Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 16.04 2018 - 11:47

Hvernig hefur ’99 árgangnum gengið í námi?

Rúv hefur nú tekið til umfjöllunar áhrif styttingar námstíma til stúdentsprófs og í því sambandi var ég í heillöngu viðtali í gær um málið. Eins og venja er klippti fréttakona úr samtalinu þau atriði sem hún helst vildi koma á framfæri þann tíma sem henni var skammtaður í fréttatímanum. http://www.ruv.is/frett/okkar-vidvaranir-virdast-hafa-att-rett-a-ser Þetta er áhugavert efni og […]

Laugardagur 14.04 2018 - 10:11

Uppgjör að loknu þingi KÍ

Átakaþingi Kennarasambands Íslands er lokið. Þrátt fyrir tilfinningahita á köflum var þingið vinnusamt og voru margar merkilegar ályktanir samþykktar m.a. sterk og á köflum róttæk jafnréttisáætlun. Þingið samþykkti með miklum meirihluta að taka á dagskrá  áskorun á nýjan formann KÍ að stíga til hliðar og boða til kosninga að nýju.  Fá þannig tækifæri til þess […]

Fimmtudagur 12.04 2018 - 14:11

Er þöggun í Kennarasambandinu?

 Ég hef alltaf staðið með sjálfri mér og sannfæringu minni. Að líta ekki undan. Þessvegna hef ég óhrædd gagnrýnt málflutning verðandi formanns KÍ, Ragnar Þór Pétursson, sem hefur á köflum farið mikinn í fjölmiðlum, farið með rangfærslur og ósannindi ef því er að skipta. Ragnar fullyrðir að ég sé hluti af valdaelítu félagsins og gagnrýni […]

Fimmtudagur 08.03 2018 - 08:45

Til hamingju með daginn strákar.

Ég er alin upp við það að ekkert fjall er ókleift. Engin þraut óleysanleg og mér eru allir vegir færir. Samt alin upp af foreldrum fæddum á fyrsta þriðjungi síðustu aldar þar sem verkaskipting var skýr. Þeim tókst samt sem áður að steypa mig í eitthvað allt annað mót en skóp þau sjálf. Pabbi minn, […]

Þriðjudagur 27.02 2018 - 10:15

Hlutverk menntakerfisins í #metoo byltingunni

Stundum er sagt að ein kynslóð þurfi að fæðast og deyja til að breyta samfélagi. Erfitt getur reynst að breyta gömlum rótgrónum viðhorfum en það er alls ekki vonlaust. Meðvitað og ekki síður ómeðvitað hefur konum verið ætlað ákveðið hlutverk í öllum samfélögum heimsins og settar skör lægra en karlar. Staðalmyndir kynjanna eru þrálátir vegatálmar […]

Fimmtudagur 11.01 2018 - 09:52

Skipun dómara – hvað má gera betur?

Það má læra mikið af nýlegum skipunum dómara.  Fyrst og síðast hlýtur að vera augljóst að lögunum þarf að breyta. Skipun dómara VERÐUR að vera hafin yfir allan vafa. Eins og lögin eru í dag, ber dómsmálaráðherra að skipa dómara skv. tilmælum hæfisnefndar.  Fylgi ráðherra mati hæfisnefndar ber honum ekki að leita samþykkis Alþingis. Þannig eru lögin.   […]

Fimmtudagur 28.12 2017 - 15:02

Biskupinn og íslenska þjóðkirkjan

Ég er ein tæplega 240 þúsund íslendinga sem er skráð í Þjóðkirkjuna. Til viðbótar eru þúsundir aðrir íslendingar sem tilheyra öðrum kristnum samfélögum. Við erum því sannarlega kristin þjóð, að minnsta kosti á blaði. Við fjölskyldan eigum okkar barnatrú, við leitum til guðs þegar á móti blæs því þá er gott að eiga bakland í […]

Miðvikudagur 20.12 2017 - 09:08

Pilsfaldur Kjararáðs

„Biskupinn bað um launahækkun með bréfi og fékk milljónir afturvirkt“ Kjararáð varð við beiðninni og ákvarðaði launahækkun biskups sem nemur 18 prósenta launahækkun.  Jólabónusinn er 3,3 milljónir.   Ég ætla alveg að láta liggja á milli hluta hvort laun biskups séu há eða lág.  Það sem skiptir máli í þessu sambandi er sú móralska niðurstaða […]

Miðvikudagur 06.12 2017 - 20:26

Dylgjur verðandi formanns KÍ – viðbót

. Í aðdraganda þess að nýr formaður Kennarasambands Íslands var kosin mátti undirrituð þola frádæma skítkast og óhróður frá stuðningsmönnum nýkjörins verðandi formanns. Ég kaus að láta dylgjum og lygum ósvarað en vann þess í stað að framboði mínu á mínum forsendum, kynnti fyrir félagsmönnum sjálfa mig, áherslur mínar og talaði aldrei til mótframbjóðenda minna. […]

Fimmtudagur 30.11 2017 - 13:49

Desemberuppbót elítunnar.

Desemberuppbótin er að einhverju leyti hugsuð með jólin í huga. Desember er fyrir flesta dýr mánuður, þá gera flestir betur við sig en alla jafna.   Desember uppbót ríkisstarfsmanna og almennt á vinnumarkaði er 86 þúsund krónur í ár. Auðvitað dregst frá því skattur eins og af öðrum launum.   Þeir hópar sem falla undir […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is