Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 31.12 2013 - 10:38

Flökkugjöfin – Áramótagrein

I. Þessi setning er höfð eftir góðum manni, hljómar eins og klisja en í henni eru djúp hyggindi: Stjórnmál eiga að snúast um framtíðina. Þetta þýðir að stjórnmál eiga ekki að snúast um uppgjör við fortíðina, eins og þau gera alltof oft. Um það hver hafði rétt fyrir sér og hver rangt. Þau eiga heldur […]

Föstudagur 26.04 2013 - 13:22

Stefna BF: Minna vesen, meiri sátt

Markmið númer fjögur og fimm í hinni skýru og afdráttarlausu stefnu Bjartrar framtíðar eru markmiðin um minna vesen og meiri sátt. Sumir hvá þegar við tölum um minna vesen. Er það ekki eitthvað grín? Nei, aldeilis ekki. Þetta 320 þúsund manna samfélag er orðið of flókið.  Stofnanir vinna illa saman, samtal og samvinnu vantar milli […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 08:43

Stefna BF: Meiri stöðugleika

Hin prýðilega stefna Bjartrar framtíðar telur fimm afdráttarlaus markmið. Eitt þeirra hefur töluvert borið á góma í kosningabaráttunni, en það er markmiðið um meiri stöðugleika. Efnahagslegur stöðugleiki á Íslandi yrði dásamlegur.  Vextir á húsnæðislánum myndu fara niður svo tugþúsundir spöruðust í heimilisbókhaldinu á mánuði, forsendur til að bæta kjör með launabótum og hagstæðara verðlagi yrðu […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 08:39

Stefna BF: Minni sóun

Í hinni skýru og afdráttarlausu stefnu Bjartrar framtíðar er eitt mál sett á dagskrá sem hinir flokkarnir hafa lítið talað um: Að minnka sóun í samfélaginu. Hvað eigum við við? Jú, t.d. þetta: Íslendingar vinna langa vinnudaga, enda harðduglegt fólk. En afköstin eru ekki í samræmi við það.  Eins og sagt er á hagfræðimáli, er […]

Mánudagur 22.04 2013 - 08:39

Stefna BF: Meiri fjölbreytni

Eitt af því sem ég er hvað stoltastur af varðandi Bjarta framtíð er hvað stefnan er skýr. Hún byggir á fimm markmiðum, sem við teljum að við þurfum að ná til þess að þjóðfélagið verði betra.  Nú ég ætla að fjalla um það fyrsta: Meiri fjölbreytni. Björt framtíð telur að þjóðfélagið sé of einsleitt.  Það […]

Föstudagur 19.04 2013 - 20:54

Við lofum engu

Sá sem talar í loforðum hefur yfirleitt slæma samvisku.  „Ég lofa að gera þetta aldrei aftur,“ er setning sem óþekkur krakki segir við foreldra sína eftir skammir eða einhver muldrar við maka sinn eftir að hafa farið hressilega yfir strikið í fertugsafmæli. Loforð eru þrautalending þess sem misst hefur traust. Yfirleitt endar loforðaflaumur á brostnum […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 12:15

Svona virkar Björt framtíð

Eitt það ánægjulegasta við að tala við fólk um Bjarta framtíð eru jákvæðu viðbrögðin sem við fáum þegar við útskýrum hvernig Björt framtíð virkar. Þetta vita nefnilega ekki allir. Uppbygging Bjartrar framtíðar felur í sér algerlega nýja nálgun á stjórnmálastarf. Björt framtíð er eitt félag á landsvísu með einni stórri stjórn.  Engin undirfélög eru í […]

Fimmtudagur 21.02 2013 - 08:48

Stjórnarskrármálið er ekki dautt

Menn keppast við það um þessar mundir að lýsa því yfir að stjórnarskrármálið sé dautt. Ég er alls ekki sammála. Ég held að það hafi ratað í mjög mikla erfiðleika — sem voru fyrir löngu orðnir fyrirsjáanlegir — en það er ekki dautt. Nema fólk vilji. Ein meinloka hefur grafið um sig: Margir virðast telja […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 09:09

Ekki trúa öllu

Einu sinni sem oftar hlýddi ég á kvöldfréttir í útvarpinu á leið heim í bílnum fyrir nokkrum mánuðum. Fyrsta frétt vakti mig til umhugsunar. Hún fjallaði um það að formaður Sjálfstæðisflokksins hafði sagt að þingmenn Hreyfingarinnar væru einhverrar skoðunar. Ég man ekki nákvæmlega hverrar skoðunar. Það er aukaatriði.  Hitt fannst mér merkilegra: Af hverju var […]

Föstudagur 02.11 2012 - 09:18

Drepum á skítadreifurum – Stöðumat

I. Ég ætla að byrja á því að lýsa tilfinningu. Stundum finnst mér eins og þjóðin eigi sér einn skeinuhættan mótherja: Sig sjálfa. Mér virðist þjóðfélagsumræðan stundum taka á sig mynd sem verður eiginlega best lýst sem baráttu stórra hópa gegn betri lífskjörum. Jónas Sigurðsson syngur í lagi sínu Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum þessar athyglisverðu […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is