Færslur fyrir júní, 2010

Miðvikudagur 16.06 2010 - 15:14

Rökhugsun og ímyndunarafl

Var staddur í Ráðhúsinu í gær og fannst ræðan sem Jón Gnarr flutti frábær. Hann sagði meðal annars að með rökhugsun komist menn frá A til B, en með ímyndunaraflinu komumst við allt sem við viljum. Hann sagði líka að „menn væru hræddir við það sem þeir þekktu ekki“ og „að enginn hafi leyst neina […]

Miðvikudagur 09.06 2010 - 13:22

Kínverjar, Íslendingar

Í nóvember 2007 kom út bók sem ég skrifaði um Elías Mar rithöfund. Hún heitir „Nýr penni í nýju lýðveldi“. Ég held að þetta sé áhugaverð bók. Hún hefur allavega fengið góða dóma og hrós hjá þeim sem hafa lesið hana. Elías var vinstrisinni og hernámsandstæðingur. Ég leyfði mér að halda því fram í viðtölum […]

Fimmtudagur 03.06 2010 - 09:52

Von um eitthvað nýtt

Sigur Besta flokksins í kosningum á laugardaginn var magnaður. Ég hef velt ástæðunni fyrir þessum sigri fyrir mér. Við höfum búið við dálítið vonlausar aðstæður eftir Íslandshrunið haustið 2008. Stjórnmálaflokkunum hefur ekki tekist að færa okkur neina von. Nákvæmlega það er þó eitt helsta hlutverk stjórnmálaflokka. Að halda voninni lifandi. En það er ekki hægt […]

Þriðjudagur 01.06 2010 - 10:47

Hömrum járnið

Úrslit borgarstjórnarkosninganna eru ósigur fyrir mig en ég er að vona að þær verði sigur fyrir borgina. Ef Besta flokknum og Samfylkingunni tekst að mynda meirihlutastjórn í Reykjavík blasa við nýir tímar. Þá verður nær örugglega mikill vilji í borgarstjórninni til að leggja áherslu á vistvænar og mannvænar lausnir í skipulagsmálum. Ég er handviss um […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is