Þriðjudagur 05.12.2017 - 06:30 - 3 ummæli

Pólitískar ráðningar, Klíkuráðningar eða frændhygli

Ég veit ekki hvað er ógeðfelldast; klíkuráðningar starfsbræðra á vinum sínum eins og þegar kardínálar kjósa sér nýjan Páfa, pólitískar ráðningar dómara eða ráðuneytisstjóra líkt og þegar óhæfu fólki var sópað inn í stjórnsýsluna úr Eimreiðahópnum eða skipanir á grundvelli frændhygli er tengjast t.a.m. fyrrverandi forsætisráðherra, t.d. þegar sonur „aðal“ var skipaður í Héraðsdóm Norðurlands (dómarastaða), frænka „aðal“ skipuð í Landsrétt eða frændi „aðal“ í stöðu dómara við Hæstarétt. Flestum bitastæðum opinberum stöðum – upp úr og niður úr í stjórnkerfinu – er meira og minna ráðstafað til fólks, sem kemur inn „bakdyramegin“ í skjóli stjórnmála, frændsemi eða klíkuskapar. Traust þarf að ávinna sér og það snýst um heilindi fólks.

Val dómara verður ávalt umdeilt mál og það á við víðar en hér á Íslandi. Það hljóta hins vegar að vera til aðrar og betri aðferðir, sem skapa aðeins meiri sátt en þær sem okkur hefur auðnast að finna. Þjóðin öll, ný ríkisstjórn, Alþingi og nú nýlega einnig Dómarafélag Íslands, talar um að skapa þurfi sátt og vinnufrið á Alþingi og að auka virðingu löggjafarvaldsins, dómsvalds og framkvæmdarvalds. Satt er það, en þá þurfum við öll að snúa frá einkavinavæðingarkúltúr okkar (Borgun o.fl.), mútum til stjórnmálaflokka og skipunum óverðugra kandídata í opinber embætti. Traustið kemur þegar við förum að byggja skipanir embættismanna og dómara á verðleikum fólks og selja eignir ríkisins í gagnsæju ferli á raunvirði. Það er ekki lengur hægt að sópa öllu undir teppið eins og í gamla daga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Sæll Guðbjörn. Oft þykir mér gaman að lesa pistlana þína. Ekki alltaf.
  Þessi pistill þarfnast útsýringa. Í fyrsta lagi þetta „aðal“ tískuorð. Þú sem sé vilt meina að ættingjar „aðal“ megi ekki eiga sér neinn frama í ísenskum sjórnmálum? Tökum dæmi. Ef þú værir Óperustjóri þá mætti enginn ættingi þinn stíga á svið í því Óperuhúsi, því það væri bara „spilling“ og „aðal“ frændhygli. Annað. Gaman þætti mér að fá nákvæma útskýringu þina á „einkavinakúltúr“ í Borgunar sölunni. Meðalgreindur maður eins og þú hlítur að eiga góða útlistun á því máli. Eða hvað?

 • Ragnhildur H.

  Eiginlega alveg sammála siðasta ræðumanni og finnst eiginlega ótrúlegt þegar þú eða aðrir koma með þessi mál alveg á útopnu ,,,Hvar ætlið þið i okkar fámenni að fá fólk sem ekki er skyllt einhverjum ráðamanninu og þekkir til og veit allt mögulegt .? ..Annað mál er að þeir sem eru settir i störfin mega ekki bregðast þvi tausti að haga ser samkvæmt reglum ,,og geta tekið hlutlaust á málunum hver sem þau eru fyrir hverja sem þau eru ….og það er eg hræddari um að bregðist meira heldur en þeir sem skipa i embættin bregðist ..Þetta er að verða leyðinda klisja þessi frændhyglis og kliku vinavæðing …það verður bara að treysta fólki ,,,,,,,,,,þangað til að búið er að flytja inn svo marga hælisleitendur að þeir geti tekið að ser ráð og stjórnir …verði þer að góðu !

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Magnús:

  Sennilega er það skoðun þín að lögfræðigáfur liggi aðallega í ættum í kringum „aðal“ og séu svo gríðarlegar að eðlilegt sé að 3 af þessum 65 dómurum – eða hvað þeir eru nú margir í augnablikinu – komi úr sömu fjölskyldu. Ég deili bara ekki þessari skoðun.

  Ef þú skoðar skipun dómara, sýslumanna o.s.frv. undanfarin 50 ár og sömuleiðis efsta lag embættismanna, þá sérðu að þarna eru alltaf sömu fjölskyldurnar á ferðinni. Þegar talað var um að nokkrar fjölskyldur ættu Ísland í gamla daga vorum við að tala um auðævi, en hér erum við að hæfi til að verða dómari.

  Auðævi erfast og söngraddir gera það reyndar líka. En að halda því fram að af 65 dómurum sé það tóm tilviljun að systkyni og skyldmenni „aðal“ séu dómarar í Landsrétti og Hæstarétti og að nepótismi hafi ekkert með það að gera að sonur „aðal“ sitji í Héraðsdómi er bara eitthvað sem ég persónulega kaupi ekki.

  Ég hvet ykkur Magnús og Ragnhildur til að skoða mynd af Eimreiðarhópnum og sjá hvernig þetta fólk hreiðraði um sig í stjórnsýslunni og reyndar víðar. Þetta var engin tilviljun. Frændhyglis- og klíkuvæðing er og var staðreynd í okkar þjóðfélagi og lítið sem ekkert hefur verið gert til að stöðva þessa þróun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is