Færslur fyrir desember, 2012

Mánudagur 31.12 2012 - 12:42

Tryggir Samfó Bjarta framtíð?

Ég geti ekki annað séð en að Samfylkingarfélag Reykjavíkur og flokkseigendafélag Samfylkingarinnar sé að tryggja Bjarta framtíð! Ekki með öflugri Samfylkingu. Þvert á móti …

Miðvikudagur 19.12 2012 - 15:32

Bjartur pólitískur hugsuður

Einn af öflugri pólitísku hugsuðum Íslands er nú loksins kominn í framboð í alvöru sæti á lista. Borinn og barnfæddur á Skagaströnd, menntaður á Bifröst, starfandi í Borgarnesi um skeið, tómstundabóndi í Straumfirði á Mýrum með tengdafjölskyldu sinni. Eðlilega tekur slíkur maður sæti á lista í kjördæminu þar sem ræturnar liggja og hjartað slær. G. Valdimar […]

Laugardagur 08.12 2012 - 09:09

9% raunvextir Jóhönnu!

 Eru menn búnir að gleyma að raunvextir húsnæðislána í húsbréfakerfi Jóhönnu Sigurðardóttur voru allt að 9%!  Já, 9%vextir UMFRAM VERÐBÓLGU!!!  Algengasta vaxtastig í húsbréfakerfinu var á milli 6% og 7% raunvextir UMFRAM VERÐBÓLGU! Ef hugmyndir Gylfa  Arnbjörnssonar forseta ASÍ og fulltrúa hans á Alþingi – Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur – ganga eftir mun raunvaxtastig á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs […]

Föstudagur 07.12 2012 - 07:53

Bjargar ESB Bretlandi?

Það er kaldhæðnislegt að Evrópusambandið kynni að bjarga Bretlandi frá því að klofna í frumeindir sínar. Skotar sem hafa fengið sífellt meiri stjórn á eigin málum – ekki síst vegna stefnu Evrópusambandsins um sjálfstjórn þjóða innan sambandsins – kynnu að falla út úr Evrópusambandinu ef þeir samþykkja sjálfstætt Skotland í þjóðaratkvæðagreiðslu og segja sig úr […]

Þriðjudagur 04.12 2012 - 07:36

xB vantar HA lögfræðing!

Fjölbreytni skiptir miklu máli þegar stillt er upp sigurstranglegum framboðslistum fyrir Alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur greinilega áttað sig á þessu. Flokksmenn hafa raðað fjölbreyttum tegundum af lögfræðingum í efstu sæti framboðslistans. Efst trónir lögspekingurinn Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.  Í öðru sæti er Karl Garðarson sem er að ljúka lögfræðinámi frá […]

Sunnudagur 02.12 2012 - 16:40

Dýr mistök Velferðar-Gutta

Alvarleg mistök Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra þegar  hækkaði laun forstjóra Landspítalans um mánaðarlaun hjúkrunarfræðings eru nú að koma í hausinn á honum og heilbrigðiskerfinu.  Aðgerðarleysi velferðarráðherrans sem hefur ekkert gert til að knýja á um að gengið verði frá stofnanasamningum við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum bætir ekki úr skák! Nú hafa tugir hjúkrunarfræðinga sagt upp starfi sínu á […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is