Miðvikudagur 10.11.2010 - 22:14 - 1 ummæli

Stjórnarskrá Íslands byggi á frjálslyndi og umburðarlyndi

Stjórnlagaþing þjóðarinnar er eðlilegt og nauðsynlegt skref í endurreisn Íslands. Á það benti ég í kjölfar hrunsins í pistli mínum þann 12. janúar 2009 Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar Ég hef barist fyrir þessari hugsjón minni æ síðan. Því var það eðlilegt af minni hálfu að gefa kost á mér til setu á stjórnlagaþingi.

Stjórnarskrá Íslands á að byggja á frjálslyndi og umburðarlyndi, tryggja þegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýðræði, skilvirka og lýðræðislega stjórnskipun, réttlátt og óháð dómskerfi og að landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins.

Í stjórnarskrá vil ég helst tryggja:

Persónukjör og rétt til þjóðaratkvæðagreiðslna

Raunverulegan aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.

Að dregið verði úr miðstýringu ríkisstjórnarvaldsins.

Nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Þessi baráttumál mín eru ekki ný af nálinni eins og sjá má á pistlum mínum Stjórnlagaþing, persónukjör og auðlindirnar í þjóðareigu og Sterk og miklu stærri sveitarfélög eru framtíðin .

Að sjálfsögðu eru stefnumál mín fleiri og fjölbreyttari. Til að kynna þau hef ég ákveðið að rjúfa árslanga bloggþögn mína og er því nú byrjaður að blogga á Eyjunni

Þeir sem vilja kynna sér afstöðu mína til hinna ýmsu þjóðmála einnig geta gluggað í gamla Moggabloggið mitt

Ég bloggaði nær daglega og stundum oft á dag á þessari bloggsíðu um landsins gagn og nauðsynjar frá því í marsmánuði 2007 fram í septembermánuð 2009 alls 1292 færslur.

Því hafa þeir sem vilja kynna sér stefnumál mín og skoðanir úr drjúgum potti að veiða. Til að auðvelda aðgang að fyrri pistlum mínum á Moggablogginu hef ég komið fyrir leitarvél á síðunni.

Yfirlit yfir starfsferil minn, nám og þátttöku í félagsstörfum er einnig að finna hér

Ábendingum og athugasemdum er unnt að koma til mín á netfangið hallur@spesia.is auk þess sem athugasemdakerfi á bloggsíðu minni á Eyjunni er að sjálfsögðu öllum opið.

Ég hlakka til að taka þátt í þeirri umræðu og þeirri kosningabaráttu sem framundan er og óska eftir stuðningi í kosningunum til stjórnlagaþings 27. nóvember.

Flokkar: Óflokkað

»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is