Miðvikudagur 24.11.2010 - 07:30 - 2 ummæli

Stjórnlagadómstóll Íslands

Eitt af viðfangsefnum stjórnlagaþings verður að taka afstöðu til þess hvort setja eigi á fót stjórnlagadómstól. Ég hef verið þeirrar skoðunar allt frá því ég las sagnfræði við Háskóla Íslands fyrir aldarfjórðungi að Íslendinga skorti slíkan stjórnlagadómstól.

En eftir að hafa kynnt mér ítarlegan málflutning Gísla Tryggvasonar, Talsmanns neytenda og frambjóðanda á stjórnlagaþing # 3249, um stjórnlagadómstól – þar sem hann færir rök fyrir því að unnt sé að færa hlutverk stjórnlagadómstóls til fullskipaðs Hæstaréttar eða til sérstaks afbrigðis af útvíkkuðum Hæstarétti að viðbættum sérfræðingum á sviði stjórnlagafræði – þá er ég reiðubúinn að skoða slíka útfærslu.

Rökstuðning Gísla er meðal annars að finna í Eyjupistli hans „Sérstakan stjórnlagadómstól?“

En ég mun allavega beita mér fyrir að tryggja í stjórnarskrá ákvæði um stjórnlagadómstól í einni eða annarri mynd ef ég tek sæti á stjórnlagaþingi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

 • Hárrétt. Þetta er eins og umferðarlög án eftirlits og viðurlaga.

 • Sæll.

  Eins og þú segir þá er Stjórnlagadómsstóll nauðsynlegur.

  Ég notaði valdgreiningarlíkan úr bókinni „The Game of Politics: Game Manual“ til að finna hluti sem þarf að huga að svo Stjórnlagadómsstól verði raunverulegt „úrræði […] til handa borgurunum í því skyni að ná rétti sínum og láta á hann reyna með bindandi og skjótum hætti.“

  HVERJIR HAFA VALD YFIR STJÓRNLAGADÓMSSTÓL:
  Hér eru þeir sem gætu haft áhrif á ákvarðannir stórnlagadómara.

  1. Þeir sem geta haft áhrif á hver situr í stjórnlagadómsstólnum.
  a) Þeir sem setja skilyrði fyrir gjaldgengi umsækjenda. (Þjóðin í stjórnarskrá?)
  b) Þeir sem velja dómara eða geta stöðvað það val. (Þjóðin?)
  c) Þeir sem geta vísað dómurum úr sæti. (Þjóðin?)

  2. Þeir sem geta haft áhrif á valdsvið og valdbeitingu stjórnlagadómsstóls.
  a) Þeir sem geta afnumið dómstólinn. (Þjóðin með stjórnarskrábreytingu?)
  b) Þeir sem geta aukið eða minnkað valdsvið dómsstólsins. (Þjóðin með stjórnarskrábreytingu?)
  c) Þeir sem geta kallað dóminn saman og slitið störfum hans. (frumkvæði til lögsókna hjá hverjum og einum ríkisborgara?)
  d) Þeir sem geta úthlutað dómstólnum fjármagn og annað sem þarf til að reka dómsstólinn. (Þjóðin í stjórnarskrá)

  HVERT ER VALD STJÓRNLAGADÓMSSTÓLS:
  Hér þarf að tryggja dómsólnum vald til að ná fram tilgangi sínum að efitr stjórnarskránni sé farið.

  3. Vald til að túlka stjórnarskránna.
  a) Hafa þeir algert sjálfdæmi eða hefur einhver neytunarvald yfir dómum stjórnlagadómsstóls? (Þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem minnihluti getur kallað efitr?)

  4. Vald til að framfylgja dómum sínum.
  a) Gefa út ákærur, leitarheimildir, heimildir til að gera hluti upptæka, gefa út handtökuheimild og gefa út stefnur um að koma fyrir dómsstólinn. (Stjórnlagadómsstóll?)
  b) Hvernig skal tryggja að lögreglan framfylgi dómum stjórnlagadómsstóls? (Lögreglustjóri kosinn af þjóðinni eins og í mörgum fylkjum í BNA?)
  c) Hver skyldi kveða upp dómsúrskurð? (kviðdómur ríkisborgara?)
  d) Hver skyldi kveða upp refsingu? (þjóðin í stjórnarskrá setur ramman og svo kviðdómur ríkisborgara eða dómararnir dæma innan hans?)

  Bestu kveðjur,
  Jón Þór Ólafsson.

Rita ummæli

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is