Miðvikudagur 03.05.2017 - 21:04 - 5 ummæli

Námskeið lögreglu í „kærleiksorðræðu“

Í Hitersæskunni var ungu fólk innrætt rétt hugsun og tungutak auk hlýðni við yfirvaldið og urðu viljalaus verkfæri nasista.

Í ljósi hatursorðræðunámskeiða lögreglu væri ekki úr vegi að sama stofnun héldi námskeið fyrir almenning um hvað má segja og hvað ekki má segja. Gott væri t.a.m. að setja fram dæmi um hvaða skoðanir eru að mati lögreglu alveg frábært að hafa og allir eru hrifnir af, hvaða skoðanir „ganga svona nokkurn veginn“ og hvaða skoðanir eru alveg forboðnar, hvar og hvenær sem er. Í framhaldi þyrfti kannski að leggja línurnar um hvað fólk má almennt hugsa, því hugsanir eru jú til allra hluta fyrstar. Má fólk hugsa um eitthvað, sem það mætti þó ekki skrifa eða tala um, ef það heldur bara þessum „röngu skoðunum“ fyrir sig? Hvað má fólk segja heima hjá sér og við börnin sín við uppeldi þeirra? Hvað má segja meðal vina sinna? Hvað fólk má segja á kaffistofunni í vinnunni eða í ákveðnum félögum? Eigum við hvetja fólk til láta lögregluna vita af fólki með rangar skoðanir, eins og gert var í hjá nasistum í Þýskalandi og hjá kommúnistum Sovétríkjunum, Austur-Evrópu, Kína og enn þann dag í dag í Norður-Kóreu og Kúbu?

“Fólk getur sagt þér að halda kjafti, en það getur ekki komið í veg fyrir að þú hafir þínar eigin skoðanir“.

Anna Frank var þýskur Gyðingur fædd 12. júní 1929 og drepin af nasistum í mars 1945. Hún skrifaði endurminningar mínar og var bókin kölluð Dagbók Önnu Frank.

Í Rauða kverinu var allt sem Kínverjar áttu og máttu segja.

Verður hægt að leita sér lækninga ef maður lendir illa í því að vera allt í einu orðinn fullur af „röngum skoðunum“ sem eru á skjön við það sem félagslegur rétttrúnaður krefst og vill af sjálfsdáðum leita sér hjálpar við þessari meinsemd? Yrði slík meðferð til að bæta eða lækna sjúklegar skoðanir og ranghugmyndir niðurgreidd af ríkinu? Gæti SÁÁ séð um slíkar meðferðir fyrir „skoðanabrenglað“ fólk, væri hægt að nota 12 sporakerfið, senda fólk í „víkingakærleiksorðræðumeðferð“ á Melrakkasléttu eða duga AA-fundir? Er um geðsjúkdóm að ræða og á slík meðferð heima á geðdeildinni og Kleppi? Leikfimi Falun Gong er í Kína túlkuð sem geðveiki. Þurfum við kannski í mjög erfiðum tilfellum að setja fólk með rangar skoðanir í fangabúðir, þar sem fólk er skólað til eins og í kínversku Menningarbyltingunni? Þarf í vonlausum tilfellum að beita einangrunarvist til að koma í veg fyrir að ákveðnar skoðanir nái vinsældum og breiðist út eins og faraldur? Við vitum að í gegnum tíðina hafa stjórnvöld í ýmsum ríkjum einmitt beitt slíkum aðferðum við fólk sem hefur þráast við og ekki látið sér segjast og náð ótrúlega góðum árangri!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Þetta eru náttúrulega skrif byggð á fullkominni vanþekkingu og ofstæki Guðbjörn. Hatursorðræða er kerfisbundin falskur áróður á hendur saklausu fólki. Lesa sig nú til gamli.

 • Skoðanalögreglan GW er mætt á staðinn og stjórnsýslufræðingurinn fær vinsamlega skipun um að kynna sér fræðin betur. Vandinn er sá, að engin ábending er um hvaða helgirit fræðingurinn eigi að lesa sér til gagns og aukins þroska og geti með því eytt úr aumri sálu sinni allri þessari fullkomnu vanþekkingu og ofstæki. En vér einir vitum segir GW skoðanalögreglan og þarflaust að benda á lesefni eða útskýra málin nánar. Hatursorðræða er einfaldlega hatursorðræða og þarf ekki útskýringar við. Stjórnsýslufræðingurinn þarf sannarlega að gá að sér. Fyrsta viðvörun hefur verið gefin. Ef hún ber ekki árangur er gripið til árangursríkari aðgerða sem endar gjarnan með ærumissi. Í þeim aðgerðum fellst ekkert ofstæki heldur er um kerfisbundna góðmennsku að ræða.

 • GSS, þú segir:

  „Hatursorðræða er einfaldlega hatursorðræða og þarf ekki útskýringar við.“

  Þetta er einmitt vandamálið, hatursorðræða er hugtak sem er svo sannarlega skilgreint og þarfnast vissulega útskýringa ef að viðkomandi hefur ekki lesið sig til. Það hefur Guðbjörn ekki gert það er alveg ljóst og það sama á við um þig hver sem þú ert.

  Ekkert af því sem kemur fram í texta Guðbjörns tengist hatursorðræðu, ekki heldur það sem þú segir í allt of löngu máli. En gangi ykkur báðum vel að verða ykkur úti um fræðslu. bkv.

 • Einar Gíslason

  Nýfallnir dómar þar sem saklaust fólk var ákært um haturs orðræðu hafa rækilega skorið úr um það að GW og fólk af sama sauðahúsi fær ekki að kæfa frjáls skoðanaskipti í þessu landi.. Þvert á móti ber að líta öll ummæli úr þeirri áttinni þjóð hættulegar árásir á frjálsa umræðu..

 • Mörður Ingólfsson

  Nú ert þú þýskmenntaður maður, Guðbjörn, og þekkir vel til þar í landi. Eins og þú veist þá er nazistaáróður bannaður þar í landi, og þar með ákveðnar skoðanir. M.ö.o. hafa þjóðverjar komist að þeirri niðurstöðu að illskunni er plantað og hún nærð með ákveðinni tegund af retórík. Sú niðurstaða er einhver sú dýrkeyptasta í veraldarsögunni. En það er gott að þú veist þetta betur, endilega komdu visku þinni til skila á eðalþýsku við þjóðverja, vittu hvað þeir segja við því.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is