Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 11.01 2018 - 09:52

Skipun dómara – hvað má gera betur?

Það má læra mikið af nýlegum skipunum dómara.  Fyrst og síðast hlýtur að vera augljóst að lögunum þarf að breyta. Skipun dómara VERÐUR að vera hafin yfir allan vafa. Eins og lögin eru í dag, ber dómsmálaráðherra að skipa dómara skv. tilmælum hæfisnefndar.  Fylgi ráðherra mati hæfisnefndar ber honum ekki að leita samþykkis Alþingis. Þannig eru lögin.   […]

Fimmtudagur 28.12 2017 - 15:02

Biskupinn og íslenska þjóðkirkjan

Ég er ein tæplega 240 þúsund íslendinga sem er skráð í Þjóðkirkjuna. Til viðbótar eru þúsundir aðrir íslendingar sem tilheyra öðrum kristnum samfélögum. Við erum því sannarlega kristin þjóð, að minnsta kosti á blaði. Við fjölskyldan eigum okkar barnatrú, við leitum til guðs þegar á móti blæs því þá er gott að eiga bakland í […]

Miðvikudagur 20.12 2017 - 09:08

Pilsfaldur Kjararáðs

„Biskupinn bað um launahækkun með bréfi og fékk milljónir afturvirkt“ Kjararáð varð við beiðninni og ákvarðaði launahækkun biskups sem nemur 18 prósenta launahækkun.  Jólabónusinn er 3,3 milljónir.   Ég ætla alveg að láta liggja á milli hluta hvort laun biskups séu há eða lág.  Það sem skiptir máli í þessu sambandi er sú móralska niðurstaða […]

Miðvikudagur 06.12 2017 - 20:26

Dylgjur verðandi formanns KÍ – viðbót

. Í aðdraganda þess að nýr formaður Kennarasambands Íslands var kosin mátti undirrituð þola frádæma skítkast og óhróður frá stuðningsmönnum nýkjörins verðandi formanns. Ég kaus að láta dylgjum og lygum ósvarað en vann þess í stað að framboði mínu á mínum forsendum, kynnti fyrir félagsmönnum sjálfa mig, áherslur mínar og talaði aldrei til mótframbjóðenda minna. […]

Fimmtudagur 30.11 2017 - 13:49

Desemberuppbót elítunnar.

Desemberuppbótin er að einhverju leyti hugsuð með jólin í huga. Desember er fyrir flesta dýr mánuður, þá gera flestir betur við sig en alla jafna.   Desember uppbót ríkisstarfsmanna og almennt á vinnumarkaði er 86 þúsund krónur í ár. Auðvitað dregst frá því skattur eins og af öðrum launum.   Þeir hópar sem falla undir […]

Föstudagur 03.11 2017 - 11:33

Leik – grunn – og tónlistarskóli í nýjum stjórnarsáttmála

Sveitarfélögunum er sniðinn þröngur stakkur þar sem Alþingi setur ramma um heimildir þeirra til að afla sér tekna. Framundan eru kjarasamningar við alla starfandi kennara sveitarfélaganna og eigi að skapast sátt um þá samninga þurfa sveitarfélögin að leggja meira fjármagn í rekstur leik- grunn- og tónlistarskóla.

Fimmtudagur 26.10 2017 - 22:27

Af launamálum kennara og annara opinberra starfsmanna

Raunveruleiki launþega á almennum og opinberum markaði er ólíkur. Á hinum almenna markaði hafa taxtar lítið vægi á meðan þeir setja stífan ramma um kjör opinberra starfsmanna.

Þriðjudagur 24.10 2017 - 11:50

Áfram stelpur

Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem […]

Mánudagur 16.10 2017 - 17:35

Hvernig búum við að börnum okkar?

Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir […]

Laugardagur 14.10 2017 - 11:58

Lögbindum leikskólann

Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is