Miðvikudagur 20.12.2017 - 09:08 - Rita ummæli

Pilsfaldur Kjararáðs

„Biskupinn bað um launahækkun með bréfi og fékk milljónir afturvirkt“ Kjararáð varð við beiðninni og ákvarðaði launahækkun biskups sem nemur 18 prósenta launahækkun.  Jólabónusinn er 3,3 milljónir.

 

Ég ætla alveg að láta liggja á milli hluta hvort laun biskups séu há eða lág.  Það sem skiptir máli í þessu sambandi er sú móralska niðurstaða að kjararáð hefur úrskurðað launahækkanir til elítu þessa lands langt umfram það sem almenningi býðst innan rammasamkomulags um launaþróun.

Já það er sjálfsagt flestum ljóst að höfrungahlaup á vinnumarkaði mun bara brenna upp ávinning síðustu góðæra. Stöðugleiki á vinnumarkaði skiptir okkur máli sem og öguð vinnubrögð við samningaborðið.

 

En hvernig ætla stjórnvöld að halda því til streitu að laun almennings í landinu hækki ekki nema pínkulítið og smá þegar Alþingi sagði já takk við sambærilegum launaákvörðunum kjararáðs?

Kannski að barátta kennara ætti að snúast um að komast undir pilsfald kjararáðs. Þar er gott að vera, hlýtt og notalegt og ekkert helvítis karp um kaup og kjör.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is