Sunnudagur 28.05.2017 - 11:27 - 1 ummæli

Chicago eða Seltjarnarnes – samanburður á launum

Chicago við Michiganvatn í Illinois-fylki.

Borgarstjórinn í Chicago við Michiganvatn í Illinois fylki í Bandaríkjunum þénar á ári um 216.000 bandarískra dollara eða um 21,5 milljónir íslenskra króna. Íbúar þar í borg eru 2,7 milljónir eða 8 sinnum fleiri en Íslendingar.

Bæjarstjórarnir í Kópavogi (33 þúsund íbúar) og Garðabæ (15 þúsund íbúar) og á Seltjarnarnesi (4 þúsund íbúar) þéna á bilin 23-27 milljónir á ári eða 4-5 milljónum meira en kollegi þeirra í milljónaborginni Chicago.

Eftir því sem ég las um á dögunum eru þetta reyndar bara svipuð laun og millistjórnendur í okkar risavöxnu alþjóðlegu bönkum hafa, en er ekki óhætt að segja að hér sé launaþróun hjá ákveðnum hópum algjörlega út úr korti miðað við umsýslu, ábyrgð og fjölda starfsmanna.

Hér er hægt að sjá laun allra starfsmanna Chicago-borgar á netinu, en laun rannsóknarlögreglumanns (lögregan er þar borgarstofnun) eru um helmingur launa borgarstjórans.

https://www.cityofchicago.org/city/en/depts/dhr/dataset/current_employeenamessalariesandpositiontitles.html

Hér eru laun borgarstjóra stærstu borga Þýsklands, sem liggja á bilinu 1 – 1,5 milljónir króna á mánuði:

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Orri Ólafur Magnússon

    Athyglisverð samantekt, Guðbjörn – ekki síst taflan yfir laun þýskra OB ( „Oberbuergermeister“ ) . Þú mátt samt ekki gleyma því í þessu samhengi að kaupmáttur ( PPP ) evrunnar hér á Íslandi er talsvert innan við 50 Cent – sem sagt helmingurunn af raungengi evru í „alvörulandinu“ Þýskalandi. Þetta misgengi – m. ö. o. falskt og einhliða of hátt (Seðlabanka-) skráð gengi ísl krónunnar með þeim ásetningi að féfletta erlenda ferðamenn sem hingað álpast – verða hérlendir bæjarstjórar að leiðrétta á launaseðlinum og bæta sér upp .

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is