Færslur fyrir apríl, 2013

Föstudagur 26.04 2013 - 13:22

Stefna BF: Minna vesen, meiri sátt

Markmið númer fjögur og fimm í hinni skýru og afdráttarlausu stefnu Bjartrar framtíðar eru markmiðin um minna vesen og meiri sátt. Sumir hvá þegar við tölum um minna vesen. Er það ekki eitthvað grín? Nei, aldeilis ekki. Þetta 320 þúsund manna samfélag er orðið of flókið.  Stofnanir vinna illa saman, samtal og samvinnu vantar milli […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 08:43

Stefna BF: Meiri stöðugleika

Hin prýðilega stefna Bjartrar framtíðar telur fimm afdráttarlaus markmið. Eitt þeirra hefur töluvert borið á góma í kosningabaráttunni, en það er markmiðið um meiri stöðugleika. Efnahagslegur stöðugleiki á Íslandi yrði dásamlegur.  Vextir á húsnæðislánum myndu fara niður svo tugþúsundir spöruðust í heimilisbókhaldinu á mánuði, forsendur til að bæta kjör með launabótum og hagstæðara verðlagi yrðu […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 08:39

Stefna BF: Minni sóun

Í hinni skýru og afdráttarlausu stefnu Bjartrar framtíðar er eitt mál sett á dagskrá sem hinir flokkarnir hafa lítið talað um: Að minnka sóun í samfélaginu. Hvað eigum við við? Jú, t.d. þetta: Íslendingar vinna langa vinnudaga, enda harðduglegt fólk. En afköstin eru ekki í samræmi við það.  Eins og sagt er á hagfræðimáli, er […]

Mánudagur 22.04 2013 - 08:39

Stefna BF: Meiri fjölbreytni

Eitt af því sem ég er hvað stoltastur af varðandi Bjarta framtíð er hvað stefnan er skýr. Hún byggir á fimm markmiðum, sem við teljum að við þurfum að ná til þess að þjóðfélagið verði betra.  Nú ég ætla að fjalla um það fyrsta: Meiri fjölbreytni. Björt framtíð telur að þjóðfélagið sé of einsleitt.  Það […]

Föstudagur 19.04 2013 - 20:54

Við lofum engu

Sá sem talar í loforðum hefur yfirleitt slæma samvisku.  „Ég lofa að gera þetta aldrei aftur,“ er setning sem óþekkur krakki segir við foreldra sína eftir skammir eða einhver muldrar við maka sinn eftir að hafa farið hressilega yfir strikið í fertugsafmæli. Loforð eru þrautalending þess sem misst hefur traust. Yfirleitt endar loforðaflaumur á brostnum […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is