Laugardagur 02.12.2017 - 11:05 - Rita ummæli

#MeToo hreyfingin og fitufordómar

Nú hljóta fitubollur eins og ég að vilja útvíkka þetta hugtak „mee too“ yfir á okkur digra fólkið og ég sé fyrir mér að mun fleiri „digurbarkar“ fái að fjúka þar sem þeir vinna, hvort sem þeir eru almennir starfsmenn eða einhverjir stjórar.

Fitufordómar eru mjög almennir og áreitnin alltumlykjandi bæði í formi brandara og rætinna athugasemda og er þetta athæfi alþekkt meðal módela, innan leikhúsa, kvikmynda, tískuvöruverslana og víðast hvar á vinnumarkaði.

Núverandi og fyrrverandi fitubollum er því ekkert að vanbúnaði að stíga fram og nefna þá tugi þúsunda Íslendinga (stór hluti þjóðarinnar), sem stunda þennan leik og gjörsamlega rústa mannorði þeirra í eitt skipti fyrir öll

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is