Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 05.09 2017 - 20:09

Klúðrið í kringum Orkuveituhúsið

Við vorum að ljúka fundi í borgarstjórn núna 5. september kl. 20:02. Á sama tíma eru karlalandslið Íslands og Úkraínu á Laugardalsvelli í fótbolta. Á fundinum var mikil umræða um Orkuveituhúsið og bruðlið í kringum það hús sem nú hefur komið í ljós að er mjög illa farið. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um opinbera rannsókn vegna milljarða […]

Miðvikudagur 23.08 2017 - 10:30

Sveitarstjórnarlög kveða á um málstefnu

Nokkur umræða er um stöðu íslenskunnar gagnvart enskunni og þá hættu sem tungumálið okkar kann að vera í. Sumir taka svo sterkt til orða að íslenskan muni hverfa sem tungumál. Við sjáum mikla tilhneigingu fyrirtækja í verslun og þjónustu til að nota ensk heiti. Flugfélag í innanlandsflugi breytir meira að segja nafni sínu úr íslensku […]

Fimmtudagur 17.08 2017 - 13:31

Ekki framboð í vor

Þessa fréttatilkynningu sendi ég frá mér í gær eftir viðtal á Stöð 2: Fréttatilkynning Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur Ég, undirritaður sem var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarmálunum í Reykjavík haustið 2013 og tók til starfa sem borgarfulltrúi eftir kosningar vorið 2014 hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til setu á […]

Fimmtudagur 15.06 2017 - 14:26

Skulduga Reykjavík

Ég held áfram að tala um fjármál, rekstur og skuldir Reykjavíkurborgar þó margir haldi því fram að íbúar sveitarfélaga hafi almennt ekki áhuga á þessum málum. Það held ég að sé ekki rétt. Ég held að íbúar geri frekar ráð fyrir því að þeir geti treyst kjörnum fulltrúum til að standa í ístaðinu varðandi reksturinn […]

Föstudagur 09.06 2017 - 15:52

Fasteignaskattar hækka mikið í Reykjavík

Álagning fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði er ákveðin prósenta (%) á fasteignamat viðkomandi eignar. Þetta mat hefur hækkað mikið og mun hækka frá og með 1. janúar 2018. Búið er að leggja á fasteignaskatt fyrir árið 2017 en meðaltalshækkun á höfuðborgarsvæðinu 2018 verður 14,5%. Þess vegna lagði ég fram þessa tillögu í borgarráði í gær […]

Mánudagur 29.05 2017 - 12:53

Reykjavík! Það er hægt að gera svo miklu betur.

Viðskiptablaðið birti þessa grein eftir mig 24. maí sl. Reykjavík! Það er hægt að gera svo miklu betur Vinstri flokkarnir hafa í einni eða annarri mynd verið í meirihluta hér í borginni síðustu 23 árin með undantekningu tímabilið 2006-2010 en þá tókst þeim meira að segja að mynda meirihluta í 100 daga. Staðan í borginni […]

Þriðjudagur 23.05 2017 - 22:16

Staurblindur meirihluti í Reykjavík

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 11. maí 2017 Hér er textinn ef þetta er óskýrt á skjánum: Staurblindur meirihluti á ástand húsnæðismála Í borgarráði 27. apríl sl. var loksins tekin fyrir tillaga okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í borgarstjórn 7. febrúar sl. um að fjölga lóðum í Úlfarsárdal verulega umfram þær lóðir sem […]

Þriðjudagur 21.02 2017 - 16:02

Vandræði í húsnæðismálum í Reykjavík

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 9. febrúar sl.: Á borgarstjórnarfundi 7. febrúar sl. lögðum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram enn eina ferðina tillögu um fjölgun lóða hjá borginni. Tillagan hljóðaði svona: ,,Borgarstjórn samþykkir að fjölga lóðum í Úlfarsárdal umfram þá takmörkuðu fjölgun sem verður vegna breytinga á deiliskipulagi sem nú er í vinnslu. Er þetta gert […]

Þriðjudagur 17.01 2017 - 15:48

Kosningaloforð Samfylkingar í borginni verður ekki uppfyllt

Á borgarstjórnarfundi 17. janúar var umræða um húsnæðismálin og ekki vanþörf á enda mikill húsnæðisskortur í Reykjavík með tilheyrandi hækkunum á húsnæðiskostnaði hvort sem um kaup eða leigu er að ræða. Í umræðunni um félagslegt leiguhúsnæði kom fram að á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum eru 893 manns og hefur fjölgað um 150 á einu […]

Miðvikudagur 04.01 2017 - 10:06

Borgarfulltrúar og hverfi borgarinnar

Í Morgunblaðinu 3. janúar sl. ritar Hróbjartur Jónatansson ágæta grein um búsetu borgarfulltrúa, fjölda þeirra og fyrirhugaða fjölgun. Í greininni veltir hann því upp að búseta borgarfulltrúa geti haft áhrif á forgangsröðun við stjórn borgarinnar. Ekki veit ég hversu mikil áhrif búseta borgarfulltrúa hefur á ákvarðanatöku og vil halda því staðfastlega fram að í tilfelli […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is