Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 08.12 2017 - 19:48

Auðmýking Litla-Bretlands

Auðmýking Litla-Bretlands er mikil – ef ekki algjör – ef marka má fréttir dagsins. Þetta er virkilega í fyrsta skipti sem ég er algjörlega sammála Nigel Farage, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokks Litla-Bretlands. Auðmýkingin á eftir að aukast eftir að hið raunverulega BREXIT virkilega hefst, en fyrstu áhrifin má sjá á flótta fjármálafyrirtækja úr City of London […]

Þriðjudagur 05.12 2017 - 06:30

Pólitískar ráðningar, Klíkuráðningar eða frændhygli

Ég veit ekki hvað er ógeðfelldast; klíkuráðningar starfsbræðra á vinum sínum eins og þegar kardínálar kjósa sér nýjan Páfa, pólitískar ráðningar dómara eða ráðuneytisstjóra líkt og þegar óhæfu fólki var sópað inn í stjórnsýsluna úr Eimreiðahópnum eða skipanir á grundvelli frændhygli er tengjast t.a.m. fyrrverandi forsætisráðherra, t.d. þegar sonur „aðal“ var skipaður í Héraðsdóm Norðurlands […]

Laugardagur 02.12 2017 - 11:05

#MeToo hreyfingin og fitufordómar

Nú hljóta fitubollur eins og ég að vilja útvíkka þetta hugtak „mee too“ yfir á okkur digra fólkið og ég sé fyrir mér að mun fleiri „digurbarkar“ fái að fjúka þar sem þeir vinna, hvort sem þeir eru almennir starfsmenn eða einhverjir stjórar. Fitufordómar eru mjög almennir og áreitnin alltumlykjandi bæði í formi brandara og […]

Föstudagur 01.12 2017 - 07:45

Ráðherrar verði gæslumenn sérhagsmuna

Mér líst vel á að Guðmundur Ingi Guðbrandarson, framkvæmdastjóri Landverndar, verði næsti umhverfisráðherra landsins. Til að gæta jafnræðis þurfa þá aðrir gæslumenn sérhagsmuna að fá ráðherrastól, en þannig yrði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að verða sjávarútvegsráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna að fá landbúnaðarráðuneytið. Dómsmálaráðuneytið ætti að falla í hlut Guðmundar […]

Laugardagur 18.11 2017 - 09:41

Næsta ríkisstjórn Íslands

Næsta ríkisstjórn landsins sem hér segir: Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Lilja Rafney Magnúsdóttir, velferðarráðherra Framsókn: Sigurður Ingi Jóhannsson, utanríkisráðherra Ásmundur Einar Daðason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra Lilja Alfreðsdóttir, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra […]

Þriðjudagur 14.11 2017 - 06:57

Leysum umferðarhnútana á höfuðborgarsvæðinu

Það er einkennandi fyrir íslenska blaðamenn – sem nær allir eru sósíalistar, umhverfissinnar og andsnúnir bílum – að það sé álitið sérstakt vandamál að íbúar höfuðborgarsvæðisins noti bíla en ekki almenningssamgöngur. Ekki er talað við Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Bílgreinasambandið eða aðra hagmunagæslumenn þeirra sem aka til vinnu sinnar og annara athafna daglega á bíl, heldur […]

Sunnudagur 12.11 2017 - 11:33

Leiftursókn Suðurnesjamanna

Næsta skref sameininga á Suðurnesjum er væntanlega að Reykjanesbær (Njarðvíkurhverfi, Keflavíkurhverfi, Hafnahverfi) sameinist hinum nýju Sand-Görðum og að auki Vogunum og að á næstu árum verði úr því bæjarfélagi eitt það öflugasta eða jafnvel það öflugasta í landinu öllu með um 40-50 þúsund íbúa; öfluga lestar- og hraðbrautartengingu við höfuðborgina, stærsta vinnustað landsins (Keflavíkurflugvöllur), Bláa […]

Föstudagur 10.11 2017 - 07:40

Ný ríkisstjórn og Víkingahúsdýragarðurinn þeirra

Auðvitað verður fyrsta verk nýrrar bænda- og útgerðarmannaríkisstjórnar Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks að byggja nýjar fjárréttir við þjóðveginn, endurnýja fjárhús og fjós íslenskra kotbænda og byggja ný sláturhús í öllum landsfjórðungum, fjölga síðan til muna rollum og beljum í landinu og auka niðurgreiðslur til bænda svo um munar. Skattar á útgerðina lækka en minna verður […]

Þriðjudagur 07.11 2017 - 07:08

Framsókn: Bættir innviðir fyrir rolluna

Ég hef góðar heimildir fyrir því að Framsóknarflokkurinn vilji ekki samstarf við Viðreisn vegna þess hvernig við komum fram við rollurnar þeirra varðandi niðurgreiðslur og við hið heilaga útflutningsbóta-kjötfjall, sem færa átti til Bandaríkjanna á kostnað skattgreiðenda. Hér kemst sem sagt einungis ríkisstjórn á koppinn nema að rollurnar fá nægilega margar trilljónir og að útflutningsbætur […]

Föstudagur 03.11 2017 - 07:48

Stjórnarskrárbreytingar í ríkistjórnarsáttmála

Að mínu mati ætti ný ríkisstjórn að minnsta kosti að geta sæst á ákveðnar breytingar á stjórnarskránni núna, þegar ljóst ert meirihluti á Alþingi er fyrir þeim. Framsókn var ekki algjörlega þversum í því máli líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, þótt þeir vilji kannski ekki ganga alla leið. Þá ætti þessi ríkisstjórn að geta ráðist í nauðsynlega […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is