Sunnudagur 29.10.2017 - 09:29 - 3 ummæli

Selja stjórnmálamenn skrattanum sál sína?

Hafi verið erfitt að mynda ríkisstjórn fyrir ári síðan, er það að mínu mati nær ógjörningur núna. Ég sé t.a.m. ekki hvernig nokkur flokkur nema Miðflokkurinn hafi áhuga á að gefa hlutabréf í Arion banka. Eða að sumir stjórnmálaflokkar samþykki mörg hundruð milljarða kosningaloforð Samfylkingarinnar, VG og Flokks fólksins. Hvað þá að fullkomin stöðnun Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sé aðlaðandi fyrir umbótasinna innan vinstri flokkanna og á miðjunni.

Líklega hafa heldur ekki nógu margir flokkar áhuga á að fara aftur í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, til hægt sé að mynda starfhæfa ríkisstjórn, en þurfi síðan að horfa upp á hrun flokka sinna í næstu kosningum. Kannski verður minnihlutaríkisstjórn skipuð til bráðabirgða. Líklegast væri best að kjósa aftur næsta vor, þar sem að niðurstöður þessara kosninga hafa úthlutað þjóðinni Alþingi sem vegna samsetningar sinnar er ókleift að stjórna landinu nema að allir stjórnmálaflokkar selji skrattanum sálu sína.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Lýðræðið er vandræðafyrirkomulag. Fólkið í landinu það er kjósendur eru það grunnfærir, að þeir kunna ekki með kosningaréttinn að fara og úrslitin í þingkosningunum sanna það. Við í Viðreisn erum reiðubúin til þess að gefa þjóðinni annað tækifæri eftir svo sem eitt ár. Ef þjóðin er þá við sama heygarðshornið er ekkert annað í stöðunni en að breyta skipulaginu. Lýðræðið er hvort sem er alltaf til vandræða.

 • Þórhallur Kristjánsson

  Bjarni hefur líka talað um að losa eignahald á bönkunum á sama hátt og Sigmundur. Ég get ekki séð að það verði svo flókið að mynda nýja ríkisstjórn.

  http://www.visir.is/g/2015151029373

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  GSS: Það er ekkert lýðræði í landinu á meðan landsbyggðin hefur allt að tvöfaldan atkvæðisrétt á við t.a.m. Suðvesturkjördæmi.

  Þetta skekkir myndina og veikir stjórnmálaflokka, sem njóta trausts í Reykjavík og í Kraganum, en styrkir „landsbyggðarflokkanna“.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is