Mánudagur 18.12.2017 - 07:54 - 9 ummæli

RÚV – endalausar neikvæðar furðufréttir

Sjónvarpsfréttirnar á RÚV í gær voru einu sinni sem oftar eins konar blanda af allskyns furðulegum og neikvæðum félagsmálafréttum um hversu gríðarlega voðalega vond stjórnvöld væru við alla Íslendinga sem eiga um sárt að binda og mikilli mannvonsku okkar í garð útlendinga. Í einu skiptin sem fréttastofa RÚV er að standa sig er þegar við fáum almennilegt eldgos líkt og t.a.m. við Holuhrun, þá fara þeir hamförum. Við þurfum nýjan fréttastjóra á RÚV eða leggja stofnunina hreinlega niður, enda fréttir það eina sem stór hluti þjóðarinna sækir til þessa fjölmiðils.

Við – ég sjálfur ekki undanskilinn – erum orðin þjóð sem sjáum bara það neikvæða en aldrei það jákvæða og þurfum að fara að koma okkur upp úr þeim hjólförum. Við verðum þó að halda áfram málefnalegri gagnrýni bæði á áralangt og endalaust verkleysi stjórnvalda og sjálftökuna, skattsvikin og græðgisvæðinguna allt í kringum okkur. Þegar horft er til nýrra fjárlaga er í raun ekki að sjá að ný ríkisstjórn sé að standa við stóru orðin, sem gefin voru í kosningabaráttunni og því þurfa almenningur og fjölmiðlar að sýna ríkisstjórninni gott aðhald næstu fjögur árin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Þessu er ég mjög sammála.

  Fagleg yfirstjórn á fréttastofunni er greinilega í molum.

  Mér finnst merkilegt hvað lítið er talað um þetta því þetta er ekki boðlegt.

 • Ásmundur

  Fréttastofa RÚV á að sjálfsögðu að greina frá því sem miður fer í samfélaginu, annars væri hún lítils virði. Að leggja hana niður og afhenda þannig fyrirtækjum í eigu auðmanna allan fréttaflutning væri að sjálfsögðu mikið glapræði.

  Ef ekki væri fyrir samkeppni frá RÚV væru fréttir annarra fjölmiðla miklu ómerkilegri en þær eru. Fréttastofa RÚV heldur þeim við efnið. Vegna þess að fréttastofa RÚV er að standa sig nýtur hún langmests trausts allra fjölmiðla auk Stundarinnar og Kjarnans..

  Stuðningsmönnum sérhagsmunahópanna er auðvitað í nöp við vandaðan fréttaflutning vegna þess að hann vinnur gegn þeim hagsmunum sem þeir eru að verja.

  .

 • Orri Ólafur Magnússon

  „og því þurfa almenningur og fjölmiðlar að sýna ríkisstjórninni gott aðhald …“ Satt segirði; Guðbjörn; tími til kominn að „das gesunde Volksempfinden“ fái aftur að njóta sín eftir langt hlé .

 • RÚV er málpípa vinstri manna og hefur verið það lengi. Hlutleysi þeirra felst í því að það sé jafnmargir VG og Samfylkingarmenn boðnir í viðtöl sem álitsgjafar.

 • Ítreksjóð

  Máski það sé tilviljun en mér þykir meira um slík efnistök þegar fréttakona sú sem lagði sig í líma við að spyrða Robert Spencer við Breivik flytur fréttir.
  Hún er sem steinrunnin af vanþóknun er hún flytur fréttir af svokölluðum öfga- og poppúlistaflokkum en brosvipra færist um fölan vanga þegar eitthvað múltíkúltí ber á góma. Einnig tók ég eftir að slíkar ekkifréttir lágu að miklu leiti niðri í sumar hjá stöð tvö en þegar viss fréttakona með erlendu nafni mætti aftur galvösk til starfa þá var aftur gefið í, má vera að henni renni blóðið til skyldunnar

 • Orri Ólafur Magnússon

  Ítreksjóð : „þegar viss fréttakona með erlendu nafni …“ Þetta heitir á íslensku að fara í manninn ( latína : „argumentum ad hominem“ ) og á ekkert skylt við röksemdafærslu. Ég tek það fram að ég horfi svo til aldrei á sjónvarp, hvorki rúv né aðrar stöðvar, og þekki ekki þessa konu einu sinni af afspurn.

 • Sigurjón

  Já, mikið er ég sammála! Vantar jákvæðar fréttir eins og Magnús Hlynur var er vanur að flytja. Svo mætti RÚV fjalla meira um fréttir frá mismunandi speglum samfélagsins. Of mikið um einhliða umfjöllun á fréttastofunni. Yfirleitt eru tvær hliðar á hverju máli ef ekki fleiri. Með því að velja bara viðmælendur sem tilheyra annarri hliðinni þá er eins og RÚV taki afstöðu. Væri allt í lagi að Rúv tæki afstöðu en þá ekki sem opinber stofnun.

 • Þakka þér pistilinn, Guðbjörn.
  Hin rammhlutdræga, vinstrsinnaða og andgyðinglega Ekkifréttastofa Rúv breytist ekki í áreiðanlega fréttastofu nema náttúruhamfarir ríði yfir, snjóbyljir, jarðskjálftar og eldgos.

  Og Orri minn Ólafur, þú fylgdist ekki með, en það gerði Ítreks-jóðið takk bærilega. Fréttastofa Stöðvar 2 er líka undir stjórn Samfylkingar-frambjóðanda (til formennsku!).

  Jafnvel fréttamennsku Moggans er ekki lengur fyllilega treystandi í þessum brjóstumkennanlega meðvirkni-vindgangi vinstrimennskunnar.

 • Það væri innlegg í áramótaskaup ef Bogi flytti jákvæðar fréttir af Trump eða væri hann væri brosandi glaður yfir fregnum um hvað gengur vel hjá Bretum eftir Birtexit

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is