Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 16.07 2017 - 10:00

Af hverju voru engin sýni tekin

Engin sýni voru tekin úr sjónum á tímabilinu 20. júní til 5. júlí meðan skólp rann út í sjóinn vegna bilunar í neyðarlúgu skólphreinsistöðvarinnar við Faxaskjól. Um er að ræða lengstu og alvarlegustu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Það var fréttastofa RÚV sem upplýsti um málið miðvikudaginn 5. júlí sl. Á heimasíðu […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 20:12

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er áhyggjuefni. Bæði vegna þeirra sem í hlut eiga og kostnaðarins sem af því hlýst. Í svörum við fyrispurnum Framsóknar og flugvallarvina um veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar kemur fram að veikindahutfallið var 6,1% árið 2013, 6% árið 2014 og 5,9% árið 2015. Þó veikindahlutfallið fari lækkandi er það alltof hátt og langt […]

Miðvikudagur 31.08 2016 - 10:15

Fjársveltir skólar

Ástandið er alvarlegt í grunnskólum og leikskólum borgarinnar og það verður að leysa. Lögboðnu skólastarfi er ekki unnt að sinna miðað við núverandi aðstæður og bitnar það á börnunum í borginni. Undanfarna daga hafa starfsmenn leik- og grunnskóla borgarinnar bent á að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt. Hafa bæði skólastjórar leik- og grunnskóla í […]

Fimmtudagur 18.08 2016 - 11:38

Engar dælur og engir stórmarkaðir úti á Granda

Meirihlutinn í borgarstjórn, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, vill ekki dælur fyrir eldsneyti á lóðum stórmarkaða og alls ekki að stórmarkaðir festist í sessi úti á Granda sem meirihlutinn telur jaðarsvæði. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær hafnaði meirihlutinn fyrirspurn að sett yrði upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á Krónulóðina úti á […]

Þriðjudagur 09.08 2016 - 13:02

Minnihlutinn í borgarstjórn vill álit siðanefndar

Í áliti umboðsmanns borgarbúa frá 3. júní sl. kemur fram í niðurstöðu hans um samninga bílastæðanefndar við Miðborgina okkar að það hafi verið verulega ámælisvert að samningarnir hafi verið gerðir án tillits til niðurstöðu hans í áliti frá 10. janúar 2014 enda bílastæðanefnd grandsöm um ólögmæti samninganna a.m.k. frá þeim tímapunkti þegar hann kynnti niðurstöðuna. Samningsgerðin […]

Fimmtudagur 30.06 2016 - 00:08

Meirihluti borgarstjórnar braut siðareglur

Ég sat sem áheyrnarfulltrúi í bílastæðanefnd þegar samningurinn við Miðborgina okkar var gerður á árinu 2015 og taldi að ekki væri hægt að gera slíkan samning enda lá fyrir álit umboðsmanns borgarbúa frá fyrra kjörtímabili, þ.e. 10. janúar 2014. Bókaði ég þá afstöðu mína á tveimur fundum nefndarinnar. Af bókun meirihlutans, þ.e. Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, […]

Miðvikudagur 11.05 2016 - 20:10

Sumargötur

Á visir.is er greint frá því að mikil óánægja sé meðal kaupmanna við Skólavörðustíg með lokun gatna í 5 mánuði í miðborginni. Gagnrýna þeir borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. http://www.visir.is/kaupmenn-vid-skolavordustig-osattir-med-sumarlokun/article/2016160519726 Tillaga Framsóknar og flugvallarvina um samráð  Á fundi borgarráðs 19. nóvember 2015 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi tillögu: „Lagt er […]

Þriðjudagur 10.05 2016 - 09:41

Taprekstur borgarinnar

Það er staðreynd að rekstur borgarinnar gengur illa undir stjórn Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, og áætlanir ganga ekki upp. Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2015 liggur fyrir og sýnir verri niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, þ.e. A- og B-hluta, var 167% undir áætlun. Mikið tap er á aðalsjóði eða sem nemur 18,3 […]

Sunnudagur 01.05 2016 - 12:36

Er Vesturbærinn að verða barnlaus?

Á föstudaginn fengu foreldrar leikskólabarna á Mýri bréf frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar um að verið væri að skoða framtíð leikskólans bæði út frá því að leikskólastjóri láti af störfum í sumar og „ekki síður út frá því að börnum er að fækka í Vesturbænum.“ Bent er á að staðan á Mýri sé þannig að […]

Föstudagur 22.04 2016 - 11:07

Auglýsingakostnaður borgarinnar 2015

Á fundi borgarráðs 7. apríl sl. var lagt fram svar við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um auglýsingakostnað borgarinnar á árinu 2015. Í svarinu kemur fram að á árinu 2015 var auglýsingarkostnaður Reykjavíkurborgar kr. 127.190.750, þar af var kostnaður við birtingu auglýsinga kr. 112.728.032. Söluaðili Auglýsingagerð Auglýsingar (birting) Fjárhæð Hlutfall 365 – prentmiðlar ehf. 441.090 25.905.602 […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is