Þriðjudagur 16.11.2010 - 08:00 - 2 ummæli

Völd, verkefni og tekjur heim í hérað!

Það þarf að setja á fót nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Það þarf að draga úr vægi ríkisvaldsins í Reykjavík og færa valdið nær fólkinu. Ríkisvaldið á einungis að sinna því sem nauðsynlega þarf að vinna miðlægt. Önnur verkefni á að vinna heima í héraði þar sem íbúarnir geta á lýðræðislegan hátt haft beinni og virkari áhrif á framvinduna. Helst tekið virkan þátt í þróun og uppbyggingu sameiginlegra verkefna.

Það þarf að tryggja að stærra hlutfall skattteknanna verði eftir í héruðunum en renni ekki meira og minna til ríkisvaldsins í Reykjavík þar sem misvitrir embættismenn, ríkisstjórn og Alþingi deila einungis hluta þess til baka til samfélagslegra verkefna fólksins í landinu.

Það er eðlilegt að nýjar stjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sjái um stærsta hluta skattheimtunnar, ráðstafi henni til verkefna heima fyrir, en greiði eins konar útsvar til ríkisins til reksturs þess. Fólkið og héruðin eiga að sníða ríkisvaldinu stakk með fjárframlögum, en ríkið ekki fólkinu og héruðunum.

Það þarf því að leggja niður núverandi sveitarstjórnir og setja þess í stað á fót 6 til 8 hérðsþing og héraðsstjórnir sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Það þarf að breyta stjórnarskrá svo þetta sér unnt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • stefán benediktsson

    Valddreifing er góð, en eins og mannfjöldi og búseta hafa þróast væru ekki nema 5 stjórneiningar raunhæfar: Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss. Auðvitað eiga slíkar héraðsstjórnir að nýta skatttekjur af starfsemi í héraði. Hlutur þeirra í tekjum héraðasambandsins yrði síðan samningsatriði. Hlutur Reykjavíkur myndi, sýnist mér þó í fljótu bragði, ekki minnka neitt við þetta.

  • Þetta er rétt hjá þér, það er mikilvægt að endurskoða sérstaklega valddreifingu stjórnarskrárinnar eftir landshlutum. Eins og þú bentir á í athugasemd við pistil hjá mér fyrir nokkru:

    http://www.dv.is/blogg/robert-hlynur-baldursson/2010/11/3/aukum-sjalfraedi-landsbyggdarinnar/#komment

    Samt sem áður hefur lítið borið á þessu sjónarmiði í aðdraganda kosninganna. Ég veit aðeins um fjóra (að okkur meðtöldum) sem vilja skoða þetta samband. Þetta er áhyggjuefni og endurspeglar kannski það að aðeins 20 prósent frambjóðenda eru af landsbyggðinni.

    Ég tel mikilvægt að stjórnlagaþingið taki mið af þessum röddum. Þetta á sérstaklega við um ef gera á landið að einu kjördæmi (sem ég er reyndar hlynntur, en ekki án þriðja stjórnsýslustigsins).

Rita ummæli

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is