Föstudagur 30.06.2017 - 21:21 - 4 ummæli

Seðlabankastjóri og fávísir fréttamenn …

Yfirlýsing seðlabankastjóra um að verja skuli núverandi gengi krónunnar, er einhver stærsta frétt undanfarinna ára, þótt að venju átti sig fávísir íslenskir fjölmiðlamenn ekki á þeirri staðreynd. Sennilega eru yfirlýsingar seðlabankastjóra „of flóknar“ fyrir íslensia fréttamenn, líkt og yfirlýsingar gáfumannsins og stjórnsýslufræðingsins Emmanuel Macron virðast vera. Óskandi væri að a.m.k. RÚV hefði fagmönnum á að skipa, sem kunna að leggja réttu spurningarnar fyrir seðlabankastjóra og aðra við slíkar aðstæður.

Í raun er seðlabankastjóri að lýsa því yfir að gengi krónunnar sé í fullkomnu jafnvægi um þessar mundir – miðað við efnahagsástandið. Hann segir í raun að seðlabankastjóri muni nota digra varasjóði sína í gjaldeyri upp á 800 milljarða króna til að verja krónuna gegn allri spámennsku. Ég talaði við ungan starfsmann Tollstjóra fyrir nokkrum dögum, sem segist ekki hafa efni á að kaupa sér íbúð, en hann hafi í gegnum Landsbankann sett sína peninga í bandaríska sjóði til fjármögnunar, sem að hluta til séu settar áhættufjárfestingar. Hann sagðist núna hins vegar vera að kaupa krónur, því þar séu möguleikar á meiri hagnaði en í gegnum ameríska hlutabréfasjóði – bæði til lengri og skemmri tíma.

Nú hefur gjaldeyrishöftum verið aflétt og allir geta í kjölfarið leikið sér að krónunni – jafnvel bólugrafnir íslenskir unglingar – þótt visslega hafi verið settar ákveðnar frumstæðar leikreglur sem gera slíkt erfiðara. En þegar íslenskir krakkar – fæddir um 1990 – eru farnir að taka stöðu gegn krónunni, verður maður kannski að viðurkenna að hugsanlega hefur Maóistinn í Seðlabankanum á réttu að standa, því óneitanlega fær maður hroll eftir að hafa verið fórnalamb eilífrar óðaverðbólgu, kaupmáttarmissis og stökkbreytinga verðtryggðra lána vegna hruns krónunnar síðastliðin 90 ár.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Hversu mikill „kaupmáttarmissir“ hefur verið á Íslandi síðastliðin 5 ár? 10 ár? 25 ár?

  Enginn.

  Það sem gleymist nefnilega alltaf þegar verið er að kvarta yfir hækkun kostnaðar er að laun hafa hækkað miklu meira.

 • kristinn geir st, briem

  einmit að velta þessu sama fyrir mér seðlabankinn seigir eitt en gerir annað það er ekki til fyrirmyndar.

 • Sveinn Aðalsteinsson

  Þetta andvara eða öllu líklegra þekkingarleysi á hvernig íslenskir „fjármálaspekúlantar“ spila á gengi íslensku krónunnar, án þess að ábyrgar fréttastofur fjalli um er skelfileg sönnun á að íslendingar upp til hópa hafa sáralítið lært af ástæðum hrunsins 2008.

 • Ásmundur

  Að eyða gjaldeyri til að halda gengi krónunnar uppi þegar það er í hæstu hæðum er óverjandi nema viðskiptin gangi tilbaka á næstu dögum eða vikum. Þá er tilgangurinn að draga úr skammtímasveiflum.

  Gjaldeyrissjóðurinn þarf í raun að verða miklu stærri en hann er vegna langtíma gengissveiflna krónunnar. Það reynir fyrst á gjaldeyrissjóðinn þegar gengi krónunnar er orðið lágt og er á hraðri niðurleið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is