Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 16.11 2017 - 18:15

Tuttugu ár frá yfirfærslu grunnskólans – hver er staðan?

Þessi leiðari birtist í nýjustu Sveitarstjórnarmálum í nóvember 2017: Sveitarfélögin tóku við öllum rekstri grunnskólans af ríkinu árið 1996. Tuttugu ár eru ekki langur tími í skólasögu okkar og lætur e.t.v. nærri að þetta sé nálægt þeim árafjölda sem hvert okkar ver að jafnaði til skólagöngu á lífsleiðinni, frá upphafi leikskóla. Á þessum rúmu tveimur […]

Sunnudagur 22.10 2017 - 12:27

Ekki láta blekkjast. Grein úr Morgunblaðinu

Nú segjast vinstri flokkarnir sem eru í framboði til Alþingis geta leyst húsnæðismálin. En sagan segir okkur að þessir sömu flokkar hafa aukið á vandann í húsnæðismálum.

Miðvikudagur 11.10 2017 - 14:39

Fólk vill eiga sína fasteign

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í síðustu viku (5. og 6. október sl.) var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra. Einn þeirra var af hálfu Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði. Það kom fram að hlutfall íbúa á leigumarkaði hefur farið hækkandi eða um 5% frá árinu 2006. Hins vegar var mjög áhugavert að skv. viðhorfskönnun Íbúðalánasjóðs hefur afstaða fólks gjörbreyst […]

Þriðjudagur 03.10 2017 - 18:24

Munu kosningarnar snúast um málefni?

Vonandi verður góð kosningaþátttaka 28. október nk. Ég óttast samt að það sé ákveðin kosningaþreyta í fólki og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Auðvitað áttu fæstir von á því að kosið yrði núna, ekki ári eftir að loksins tókst að mynda ríkisstjórn í þessu landi. Og það endaði sem ríkisstjórn þriggja flokka […]

Þriðjudagur 05.09 2017 - 20:09

Klúðrið í kringum Orkuveituhúsið

Við vorum að ljúka fundi í borgarstjórn núna 5. september kl. 20:02. Á sama tíma eru karlalandslið Íslands og Úkraínu á Laugardalsvelli í fótbolta. Á fundinum var mikil umræða um Orkuveituhúsið og bruðlið í kringum það hús sem nú hefur komið í ljós að er mjög illa farið. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um opinbera rannsókn vegna milljarða […]

Miðvikudagur 23.08 2017 - 10:30

Sveitarstjórnarlög kveða á um málstefnu

Nokkur umræða er um stöðu íslenskunnar gagnvart enskunni og þá hættu sem tungumálið okkar kann að vera í. Sumir taka svo sterkt til orða að íslenskan muni hverfa sem tungumál. Við sjáum mikla tilhneigingu fyrirtækja í verslun og þjónustu til að nota ensk heiti. Flugfélag í innanlandsflugi breytir meira að segja nafni sínu úr íslensku […]

Fimmtudagur 17.08 2017 - 13:31

Ekki framboð í vor

Þessa fréttatilkynningu sendi ég frá mér í gær eftir viðtal á Stöð 2: Fréttatilkynning Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur Ég, undirritaður sem var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarmálunum í Reykjavík haustið 2013 og tók til starfa sem borgarfulltrúi eftir kosningar vorið 2014 hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til setu á […]

Fimmtudagur 15.06 2017 - 14:26

Skulduga Reykjavík

Ég held áfram að tala um fjármál, rekstur og skuldir Reykjavíkurborgar þó margir haldi því fram að íbúar sveitarfélaga hafi almennt ekki áhuga á þessum málum. Það held ég að sé ekki rétt. Ég held að íbúar geri frekar ráð fyrir því að þeir geti treyst kjörnum fulltrúum til að standa í ístaðinu varðandi reksturinn […]

Föstudagur 09.06 2017 - 15:52

Fasteignaskattar hækka mikið í Reykjavík

Álagning fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði er ákveðin prósenta (%) á fasteignamat viðkomandi eignar. Þetta mat hefur hækkað mikið og mun hækka frá og með 1. janúar 2018. Búið er að leggja á fasteignaskatt fyrir árið 2017 en meðaltalshækkun á höfuðborgarsvæðinu 2018 verður 14,5%. Þess vegna lagði ég fram þessa tillögu í borgarráði í gær […]

Mánudagur 29.05 2017 - 12:53

Reykjavík! Það er hægt að gera svo miklu betur.

Viðskiptablaðið birti þessa grein eftir mig 24. maí sl. Reykjavík! Það er hægt að gera svo miklu betur Vinstri flokkarnir hafa í einni eða annarri mynd verið í meirihluta hér í borginni síðustu 23 árin með undantekningu tímabilið 2006-2010 en þá tókst þeim meira að segja að mynda meirihluta í 100 daga. Staðan í borginni […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is