Færslur fyrir flokkinn ‘Heimspeki’

Laugardagur 25.11 2017 - 22:37

Vangaveltur um siðferði

Nýleg stöðufærsla á facebook-síðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns og pírata, vakti athygli mína. Þar segir Helgi: „Kærleikur og umburðarlyndi eru gildi sem standa á eigin fótum. Það á ekki að þurfa yfirnáttúruleg fyrirbæri, loforð um himnaríki eða hótun um vítisvist til þess að fólk tileinki sér þau.“ Þetta er umhugsunarvert. Nú veit ég ekki að […]

Miðvikudagur 14.06 2017 - 16:07

Ekkert um ekkert frá engu til einskis

Ég trúi á Guð föður almáttugan, skapara himins og jarðar! Þannig hefst hin kristna trúarjátning. Guð talar og allt verður til! Að alheimurinn og allt sem í honum er fólgið sé skapað af Guði er grundvallandi hluti kristinnar trúar og játningar. Kristin trú er í eðli sínu þakkargjörð frammi fyrir Skaparanum og sköpun hans. Þakklæti, […]

Miðvikudagur 25.01 2017 - 07:39

Að vera eða ekki vera! Vangaveltur Anselms frá Aosta

Ein þekktasta – og að mínu mati frumlegasta – röksemdafærslan fyrir tilvist Guðs eru hin svokölluðu verufræðirök ítalska miðaldamunksins og heimspekingsins Anselms frá Aosta (1033–1109). Anselm var munkur, kennari og ábóti í klaustrinu Bec í Normandí, og síðar erkibiskup í Kantaraborg. Hann var samtímamaður fyrstu íslensku biskupana, Ísleifs, Gissurar og Jóns, og annarra nafntogaðra íslendinga […]

Miðvikudagur 30.11 2016 - 09:31

Náttúruhyggja

„Ég trúi á kristindóminn eins og ég trúi því að sólin hafi risið upp; ekki eingöngu vegna þess að ég sé hana heldur vegna þess að hennar vegna sé ég allt annað.“ Svo sagði trúvarnarmaðurinn C.S. Lewis. Kristin trú er í eðli sínu heimssýn. Hún dregur upp tiltekna mynd af veruleikanum, felur í sér ákveðið […]

Sunnudagur 27.11 2016 - 20:57

Er hægt að sanna tilvist Guðs?

Svarið við þeirri spurningu veltur á því hvað átt er við með orðinu „sönnun“. Margir segjast ekki geta trúað á Guð nema fá allt að því áþreifanlegar sannanir fyrir því að hann sé til. Ef átt er við það, ef sönnun merkir „fullvissa“ eða „hafið yfir allan vafa“ eða „óvéfengjanlegt“ þá er að sjálfsögðu ekki hægt […]

Mánudagur 21.11 2016 - 07:44

Er Guð til?

Til eru margskonar og ólík rök fyrir tilvist Guðs. Heimsfræðirök eru tiltekin rök þar sem tilvist Guðs er leidd af þeirri einföldu staðreynd að alheimurinn er til. Heimsfræðirökin má útfæra á ólíkan hátt, meðal annars á grundvelli þess að alheimurinn varð til, þ.e. að hann er ekki eilífur. Ef alheimurinn er ekki eilífur þá hefur […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is