Miðvikudagur 20.12.2017 - 12:41 - 5 ummæli

Hafnarfjörður: Umferðaröngþveiti 5 klukkustundir á dag

Á sama tíma og borað er í fjöll á landsbyggðinni, svo hún er farin að líkjast svissneskum osti, hefur Reykjanesbrautinni varla verið haldið við frá árinu 2008. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á um­ferðarþunga, m.a. við Set­berg í Hafnar­f­irði, þar sem umferðin nálg­ast nú óðfluga um­ferðar­magn í Ártúns­brekku, gengur hvorki né rekur hvað varðar tvöföldun brautarinnar frá álverinu. Við Set­berg reyna samgönguráðherra og vegamálastjóri sameiginlega að troða 50 þúsund ökutækjum á sólarhring í gegnum eitt lítið hring­torg með tveim­ur ak­rein­um. Umferðin á „hraðbrautinni“ til Keflavíkurflugvallar, Grindavíkur, Voga Reykjanesbæjar, Sandgerðis og í Garðinn nálgast 20 þúsund ökutæki á dag.
Íbú­ar í Hafnarfirði hafa fyrir löngu gefist upp á flöskuhálsinum, sem hring­torgið svo sannarlega er, og aka til vinnu sinnar í gegnum íbúðahverfi bæjarins með tilheyrandi óþægindum og slysahættu. Íbúar á Suðurnesjum hafa ekkert val nema umferðaröngþveitið í nágrannasveitarfélaginu. Algjört neyðarástand ríkir margar klukkustundir á dag bæði við gatnamótin hjá Kaplakrika og við gatnamót við gatnamót Reykjavíkurvegar, Álfta­nes­vegar, Fjarðarhrauns og Hafnarfjarðarvegar, sem er neyðarástand er á sér reyndaar a.m.k. 40 ára sögu. Allar töl­ur yfir slysatíðni og um­ferðarþunga sýna glöggt að þessi gatnamót eru öll löngu sprung­in eins og reyndar á öllu höfuðborgarsvæðinu og víða úti á landi.
Tölfræðin í nýlegri skýrslu sýnir okkur að á 3,5 kíló­metra vegakafla frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi eru árlega rúm­lega 100 slys, sem þýðir að um 28 slys eiga sér þar stað á hverjum kíló­metra. Væntanlega lagast þetta ástand eitthvað nú þegar nýju mislægu gatnamótin við Krýsuvíkurveg eru komin í notkun. Þrátt fyrir hægfara framfarir er ljóst að vandamálið er stærra og að finna þarf á því strax heildstæða lausn á. Vandamálið nær í raun frá einfalda kaflanum við álverið í Straumsvík alla leið að gatnamótum Hafnarfjarðar- og Álftanesvegar. Sveitastjórnir á Suðurnesjunum og í Hafnarfirði verða sameiginlega að þrýsta á fjárveitingarvaldið að leysa þessa vandamál á næstu tveimur árum eða svo.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Það þýðir ekkert að byggja fleiri umferðarmannvirki. þau fyllast bara af bílum…

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Það þýðir heldur ekki að byggja hús, þau fyllast bara af fólki.

  Matvælaframleiðsla hefur engan tilgang, fólk borðar þetta allt saman og heimtar meira.

  Sjúkrahúsin fyllast einnig öll af veiku fólki og það sama gildir um elliheimilin…

 • Ásmundur

  Núverandi ríkisstjórn hafnar auknum tekjuleiðum fyrir ríkið. Þar af leiðandi verða samgöngubætur að mestu að sitja á hakanum út þetta kjörtímabil.

  Synd að nota ekki góðærð til að hækka skatta á fólk og fyrirtæki eins og gert er alls staðar þegar vel árar þar sem hagstjórn er í góðu lagi lagi. Skatta á auðmenn og tekjuháa má hækka mikið.

  Fyrir bragðið verður skellurinn meiri þegar hagsveiflast fer niður á við og skattahækkanir óumflýjanlegar þegar skattalækkanir ættu að eiga sér stað.

  Allir innviðir eru í svelti og engin undankomuleið sýnileg. með þessari ríkistjórn. Vonandi verður hún ekki langllíf.

  Þá er hægt að gera sér vonir um að við taki ríkisstjórn sem nýtir þá tekjumöguleika sem til staðar eru til að reisa við innviðina meðan enn er góðæri. Ekki verður það gert í kreppu.

 • Sigurður

  Það þarf engar skattahækkanir.

  Tekjur ríkissjóðs hafa aldrei á lýðveldistímanum verið eins og nú.

  Bara ferðamaðurinn skilar hér tugum milljarða árlega sem voru ekki í neinum tekjuáætlunum fyrir örfáum árum síðan.

  Nær væri að menn spyrðu hvert fara eiginlega allir þessir fjármunir?

  Þarf kannski að fara að fækka aðeins á jötunni?

 • Jón Halldór Gunnarsson

  Hafnfirðingar geta sjálfir sér um kennt með því að þrengja of mikið að vegstæðinu með Byggingum. Alltaf verið að tala um ofanbyggða veg sem kemur aldrey. Þeir hafa hafnað öllum góðum tillögum um umbætur á veginum í gegnum Hafnarfjörð eins og Garðbæingar. Þeir verða bara að taka strætó?? Að hætti reiðhjóla Hjálmars í Reykjavíkinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is