Föstudagur 10.11.2017 - 07:40 - 3 ummæli

Ný ríkisstjórn og Víkingahúsdýragarðurinn þeirra

Auðvitað verður fyrsta verk nýrrar bænda- og útgerðarmannaríkisstjórnar Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks að byggja nýjar fjárréttir við þjóðveginn, endurnýja fjárhús og fjós íslenskra kotbænda og byggja ný sláturhús í öllum landsfjórðungum, fjölga síðan til muna rollum og beljum í landinu og auka niðurgreiðslur til bænda svo um munar.

Skattar á útgerðina lækka en minna verður um byggingu nýs sjúkrahúss, nýrra íbúða fyrir unga fólkið eða að peningar verði settir í nýtt sjúkrahús, vegakerfið eða menntun og rannsóknir, því þessir flokkar elska agnarsmá landnámshænsni, smáar landnámsgeitur, íslenska hunda, litlar og krúttlegar landnámsbeljur auk landnámsrollna. Landbúnaður hér er einn risastór víkingahúsdýragarður en ekki alvöru búskapur.

Landnámsþjóðin fær afturhaldskommatitta ríkisstjórnina, sem hún kaus yfir sig og þá þjóðlegu ríkisstjórnarstefnu sem þessir stjórnmálaflokkar vilja, sem er afturhvarf til Íslands eins og það var á 19. og fyrri hluta 20. aldarinnar og skulum við allavega vona að vistarbandið verði ekki endurvakið og togararnir hverfi ekki í stað áttræringa og handfæra.

Einkennilegt nokk er Sjálfstæðisflokknum, VG og Framsókn hins vegar ekki sérstaklega hlýtt til afkomenda landnámsmannana.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Kristinn J

  Nákvæmlega rétt svona

  „Auðvitað verður fyrsta verk nýrrar bænda- og útgerðarmannaríkisstjórnar Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks að byggja nýjar fjárréttir við þjóðveginn, endurnýja fjárhús og fjós íslenskra kotbænda og byggja ný sláturhús í öllum landsfjórðungum, fjölga síðan til muna rollum og beljum í landinu og auka niðurgreiðslur til bænda svo um munar“.

 • Brynjúlfur Óli Valsson

  Voðaleg svartsýni er þetta í þér Guðbjörn um framtíð Íslands þó svo að ESB-flokkarnir komist ekki í stjórn.

  ESB er ekki upphaf né endir alls. Hvað með allar þjóðir heimsins sem ekki eru í ESB? Eru þetta stöðnuð lönd? – Nei.

  Ísland er í úrvalsflokkki á heimsvísu þrátt fyrir að vera ekki í ESB.

  Vitna hér í Pál Vilhjálmsson, blaðamann:
  „Öfgakennd stefnuskrá Samfylkingar og Pírata, t.d. um ESB-kosningar og atlögu að stjórnarskránni, myndi leiða til átaka í samfélaginu ef þessir flokkar kæmust í ríkisstjórn. Viðreisn myndi ekki lægja ófriðarbálið heldur auka það.

  Sameiginlegt þessum þrem flokkum er að þeir boða þá stefnu að Ísland virki ekki, að gera þurfi róttæka breytingar á stjórnskipun okkar og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Greiningin er röng í grundvallaratriðum.

  Í öllum aðalatriðum virkar Ísland. Á alþjóðlega mælikvarða um hagsæld og velferð, jafnrétti og öryggi, er Ísland í úrvalsflokki.“

 • sæmundur

  Guðbjörn Hvaða ríki í evrópu niðurgreiða ekki landbúnað ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is