur fyrir febrúar, 2009

Mánudagur 23.02 2009 - 10:58

Hvað getur höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð gert fyrir þig?

Höfuðbeina-og spjaldhryggsmeðferð (craniosacral therapy) (nefnt HSM hér eftir) er ,,meðferðarform” sem má með einum eða öðrum hætti rekja til þriggja lækna þeirra Stills, Sutherland og Upledger. Í HSM er unnið með bein höfuðs, hryggjar, spjaldhryggs og mjaðma; með himnur í heila og mænu, mænuvökva og líffæri sem tengjast framleiðslu og frárennsli hans. HSM skýrir virkni […]

Mánudagur 16.02 2009 - 10:13

– Svartir straumar og annað kjaftæði –

Samkvæmt kenningunni um jarðarveiki (geopathic stress) eru svartir straumar (black streams) sem flæða eftir orkulínum jarðarinnar og mynda svokölluð jarðfræðileg streitusvæði. Straumarnir eiga að myndast vegna vatnsæða og steinefna í jarðveginum og eiga að hafa skaðleg áhrif á gróður, heilsu manna og dýra. Þeir sem aðhyllast hugmyndina vara fólk við því að búa þar sem […]

Mánudagur 09.02 2009 - 08:03

Svindlað á sólskinsdrengnum

Ég fór á Sólskinsdrenginn um daginn eins og 12.000 aðrir. Þetta er að mörgu leyti mjög góð mynd, alveg þar til HALO meðferðarstofnunin er kynnt. Á HALO meðferðarstofnuninni er notuð aðferð sem er kölluð Rapid Prompting Method (hér eftir RPM). Höfundur þessarar tækni, Soma Mukhopadhyay, segist hafa kennt einhverfum syni sínum að tjá sig með […]

Mánudagur 02.02 2009 - 15:32

Talnaspeki – húmbúkk eða hjálpleg aðferð?

Í gegnum tíðina hefur maðurinn reynt að finna aðferðir til þess að skýra og lýsa hegðun og persónuleika sem og að spá fyrir um framtíðina.   Talnaspeki er ein af þeim aðferðum sem maðurinn hafa þróað til þess arna og á sér 2500 ára sögu. Talnaspekin gengur út á það að allir eigi sér tölustaf eða […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is