Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 21.04 2017 - 14:48

Af hverju drepur Íslamska ríkið?

Inngangur Hjartað er rifið úr brjóstholinu á lifandi manni.  Viðbjóður eins og í hryllingssögu; blóðugur, óraunverulegur. Áhrifin eru í reynd svo óútskýranleg á okkur Vesturlandabúa, að erfitt er fyrir okkur að ímynda sér að slíkur óhugnaður geti yfirleitt átt sér stað. Eitthvað sem er í mótsögn við allt það sem okkur er innprentað frá fæðingu. […]

Fimmtudagur 13.04 2017 - 12:35

Gjaldfrjálst heilbrigiskerfi eða fleiri flóttamenn?

Ekkert hefur farið fyrir athyglisverðri frétt af svari fjármálaráðherra Danmerkur, Kristian Jensen (Venstre/Frjálslyndir), á þingi Dana, þegar hann á mánudaginn var 10. apríl sl. brást loksins við gamalli fyrirspurn Danska þjóðarflokksins (Danske folkeparti), hver raunverulegur kostnaður við flóttamenn og hælisleitendur væri. Það var ekki að undra að það stæði í fjármálaráðherra að svara þessari fyrirspurn, […]

Miðvikudagur 05.04 2017 - 07:10

Drepum helvítis ferðaþjónustuna

Virðisaukaskattur yrði með hækkun úr 11% í 22,5% næsthæstur í Evrópu, en aðeins í Danmörku yrði skattpíningin meiri, þar sem ferðaþjónustan hefur um árabil kvartað sáran undan háum virðisaukaskatti. Mjög hár virðisaukaskattur er ígildi „útflutningstolls“ á ferðaþjónustuna, þar sem í raun um hreina útflutningsgrein er að ræða. Menn voru fyrr á tímum fljótir að átta […]

Mánudagur 03.04 2017 - 07:32

Gíbraltarstríð Englendinga

Miðað við yfirlýsingar fyrrverandi forsætisráðherra Breta um stríð vegna Gíbraltar, held ég að ráðlegast sé fyrir Evrópusambandið að setja Litla-England í stjórnmálalegt og efnahagslegt „permafrost“, þegar þeir loksins ganga úr sambandinu. Við Íslendingar þekkjum þennan hroka Breta og yfirgang þeirra alveg frá miðöldum og þegar þeir gengu fram af ofbeldi í þorskastríðunum og nú síðast […]

Þriðjudagur 21.03 2017 - 07:44

Hinn nýi Kolkrabbi: Hrægammasjóðirnir

Það er ekkert einkennilegt við það að erlendir hrægammasjóðir vilji alls ekki yfirgefa Ísland, því hvergi í heiminum hafa þeir fundið aðra eins gullkistu til að ræna og hér á landi. Gullkista hrægammana samanstendur af 340 þúsund viðskiptamönnum, sem taka trygg fasteginaveðlán í verðtryggri mynt með okurvöxtum í blómlegu og vaxandi efnahagslífi með 3-7% hagvöxt. […]

Sunnudagur 19.03 2017 - 10:26

Blandað markaðshagkerfi Þýskalands

Í framhaldi af athyglisverðri en kannski ekki alveg réttri yfirlýsingu Jóns Baldvins Hanníbalssonar – sem fjölmiðlar lepja að venju gagnrýnislaust upp – er rétt að benda á að blönduð markaðshagkerfi eru ekki einungis skandínavísk hugmynd, heldur einnig mið-evrópsk. Sá hagfræðingur, sem lagði fræðilega að þessu fyrirkomulagi í Þýskalandi, var Alfred August Arnold Müller-Armack og það fyrir stríð […]

Sunnudagur 05.03 2017 - 19:07

Líf Suðurnesjamanna lítils virði

Líf okkar Suðurnesjamanna er auðsjáanlega mikið minna virði í augum þingmanna allra og ráðherra en líf fólks í öllum öðrum landshlutum. Þetta sést ekki aðeins á ótal dauðaslysum á Grindavíkurveginum, heldur einnig mörgum dauðaslysum á Reykjanesbrautinni, þar sem hún hefur enn ekki verið tvöfölduð með aðskildum og mislægum gatnamótum. Mikilvægt er að fólk átti sig […]

Miðvikudagur 01.03 2017 - 12:09

Hallar á konur hvað evrópsk óperutónskáld varðar

Ég er sammála Kolbrúnu Halldórsdóttur að verulega halla á hlut kvenna varðandi styttur af frægum listamönnum sögunnar. Þannig er t.a.m. einnig um fræg óperutónskáld á 18. og 19. öldinni. Það er þó öngvum erfiðleikum háð í raun að breyta slíku í ljósi nýlegrar umræðu um valkvæðar staðreyndir (alternative facts). Velti ég því fyrir mér – að […]

Mánudagur 27.02 2017 - 09:29

Verklausar borgar- og ríkisstjórnir

Ég nú kannski enginn sérfræðingur í þýskri sögu, en ég kom fyrst til landsins sem unglingur og flutti síðan þangað 24 ára og bjó þar í 12 ár. Að því loknu dreif ég mig í Háskóla Íslands og kláraði BA-próf í þýskum fræðum. Þegar ég kom til Þýskalands 1977 átti ég erfitt með að ímynda mér […]

Laugardagur 25.02 2017 - 19:26

Verndum borgfirsku naglana…

Ótrúleg menningarverðmæti virðast vera að tapast, þegar naglaframleiðsla verður lögð niður á Borgarnesi í vor eða næsta sumar, en samkeppnin frá Kína hefur verið erfið. Nú þarf löggjafarvaldið að bregðast hratt við og banna notkun á skrúfum, sem iðnaðarmenn halda reyndar fram að séu bæði hagkvæmari, ódýrari og þægilegri í notkun. Við, sem erum sannir […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is