Þriðjudagur 07.11.2017 - 07:08 - 8 ummæli

Framsókn: Bættir innviðir fyrir rolluna

Ég hef góðar heimildir fyrir því að Framsóknarflokkurinn vilji ekki samstarf við Viðreisn vegna þess hvernig við komum fram við rollurnar þeirra varðandi niðurgreiðslur og við hið heilaga útflutningsbóta-kjötfjall, sem færa átti til Bandaríkjanna á kostnað skattgreiðenda.

Hér kemst sem sagt einungis ríkisstjórn á koppinn nema að rollurnar fá nægilega margar trilljónir og að útflutningsbætur flæði og markaðssetningu erlendis; skítt og lagó með aldraða, öryrkja, sjúkrahúsuppbyggingu, menntamál, vegasamgöngur og annan bölvaðan lúxus.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Sæmundur

  Hvaða ríki í EES og Evrópu styrkja ekki landbúnað með einum eða öðrum hætti

 • Rafn Guðmundsson

  rétt Guðbjörn – landbúnaður númer 1 og skítt í aðra hluti

 • Jens Jónsson

  Ertu kominn í flokkinn sem vill skera niður í landbúnaðarkerfinu vegna kjötfjalls sem enginn finnur allavega vissi Þorsteinn Víglundsson ekki hvar það er að finna í morgun

 • Brynjúlfur Óli Valsson

  Og hvers vegna eru landbúnaðarvörur ódýrari í ESB-löndunum?

  a. Þær eru niðurgreiddar úr sjóðum ESB.
  b. Landbúnaðarverkafólki eru greidd lágmarkslaun og þar undir.
  c. Um verksmiðjubúskap er að ræða í miklu magni.
  d. Stærðarhagkvæmni markaðarins í ESB-löndunum.
  e. samkeppni er meiri.

  Sennilega er svarið við spurningunni hér að ofan allir þessir liðir.

  Við vitum að laun víða í Evrópu eru töluvert lægri en hér á landi.

  Við vitum líka að ESB-greiðir landbúnaðarstyrki úr sameiginlegum sjóðum aðildarríkja sinna (lesist peningar skattborgara þessara ríkja).

  Við vitum einnig að matvælaframleiðsla í ESB-löndunum er verksmiðjuvæddur þar sem að áhersla er lögð á hagkvæmni og meira framleitt magn (lægri einingarkostnað), en ekki endilega dýravernd eða gæði.

  Við vitum líka að stór markaður og mikið framboð þýðir lægra verð þannig að stærðarhagkvæmni markaðarins ýtir verði niður.

  Við vitum líka að auðvelt er að keyra á milli landa inn ESB-álfunnar og versla ódýrara inn í næsta landi – (verð á landbúnaðarvörum er t.d. töluvert lægra í Þýskalandi en í Danmörku, en þó lægra í Danmörku en í Svíþjóð).

  En eitt ættum þó öll að vita, og það er að; ef að einhver græðir, þá er einhver annar að tapa……….

 • Siggi Jóns

  Íslenskir rollurassadýrkendur eru furðu fáfróðir um landbúnað.
  Sauðfjárrækt er í miklum minnihluta sem hlutfall af landbúnaði Í flestum löndum heims.

 • Guðbrandur

  Í fyrsta lagi þá er stuðningur við íslenskan landbúnað sá hæsti í heimi, og sennilega sá eini þar sem helmingurinn er framleiðslutengdur(sauðfé). Munurinn er svo mikill að það að tala um að stuðningur tíðkist allstaðar er eins og að bera saman microsoft og tæknihornið. Þrátt fyrir það, þá eru gríðarlega margir bændur sem lepja dauðann úr skel og neytendur þurfa að búa við hæsta matvælaverð í heimi.

  í öðru lagi þá sjáum við dæmi um að hægt er að reka landbúnað því sem næst án stuðnings eins og t.d. sauðfjárrækt á Nýja Sjálandi er vitni um.

  Í alvöru talað, þá er núverandi ástand gróf aðför að bændum, neytendum og skattborgurum þessa lands og það er skelfilegt pólitískt glapræði að breyta ekki núverandi fyrirkomulagi.

 • Guðbrandur

  Stóra myndin er að bú eru alltof lítil á Íslandi til að geta verið arðbær. Meðalsauðfjárbú á Nýja Sjálandi er í kringum 1300 hausar en í kringum 200 á Íslandi. Þetta gerir það líka að verkum að samkeppnisstaða meðalbónda gagnvart úrvinnslu og milliliðum er enginn og möguleikar á beinni sölu eru illa á færi eins eða fárra bænda, nokkuð sem ætti að vera vel mögulegt með aðalmarkaðinn á einum stað.

  Menn hafa notað hugtökin fjölskyldubú og verksmiðjubú til að bera saman sauðfjárbúskap á Íslandi og Nýja Sjálandi en slík orðanotkun hefur enga þýðingu. Sauðfé á Nýja Sjálandi er sennilega minna innanhúss en á Íslandi og lyfjanotkun er mjög lítil.

  Fjárlög 2016 sýna rúma 5 milljarða í greiðslur til sauðfjárbænda. Þessar greiðslur eru þær hæstu sem gerast í heiminum. Heildargreiðslur ársins eru á fjórtánda milljarð og ef tollaverndin er tekin með í dæmið þá er kostnaður íslendinga af núverandi fyrirkomulagi yfir tuttugu milljarðar á ári. Það er helmingur rekstrarkostnaðar Landspítalans svo dæmi sé tekið.

  Undanfarin ár og á komandi árum er gott tækifæri til að auka stærðir búa og hagkvæmni án þess að það þurfi að vera sérstaklega sársaukafullt, þar sem aldur bænda er orðinn hár og nýliðun lítil. Mér finnst að það ætti að nota það tækifæri.

  Ætli það séu ekki ca 400 þúsund kindahausar á íslandi í dag. m.v. 1500 að meðaltali á býli þá erum við að tala um kannski 270 býli. Algjörlega yfirdrifið fyrir svona örþjóð. Þetta myndi þýða fyrir utan að spara skattfé, að hægt væri að lækka verð og auka sölu.

  Vissulega er offramleiðsla vandamálið í dag. Það þarf að breyta skipulaginu þannig að dragi úr framleiðslu við fráfall núverandi framleiðenda. Það væri svona fyrsta vers. Samhliða fækkun þá þyrfti að stækka búin. Þetta mætti kannski gera með því að leyfi til framleiðslu gengi til ríkisins við fráfall bónda. Síðan yrði þessu úthlutað til annarra gegn lækkun eða afnáms framleiðslustyrkja.

  Á vissan hátt er kerfið í dag með bændur í fjötrum. Mér dettur í hug sjávarútvegurinn en með honum þurfti að greiða lengstum með tilheyrandi verðbólgu og kostnaði fyrir almenning. Með tilkomu kvótakerfisins (án þess að ég ætli að ræða það sérstaklega) þá fóru útgerðir í að sérhæfa sig og stækka. Áður fyrr var grundvöllur reksturs sjávarútvegsfyrirtækja sá að hafa þrautsegju á göngum sjávarútvegsráðuneytisins og fá gengið reglulega fellt.

  Ég elska íslenskt lambakjöt og íslenska bændur en manni finnst stundum að helsta úrræðið sem íslenskir bændur hafa sé að toga í pólitíska spotta. Frekar leiðinlegt og óska ég íslenskum bændum meiri reisnar.

 • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

  Guðbjörn minn. Getur verið að tollverðirnir tapi spón úr aski sínum, ef pennsillín/hormónakjötið eftirlits-brenglaða innan þjóðanna stjórnlausu innan og utan EES-pappírs myllukvarnarinnar tikkar rétt eða klikkar?

  Hagsmunir eru ekki skrásettir rétt hjá öllum valdastéttum á Íslandi?

  Og alls ekki þegar kemur að ráðningarsamningum á kostnað ríkisins burðardýrs sviknum skattaþrælum?

  Gangi þér og þínum og okkur öllum annars sem best í stéttskiptu og löglausu Íslandi, Guðbjörn.

  M.b.kv.
  Anna

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is