Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 03.11 2017 - 11:33

Leik – grunn – og tónlistarskóli í nýjum stjórnarsáttmála

Sveitarfélögunum er sniðinn þröngur stakkur þar sem Alþingi setur ramma um heimildir þeirra til að afla sér tekna. Framundan eru kjarasamningar við alla starfandi kennara sveitarfélaganna og eigi að skapast sátt um þá samninga þurfa sveitarfélögin að leggja meira fjármagn í rekstur leik- grunn- og tónlistarskóla.

Fimmtudagur 26.10 2017 - 22:27

Af launamálum kennara og annara opinberra starfsmanna

Raunveruleiki launþega á almennum og opinberum markaði er ólíkur. Á hinum almenna markaði hafa taxtar lítið vægi á meðan þeir setja stífan ramma um kjör opinberra starfsmanna.

Þriðjudagur 24.10 2017 - 11:50

Áfram stelpur

Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem […]

Mánudagur 16.10 2017 - 17:35

Hvernig búum við að börnum okkar?

Algengi þunglyndis meðal unglinga hefur aukist mikið síðustu ár. Íslenskar stúlkur á aldrinum 15 til 24 ára taka ríflega fjórum sinnum meira af þunglyndislyfjum en jafnaldrar þeirra í Danmörku. Sjálfsmorðstíðni drengja á aldrinum 10 til 19 ára er hvergi hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi. Enginn hópur tekur eins mikið af ADHD-lyfjum og íslenskir drengir […]

Laugardagur 14.10 2017 - 11:58

Lögbindum leikskólann

Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að […]

Fimmtudagur 05.10 2017 - 16:23

Flokkur fólksins – flokkur án menntastefnu

Ég sagði hér í minni fyrri fæslu að ég ætlaði að rýna áherslur stjórnmálaflokkana í menntamálum. Í dag er það Flokkur fólksins. Ég mun ekki eyða miklu bleki í þá yfirferð – því Flokkur fólksins hefur enga menntastefnu. Núll – ekkert. Undirstaða þeirra samfélaga þar sem lífsgæði eru hvað mest er öflugt menntakerfi. Reyndar er sterk […]

Þriðjudagur 26.09 2017 - 21:03

Stefna stjórnmálaflokkanna í málefnum framhaldsskólans

Alveg óvænt er blásið til kosninga réttu ári eftir þær síðustu. Ég er að rýna í stefnuskrá þeirra framboða sem buðu fram í síðustu kosningum og leggja mat á efndir þeirra loforða sem lagt var af stað með haustið 2016 og varða framhaldsskólastigið. Auðvitað er nærtækast að byrja á fráfarandi ríkisstjórnarflokkum, þeir hafa verið í […]

Föstudagur 18.08 2017 - 13:56

Starfsaðstæður kennara

  Það er margt athyglisvert við þær sláandi niðurstöður að of mikið álag í starfi kennara valdi kulnun og vaxandi langtíma veikindum meðal stéttarinnar. Af háskólamenntuðum einstaklingum sem leita þjónustu Virk starfsendurhæfingar eru langflestir kennarar. Og við nánari skoðun kemur í ljós að alvarlegust er staðan meðal leikskólakennara. Þeir eru langstærsti hópur kennara sem hrökklast […]

Miðvikudagur 16.08 2017 - 12:26

Meira um einkarekstur í grunnskólunum.

Í seinni fréttum RUV í gær er viðtal við Kristján Ómar Björnsson stofnanda grunnskólans NÚ og formann Samtaka sjálfstæðra skóla. Hanns segir engan kennaraskort við skólann. Jafnframt kemur fram í fréttinni að í flestum sjálfstætt starfandi skólum séu greidd hærri laun.   Á heimasíðu NÚ kemur fram að námsgjöld eru 15.900 kr á mánuði í […]

Þriðjudagur 15.08 2017 - 15:02

Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum

Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is