Fimmtudagur 30.11.2017 - 13:49 - Rita ummæli

Desemberuppbót elítunnar.

Desemberuppbótin er að einhverju leyti hugsuð með jólin í huga. Desember er fyrir flesta dýr mánuður, þá gera flestir betur við sig en alla jafna.

 

Desember uppbót ríkisstarfsmanna og almennt á vinnumarkaði er 86 þúsund krónur í ár. Auðvitað dregst frá því skattur eins og af öðrum launum.

 

Þeir hópar sem falla undir kjararáð fá aftur á móti ríflega tvöfalda þá upphæð og um og yfir 200 þúsund krónur.

 

Einhverjir hafa verið að gagnrýna kjararáð fyrir þessa ráðstöfun. Á sama tíma og almenningi í landinu er ætlað að axla efnahagslega ábyrgð með hófstilltum launahækkunum og jafnvel engum launahækkunum tryggir kjararáð æðstu embættismönnum íslenska ríkisins ágæta afkomu með myndarlegum launahækkunum.

 

2007 er nefnilega komið aftur.

 

Og ég skil það bara mæta vel að fólk sem er vant því að vera með eina og hálfa milljón á mánuði nenni ekki að taka við þessu lítilræði sem almenna desember uppbótin er.

 

 

Það reyndar tekur því varla að taka við tvöhundruðþúsund kallinum sem rétt dugar fyrir hreindýralundum og sæmilegu kampavíni á aðfangadag.

 

 

Þeir sem eru vanir því að eiga nógan pening vilja líka gera vel við sig í mat og drykk. Og ef þú ert vanur því að borða nautasteik á sunnudögum með góðu rauðvíni þá dugar nú ekkert minna en hreindýr og humar til hátíðarbrigða. Og það kostar.

 

(og þetta er kaldhæðni hafi einhver ekki áttað sig á því)

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is