Laugardagur 02.09.2017 - 07:43 - 4 ummæli

Íslandsmet: 23 nýir dómarar Sjálfstæðisflokksins

Ótrúlegt tækifæri hefur verið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að endurnýja dómarasveit sína á aðeins nokkrum mánuðum. Í fyrri hálfleik voru skipaðir 15 í Landsrétt og núna í þeim seinni 8 í Héraðsdóm, samtals 23 dómarar. Það er mjög mikilvægt fyrir valdaflokk, sem yfirleitt stjórnar landinu, að hafa töglin og hagldirnar á dóms- og framkvæmdavaldinu, sérstaklega þegar fylgið minnkar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur minna taumhald á löggjafarvaldinu.

Ekki er skrítið að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki í ESB, en líklegt er að eitthvað yrði sett út á slíka framkvæmd, sbr. ummæli Merkel um svipaða hluti og verið er gera hér nema þá í Póllandi og sætir framkvæmdin þar gríðarlegri gagnrýni um allan hinn vestræna heim. Sem betur er þó ekki beitt ofbeldi hér á landi, en útkoman er sú sama og í Tyrklandi, Venesúela eða öðrum frumstæðum gerræðisríkjum. Við þurfum nýja stjórnarskrá.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Ekki gleyma nýjasta eintakinu í Hæstarétti.

 • „… en líklegt er að eitthvað yrði sett út á slíka framkvæmd, sbr. ummæli Merkel um svipaða hluti og verið er gera hér nema þá í Póllandi og sætir framkvæmdin þar gríðarlegri gagnrýni um allan hinn vestræna heim.“.
  —————————-
  Það sem Pólland er að gera er annað – það að afnema sjálfstæði dómara, m.ö.o. með þeim hætti að pólit. vald getur rekið þá. Skipun dómara er ekki mikilvægasti þátturinn þegar kemur að sjálfstæði dómstóla, enda eru skipanir dómara mjög víða hápólitískar – sbr. í Bandaríkjunum. Ég stórfellt efa að Ísl. sé eina Evr. landið þar með talið innan samhengis svokallaðs 4-frelsis, þ.s. pólit. vald skipar dómara. Ég er ekki að segja að — það væri ekki heppilegt, að hafa annan hátt á skipun dómara en viðhafður er hérlendis. Dómstólar væru sjálfstæðari – óháðari, ef skipun dómara væri ópólitísk. Hinn bóginn – meðan að skipaðir dómarar eru ekki -rekanlegir- af pólitísku valdi; þá getur pólit. vald eftir að hafa ráðið dómara – alls ekki verið öruggt um það að dómari fylgi síðar meir þess vilja. Meina ertu að halda því fram að einn af þessum dómurum mundi undir engum kringumstæðum dæma Sjálfstæðismann? Það þarf alls ekki að vera, þ.s. meðan dómarar eru ekki -rekanlegir- þá frá og með ráðningu, þurfa þeir ekki að taka þaðan í frá hið minnsta tillit til þess er réð viðkomandi!
  **Það sé lykilatriðið að dómarar séu ekki rekanlegir af pólit. valdi.
  **Þ.e. breytingin sem er verið að gera í Póllandi, nánar tiltekið.
  Þess vegna er Pólland svo gagnrýnt, því þegar pólit. ráðningar og pólit. vald til að reka dómara fer saman; þá er sjálfs. dómstóls að fullu afnumið.
  Þá tryggir hótunin um að vera rekinn það, að dómari hlýði!

 • Dómarar eru umboðslausir! Það þýðir, að eftir skipun þeirra er ekki hægt að víkja þeim úr embætti. Ekki er hægt að taka umboð af þeim, sem ekkert umboð hefur! Mér var sögð sú saga fyrir mannsaldri síðan, að dómsmálaráðherra (Óli Jóh.) notaði þá aðferð við skipunina, að kalla viðkomandi, tilvonandi dómara/sýslumann og látið hann skrifa undir afsagnarbréf, ódagsett, þar sem viðkomandi sagði af sér af heilbrigðisorsökum. Síðan var bréfið sett niður í skúffu og, ef ……..
  Sel ekki dýrara en ég keypti! Reyndar ekki fráleit hugmynd, en ekki beint siðferðisaukandi framgangsmáti!

 • Kristján Gunnarsson

  Að ekki er hægt að víkja dómurum úr embætti þýðir í raun bara að Frammar geta ekki sett dómara Sjalla af, og Sjallar geta ekki sett dómara Framma af.

  Svo hið augljósa sé staðhæft, þá er Ísland ættingja og kunningjasamfélag. Menn og konur eru skipaðar í embætti svo framarlega sem mögulegt er eftir sifja, kunningja og félagssamböndum. Þeir sem komast í embættin vita hverjir greiddu götu þeirra þangað. Dómarar komast ekki hjá því taka inn í dæmið hver áhrif verka þeirra geta haft á ættingja, vina og félagssambönd. Það er mannlegt eðli.

  Það er rétt hjá Guðbirni að kenna hina 23 nýbökuðu dómara við Sjálfsstæðisflokkinn. Það þýðir ekki að þeir muni alltaf dæma með Sjálfsstæðismönnum, en Sjálfstæðismenn vita hvar þeir hafa góða að ef því er að skipta.

  Að lokum er rétt að minna á hina velkunnu alþýðuspeki að góður lögmaður þekkir lögin, en betri lögmaður þekkir dómarann.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is