Föstudagur 18.08.2017 - 16:30 - 5 ummæli

Bændur, sjálfum sér verstir…

Fallegur ungur hrútur.

Fallegur ungur hrútur.

Á meðan á aðildarferli Evrópusambandsins og Íslands stóð sem hæst á árunum 2009-2013 fluttum við út til sambandsins um 1.850 tonn af lambakjöti tollalaust með tollkvótum. Áður en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn slitu viðræðum við sambandið  á ótrúlega dónalegan hátt voru hugmyndir um að Íslendingar gætu flutt út til ESB á sama hátt a.m.k. 4.000 tonn af lambakjöti tollalaust, en þetta var hluti af aðlögun að tollabandalagi ESB.

Forsíða Fréttablaðsins 11. maí 2011.

Forsíða Fréttablaðsins 11. maí 2011.

Íslenskir bændur átta sig því miður bara alls ekki á því hverjir eru vinir og óvinir þeirra, því ef Ísland væri fullgilt aðildarríki sambandsins gætum við auðveldlega losað okkur við allar okkar umframbirgðir af lambakjöti á matarborð þeirra 500 milljóna íbúa ESB, sem hreinlega elska íslenskt lambakjöt og það án þess að borga krónu í tolla. Íslenskir bændur eru nú varla það sem maður á þýsku kallar „bauernschlau“ eða „bóndaslóttugir“.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Orri Ólafur Magnússon

  Ég efast ekki um að þú hafir á réttu að standa í þessu máli sem öðrum, Guðbjörn. Á hinn bóginn megum við ekki gleyma því að megin vandamálið, það sem snýr að þjóðinni allri og landinu okkar, er ofbeitin á veikburða gróðri hálendisins og svokallaðra „almenninga“ . Ef aðild að EU leiðir til þess að sauðkindinni fjölgar um hundruði þúsunda og landeyðingin magnast upp úr öllu valdi vegna þess að bændur og kjötmangarar geta grætt einhver ósköpin öll á því að flytja út dilka í svanga Þjóðverja, er betra heima setið en af stað farið.

 • Mér er illa við að andmæla ágætum höfundi pistilsins.

  En fær það staðist skoðun að 500 milljónir Evrópumanna „elski“ íslenskt lambakjöt?

  Ég leyfi mér að efast um það – og tel hið minnsta að þessi staðhæfing þarfnist rökstuðnings.

  Hins vegar ættu Íslendingar að fara að dæmi Evrópusambandsins.

  Fyrsta skrefið gæti verið að borga íslenskum bændum fyrir að framleiða ekki lambakjöt.

  Þannig væri a.m.k. unnt að spara skattgreiðendum útflutningsbæturnar.

  Og þótt það sé að skoðun einnar konu og því persónuleg þá bæti ég við að mér finnst íslensk lambakjöt ekki gott. Það er þurrt, og af því er“bismag“ eins og sagt er hér í Danmörku.

  Þakkir og kveðja.

  Rósa G.G.

 • Ragnhildur H.

  það eru engir hættulegir bændum nema Hagar og kauðmammasamtökin sem útaf lidfinu vilja bændur burt og flytja allt inn kjöt og helst fisk lika ! Ef einhver Islendingur er svo skynisroppinn að halda að framleiðsla sauðfjarafurða se að setja Island á hliðin mæli eg eindregið með að þeir sömu skoði málin betur og með öðru hugarfari …Ofbeit i dag er heldur ekki vandamál á Islandi ,Ef að farið er að hlutunum með skynsemi sem löngu átti að vera komin inni þessa búgrein . ESB er heldur ekki lausn að fara selja þvi kjöt á 5 kr kilóið eða álika gáfulega upphæð !… Til að halda byggð i landinu og matarframleiðslu ma ekki landbunaður fara minkandi …Bara ein spurnig hvað á að gera við bændur og búalið og alla þá sem vinna i matvælaiðnaði ….. STUNDUM HELD EG AÐ FÓLK SE MEÐ SLÆMAN HÖFUÐVEKT af sjálfs sin þráhyggju og dellium …en af þvi að vera sjálf bóndi langann tima þá er mer algjörlega ljost hvað villa er nu vaðin og hamrað á jafnvel af Ráðherra em ekki veldur sinu embætti …

 • Ragnhildur H.

  afsakið nokkrar innsláttarvillur : sama

 • Kristinn J

  dýr verður rollan öll

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is