Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 19.03 2018 - 10:55

Léleg framleiðni er stjórnendavandi

Sigurður Hannesson er afskaplega vel gefinn maður og vert að leggja við hlustir þegar hann segir eitthvað, jafnvel eftir að hann gerðist framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Upptalningin á staðreyndum hjá honum er vafalaust rétt, þótt hann hafi gleymt að segja frá þeirri staðreynd að til viðbótar við vaxtaokrið og skattpíninguna, þá er verð hér á mat […]

Fimmtudagur 15.03 2018 - 16:21

Ríkisstarfsmenn með 6 milljónir á mánuði?

Það er alltaf gaman að lesa viðtöl við forsvarsmenn atvinnulífsins og sérstaklega þá þeir tjá sig um laun opinberra starfsamanna, en skv. Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, getur atvinnulífið ekki ekki keppt við ríkið, þar sem þar eru borguð slík ofurlaun. Þekkir þessi kona laun kennara, leikskólakennara, lögreglumanna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða? Sveiattan er það eina […]

Miðvikudagur 14.03 2018 - 11:11

Þjóðkirkjan orðin deild innan VG eða Pírata?

Hvað er til ráða fyrir mann, sem veit að hann er ósköp eitthvað hvítur og miðaldra, kristinn maður og hugsanlega pínulítið gamaldags, og sem slíkur hefur hann ansi oft hneykslast bæði á framkomu biskups og á einstaka presti? Á maður að ganga úr þjóðkirkjunni, sem manni þykir vænt um og er búinn að tilheyra frá […]

Miðvikudagur 24.01 2018 - 19:01

Samgöngumál – blóðbaðið heldur áfram

VG og Katrín Jakobsdóttir hlýtur að verja vegatolla eins og annað sem kemur úr smiðju Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Svik VG við kjósendur núna trompa sennilega svik Jóhönnu og Steingríms, því aðstæður eru nú aðrar í efnahagsmálum. Samkvæmt útreikningur FÍB innheimti ríkið árið 2016 um 60 milljarða króna í skatta á bíleigendur, sem með hækkandi skatti á […]

Laugardagur 06.01 2018 - 20:31

Donald Trump og sjálfstraustið…

Sem söngkennari og yfirmaður í tollgæslunni hef ég lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að nemendur og starfsmenn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd, sjálfsálit og sjálfstraust.   Enginn leikari, hljóðfæraleikari eða söngvari virkar að mínu mati sannfærandi nema að viðkomandi hafi virkilega trú á sjálfum sér og því sem hann hefur fram að færa og […]

Fimmtudagur 28.12 2017 - 11:00

Ójöfnuður – hver er við stjórn landsmála?

Það sem hræðir fólk yfirleitt til hægri í stjórnmálum er skattahækkana- og ríkisútþenslustefna vinstri manna og þá jafnan á kostnað millistéttarinnar, sem alltaf er skattpínd í botn hjá þessum flokkum á meðan auðvaldið blómstrar áfram. Með þessu samsamar millistéttin og efri millistéttin sig oft öfgafullum viðhorfum hægri flokkanna, sem gerðir eru út með ærnum tilkostnaði […]

Þriðjudagur 26.12 2017 - 15:52

Annar í jólum – rífum kjaft

Líkt og svo oft áður er helmingur þess er birtist í nýlegum pistli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, rangfærslur, ýkjur eða uppspuni, en afgangurinn af pistlinum hins vegar brúkhæfur og samanstendur af nokkuð vitrænum skrifum. Slíkum svart/hvítum skrifum eigum við yfirleitt að venjast bæði frá SA og ASÍ. Hinn íslenski veruleiki leyfir ekki að […]

Miðvikudagur 20.12 2017 - 12:41

Hafnarfjörður: Umferðaröngþveiti 5 klukkustundir á dag

Á sama tíma og borað er í fjöll á landsbyggðinni, svo hún er farin að líkjast svissneskum osti, hefur Reykjanesbrautinni varla verið haldið við frá árinu 2008. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á um­ferðarþunga, m.a. við Set­berg í Hafnar­f­irði, þar sem umferðin nálg­ast nú óðfluga um­ferðar­magn í Ártúns­brekku, gengur hvorki né rekur hvað varðar tvöföldun brautarinnar […]

Mánudagur 18.12 2017 - 07:54

RÚV – endalausar neikvæðar furðufréttir

Sjónvarpsfréttirnar á RÚV í gær voru einu sinni sem oftar eins konar blanda af allskyns furðulegum og neikvæðum félagsmálafréttum um hversu gríðarlega voðalega vond stjórnvöld væru við alla Íslendinga sem eiga um sárt að binda og mikilli mannvonsku okkar í garð útlendinga. Í einu skiptin sem fréttastofa RÚV er að standa sig er þegar við […]

Föstudagur 08.12 2017 - 19:48

Auðmýking Litla-Bretlands

Auðmýking Litla-Bretlands er mikil – ef ekki algjör – ef marka má fréttir dagsins. Þetta er virkilega í fyrsta skipti sem ég er algjörlega sammála Nigel Farage, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokks Litla-Bretlands. Auðmýkingin á eftir að aukast eftir að hið raunverulega BREXIT virkilega hefst, en fyrstu áhrifin má sjá á flótta fjármálafyrirtækja úr City of London […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is