Föstudagur 03.11.2017 - 07:48 - 5 ummæli

Stjórnarskrárbreytingar í ríkistjórnarsáttmála

Að mínu mati ætti ný ríkisstjórn að minnsta kosti að geta sæst á ákveðnar breytingar á stjórnarskránni núna, þegar ljóst ert meirihluti á Alþingi er fyrir þeim. Framsókn var ekki algjörlega þversum í því máli líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, þótt þeir vilji kannski ekki ganga alla leið.
Þá ætti þessi ríkisstjórn að geta ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á innviðum, sem Sjálfstæðisflokkurinn stöðvaði að mestu fyrir hrun og legið hafa niðri í 12-14 ár. Þarna á ég t.a.m. við ýmsar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Aust- og Vestfjörðum og Norðausturlandi.
Einhverjar hófsamar hækkanir þarf að gera á elli- og örorkulífeyri, stíga fyrstu skrefin í átt að uppbyggingu Landspítalans og marka leiðina að gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn. ESB-málin er allt í lagi að láta bíða þar til fleiri landsmenn kjósa að ljúka þessum viðræðum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Kannski væri ráðlegt að byrja að fara eftir stjórnarskránni og þá gæti jafnvel komið í ljós að hún þarfnist engra sérstakra breytinga. Á hinn bóginn mætti gjarnan bæta við ákvæðum um beint lýðræði svo sem að ákveðinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin málefni.

 • Þú talar hér eins og véfrétt, Guðbjörn, segir að ríkisstjórn ÆTTI að minnsta kosti að geta sætzt á ákveðnar breytingar á stjórnarskránni, en nefnir þó ekkert, hvað þú átt við! Geturðu ekki skýrt mál þitt betur? Um hvaða breytingar ertu að tala?

  En það er eitt sem víst er, að stjórnarskrárbreytingar að ósk ESB-sinna eru EKKI og verða aldrei tímabærar, svo sem eins og þær tvær greinar (111 og 67) sem „stjórnlagaráðið“ ólögmæta lagði til, annars vegar til að auðvelda billega og snögga innlimun Íslands í Evrópusambandið og hins vegar til að koma í veg fyrir að þjóðin fengi leyfi til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr því stórveldi, ef við hefðum farið þangað inn!

  Farðu nú að endurskoða þessar óþjóðræknu „Viðreisnar“-hugmyndir þínar!

 • Bágt áttu með svara mér Guðbjörn Guðbjörns!
  Get eg, að þetta þér reynist þá alveg um megn: http://www.bjorn.is/dagbok/katrin-bodar-esb-stjorn-undir-forsaeti-vg
  Naumast þú þolir það sterka og snjalla stuð Björns!
  Nú er þinn tími að reynast landinu gegn!

 • Gleymdi alveg höfuðstaf í 4. línu!!

  Strákur! þín skylda’ er að reynast landinu gegn!

 • Eða svona:
  Bágt áttu með að svara mér, Guðbjörn Guðbjörns!
  Get eg, að þetta þér reynist þá alveg um megn: http://www.bjorn.is/dagbok/katrin-bodar-esb-stjorn-undir-forsaeti-vg
  Naumast þú þolir það nístandi snjalla stuð Björns!
  Nú er þinn tími að reynast landinu gegn!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is