Föstudagur 21.04.2017 - 14:48 - 12 ummæli

Af hverju drepur Íslamska ríkið?

Inngangur

Enginn veit hversu marga Isis hefur afhöfðað á liðnum árum.

Hjartað er rifið úr brjóstholinu á lifandi manni.  Viðbjóður eins og í hryllingssögu; blóðugur, óraunverulegur. Áhrifin eru í reynd svo óútskýranleg á okkur Vesturlandabúa, að erfitt er fyrir okkur að ímynda sér að slíkur óhugnaður geti yfirleitt átt sér stað. Eitthvað sem er í mótsögn við allt það sem okkur er innprentað frá fæðingu. Morðinginn beygir sig yfir fórnarlambið og sker með hnífi rautt kjötstykki úr nær líflausum líkamanum, hjartað. Sigri hrósandi steytir hann hnefann mót himni – færir hjarta fórnarlambsins nær munninum eins og ætli að kyssa það. Síðan kallar hann: „Allahu Akbar! Guð er mikill!“

Myndband með ofangreindum atburði var sett á netið af bardagamönnum Isis, en síðan þeir byrjuðu „heilagt stríð sitt“ hafa þeir verið duglegir að dreifa svipuðu myndefni. Í myndbandinu var það sýrlenskur uppreisnarmaður sem var drepinn: „Ég sver við nafn Allah, að við munum borða hjörtu ykkar og lifur, þið hermenn Baschar!“ Óvíst er hvort hermaðurinn tilheyrir samtökunum Al Nusra eða Isis, þar sem báðar fylkingar berjast gegn Baschar al-Assad forseta Sýrlands, þótt ekki berjist stríðssveitirnar hlið við hlið. Skilaboðin eru skýr: Blóðbaðið á sér stað sem trúarskylda í heilögu stríði viðkomandi vígamanns.

Réttlæting hræðilegra morða

En hvernig réttlætir maður slíkt miskunnarlaust og grimmileg morð? Jú, réttlætinguna má rekja til byrjunar Íslam á 7. öld, þegar Hamsa, frændi Múhameðs spámanns, stóð í stríði gegn heiðingjum í Mekka og lét lífið. Kona af hinum fjandsamlega Quarisch-ættbálki reif hjartað úr líkama Hamsa og át það. Þegar Múhameð sá lík frænda síns, sór hann og sárt við lagði: Ef Allah hjálpar mér að sigra Quarisch, mun ég limlesta 30 lík þeirra manna á sama hátt. Allt það sem Isis gerir núna er aðeins endurtekning á því sem spámaðurinn Múhameð gerði fyrir 1400 árum síðan í óteljandi heilögum stríðum sínum og má þar nefna verknaði á borð við aftökur trúlausra, hneppa fók í þrældóm, skikka konur til vændis, leggja sérstakan skatt á þá sem ekki eru múslimar, afhöfðanir, fjöldaaftökur eða önnur grimmdarverk. Saga ofbeldis er jafn löng sögu Íslam.

Jórdanskur flugmaður brenndur til dauða.

Þetta er baksvið hins heilaga stríðs, jíhad ofbeldisins, sem hefur tröllriðið Írak og Sýrlandi á liðnum árum; trúarlegt dauðastríð. Stríðsmennirnir segja undirmönnum sínum frá því hvað muni gerast við endalok heimsins, hver lokarefsing Allah verði. Sannleikurinn og réttlætið er þeirra megin, því þeir sækja rök fyrir öfgafullum og grimmilegum gjörðum sínum í Kóraninn.

Sá sem ætlar að skilja stríðsmennina, verður að þekkja röksemdir þeirra og tilvísanir. Ritningatilvísanir og réttlætingar eru að hluta til úr Kóraninum, hluta til frá bókstafstrúuðum múslimaklerkum og að hluta til frá hryðjuverkamönnunum sjálfum. Þær virka á okkur sem ævafornar – enda 14 alda gamlar – en eru samt sem áður notaðar enn þann dag í dag til að stjórna fjölmennum alræðisríkjum múslima og stór hluti 1,5 milljarða múslima taka að hluta til undir þessar reglur: Þar sem líf einstaklingsins er einskis virði, þar er svívirðing hins rétta, sanna og göfuga daglegt brauð, þar eru morð ekki bara leyfð, heldur skylda í heilögu stríði.

Sannleikurinn

Múslimar biðja fimm sinnum á dag.

Hjá Íslamistum felst hin sanna trú ekki í fræðimennsku eða í því að biðja til Guðs fimm sinnum á dag, heldur hvaða áþreifanlegu verk þú framkvæmir fyrir Íslam, þetta sagði Sajjid Kutb, hugmyndafræðingur Múslimabræðranna, sem var tekinn af lífi árið 1966 í Egyptalandi. Í fangelsi skrifaði hann bókina Í skugga Kóransins, sem hefur orðið nokkurs konar vegvísir fyrir öfgamúslima nútímans. Bókin snýst í stuttu máli um hvernig Íslam skuli stjórna öllu – stóru sem smáu – í lífi fólks frá fæðingu til dauða. Bók Kutb er ákall til múslima um allan heim, að lausn allra vandamála nútímans, t.a.m. útskúfun múslima á Vesturlöndum, sé aðeins að finna í Allah. Enginn Guð sé til nema Allah, ekkert líf sé þess virði að lifa án Allah. Þetta þýðir m.ö.o. að ekki er hægt að lesa sér til um sannleikann í Íslam, heldur verður maður að berjast fyrir sannleikanum í nafni Allah, í nauð með vopnavaldi. Kutb þróaði hugmyndafræði um trúarlega baráttu í anda uppreisnaranda sem var vinsæll á þessum tíma. Þessar hugmyndir voru ekki langt frá uppreisnarhugmyndum og vopnaðri baráttu vinstri öfgahópa á þessum árum, t.d. Baader Meinhof og Rauðu herdeildarinnar. Áratugum síðar gripu bókstafstrúarmenn í hinum arabíska heimi til þessara hugmynda. Bylting í anda Kutb var ekki skref í átt til frjálslyndari Íslam, heldur átti að hverfa til fortíðarinnar, til 1400 ára gamalla óskeikulla og tímalausra kenninga Múhameðs.

Réttlæti

Í augum múslimska bókstafstrúarmanna tryggja Sharía lög réttlátt samfélag manna. Sá sem ekki beygir sig undir Sharía stendur utan ramma laga og réttar. Á þessu réttlæti Sharía grundvalla múslimskir öfgamenn ekki aðeins rétt sinn til að drepa fjandmenn sína, heldur einnig til að berjast gegn ríkisstjórnun í löndum múslima, sem ekki fara í einu og öllu eftir Sharía lögum. Öll lög skulu grundvallast á skrifum og vilja Allah er birtast í skrifum Múhameðs og þau eru tímalaus og óbreytanleg og þarf hvorki að ræða, túlka eða skilgreina eins og við á Vesturlöndum gerum fyrir dómstólum.

Brot á lögum

Maður grýttur í Sómalíu.

Íslömsk löggjöf, eins og hún er skilgreind af bókstafstrúarmönnum úr Kóraninum og öðrum textum Íslam, þvinga í mörgum tilfellum til þess að beita dauðarefsingu, t.d. vegna guðlasts eða framhjáhalds. Í löndum eins og Afganistan, Súdan eða Algeríu hefur sýnt sig hvaða hættu það hefur í för með sér ef dauðarefsingu er beitt eins og Kóraninn segir til um. Í Afganistan nota talíbanar íþróttaleikvanga til að grýta konur. Aftökur er gerðar af fjölskyldumeðlimum þeirra sem eiga að hafa brotið af sér og það á grófasta móta, með vélbyssum. Þessar opinberu aftökur og morð á heimilum fólks eru gerðar til þess að lækka innbyggðan mótstöðukraft okkar til að drepa hvort annað. Reynt er að gera aftökurnar og morðin eðlileg í augum fólks og hluta af daglegu lífi og menningu, sem auðveldar síðan notkun sömu aðferða í stríði við trúvillingana heima fyrir og á Vesturlöndum.

Hefndin

Heilagt stríð (jíhad) var lengi vel misskilið á Vesturlöndum. Með árás Al-Kaida á World Trade Center 11. september 2001 byrjaði þessi misskilingur að grassera meir en nokkru sinni fyrr. Heilaga stríðið beinist nefnilega ekki bara gegn Vesturlöndum, heldur gegn öllum fjendum Allah og hverjir þeir eru ákveða jíhadistarnir sjálfir. Mikið er t.a.m. um myndbönd þar sem jíhadistar drepa aðra múslimi. Öfgamennirnir vitna þá gjarna í Múhameð: „Ég er kominn til ykkar sem slátrari.“ Einnig má heyra þá nota Súra 47,2: „Ef þið hittið þá, sem ekki trúa á Allah, höggvið þá með sverði á hnakkann! Það liggur síðan í hlutarins eðli að jíhad eða heilagt stríð þjónar þeim tilgangi að breiða út Islam, hefur engan annan tilgang.

Múslimskir trúarflokkar

Gróf dreifing á Súnnítum og Sjítum um hinn múslimska heim.

Súnnítar (80-85% múslima) sem há heilagt stríð líta á alla þá múslima sem ekki fylgja þeirra trúarflokki innan Íslam sem villutrúarmenn og þar með réttdræpa. Isis barðist þannig í Írak aðallega gegn Sjítum (15-20% múslima) en í Írak eru blönduð byggð arabískra Sjíta og Súnníta en einnig súnnískra Kúrda. Þennan klofning múslima í Sjíta og Súnníta má rekja aftur til 7. aldar. Á þeim tíma börðust kalífinn Ali, tengdasonur og frændi Múhameðs, og Muawija um völdin meðal múslima, en sá fyrrnefndi lét lífið í þeim átökum. Allir jíhadistar vísa í stríðum sínum til þessara 1400 ára gömlu deilna og hafa haldið því stríði áfram til þessa dags. Síðan stríðið milli Íran og Íraks átti sér stað árið 1979 hafa þessar andstæðu fylkingar Sjíta og Súnníta barist um völdin í Miðausturlöndum.

Endalaust heilagt stríð

Skærurnar halda áfram og Isis (Súnnítar) hefur það að markmiði að drepa eins marga Sjíta (aðallega í Íran, hluta af Írak auk nokkurra annarra ríkja t.d. Jemen, Sádí-Arabíu en í raun á víð og dreif) og mögulegt er. Síðasta kalífat tyrkja (Ottóman-veldið/aðallega súnnítar) leystist upp árið 1924. Síðan þá eiga Súnnítar í raun erfitt með að halda því fram að þeir séu æðsta vald Allah í veraldlegum sem andlegum efnum, þótt þeir séu mörgum sinnum fjölmennari en Sjítar. Jíhadistar notfæra sér þessar trúardeildur milli Sjíta og Súnníta til hins ýtrasta. Þeir vísa til frumskyldu hvers múslima og í því sambandi til fyrstu forfeðra þeirra, sem þeir segja hafa verið strangtrúaða og ekki kært sig um veraldleg mál, sem er ekki alls kostar rétt. Eitt af því sem jíhadistar berjast hvað harðast gegn er tónlist, myndlist, kvikmyndir, hefðir einstakra landa og að ógiftar konur og karlar deili sama húsnæði nema um náin skyldmenni sé að ræða – allt á þetta að banna. Á þeim svæðum þar sem Isis ræður lofum og ríkjum er fólki refsað fyrir þetta háttalag með aftökum.

Þeir sem ganga af trúnni

Aðeins ein refsing kemur til greina hjá öfgamönnum fyrir þá sem ganga af trúnni – þ.e. hætta að trúa á Allah – og það er dauðarefsingin. Það ber þó að taka fram að oft á tíðum er þessi glæpur aðeins yfirskin eða tylliástæða til að geta drepið fólk. Þekktasta dæmi um þetta er líklega þegar kristin kona í Súdan, sem hafði verið dæmd til hengingar en var síðan náðuð. Konan var dóttir múslima, en móðir hennar var kristin og hjá henni ólst hún upp. Þegar hún giftist kristnum manni var hún meðhöndluð eins og hún hefði gengið af múslimstrú, sem hún hafði þó ekki gert. Isis notar orðið murtad um sjíta múslima, þ.e. þann sem genginn er af trúnni.

Heiðingjar

Íslamistar líta á sjálfa sig sem umkringda af fjandsamlegum heiðingjum, sem af þeim sökum þarf að sjálfsögðu að útrýma. Kristnir og Gyðingar eru í fyrsta sæti þegar kemur að óvinum djíhadistana, ekki bara af því að þeir trúa ekki á Allah, heldur einnig af því að samkvæmt þeirra skoðun eiga kristnir og gyðingar að vilja útrýma Íslam í heiminum. Í Kóraninum segir í einni Súra: „Hvorki Gyðingar eða Kristnir verða ánægðir með þig, fyrr en þú tilheyrir þeirra trúarbrögðum.“

Hnignun

Abdullah bin Abdulaziz heitinn, konungur Sádí-Arabíu.

Konungafjöldskyldurnar við Gólf-flóanna, frá Kúvæt til Riad og þaðan til Sameinuðu furstadæmanna, eru í augum djíhadistanna svívirðilegustu skepnur. Þeir verstu eru að sjálfsögðu Sádí-Arabíska konungsfjölskyldan, helsta vígi arabísku höfðingjanna. Djíhadistarnir, sem ekki sjaldan koma frá fátækum og illa menntuðum fjölskylum – þótt undantekningar séu á þessu – segja þetta eðalborna fólk gorta sig af ríkidæmi sínu; höllum, lúxusveislum, lúxus-límósíum, gullnum húsþökum og endalausum girðingum um landareignir sínar. Allt sé þetta ekki í anda Íslam. Sérstakt hatur er lagt á konung Sádí-Arabíu, sem sérstaklega á að vera til fyrirmyndar enda verndari hina heilögu borga Medína og Mekka. Frá árinu 2003 eru djíhadistar í heilögu stríði gegn Sádí-Arabíu og röð sprengjutilræða sendu á sínum tíma ráðamönnum þar skýr skilaboð. Al-Kaída, sem reyndar er ættað af Arabíuskaganum, er sprottið af sömu rótum og Isis. Það einkennilega og mótsagnakennda við Isis er að á sama tíma reyna þeir að lokka til sín unga stríðsmenn með loforðum um ríkidæmi.

Paradís

Hið eilífa loforð upphafsmann a Heilagra stríða til stríðsmanna sinna, og þó sérstaklega sjálfsmorðs-stríðsmanna, er tvíþætt; annars vegar gætir þú unnið þann stóra í lottóinu og orðið ríkur á meðan þú ert á lífi, en annars bjóðast þó 70 hreinar meyjar, 70 eiginkonur og eilíf hamingja ef maður fellur í heilögu stríði við heiðingjana. Þá lokka Isis unga menn til sín með því að bjóða „tímabundin hjónabönd“ við ungar stelpur frá fátækustu héruðum Afríku. Stelpunum er lofað eitthvað annað til berjast með Isis sem „sex-djíhadistar“.

Lækning

Heilagt stríð er að sjálfsögðu ekki bara háð fyrir stríðsmennina sjálfa, heldur á það að lokum einnig að vera lækning fyrir alla þá sem ekki eiga hlut að máli og deyja jafnvel saklausir. Al-Kaída bendi strax frá byrjun að réttlæta mætti morð heiðarlegra múslima sem ekki tækju þátt í heilögu stríði en létu lífið í sjálfsmorðsárásum á einfaldan hátt: Það væri reyndar ein stærsta synd Múslima að drepa trúarbræður sína, en ef það væri liður í því að sigra óvinninn og ekki hægt að komast hjá því ætti samt að myrða. Eftirmaður Osama bin Ladens sem leiðtogi Al-Kaída, öfgamaðurinn Aiman al-Sawahiri, orðaði þetta sem svo: „Fjandmennirnir fara til helvítis en bræður okkar í Paradís.“

(Lausleg þýðing blaðagreinar úr hinu virta tímariti Die Zeit, 26. júní 2014, eftir Evelyn Finger, Thilo Guschas og Michael Thumann).

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

 • Þessi vitnun i Kóraninn er lygi.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Agnes:

  Þetta er bara þýtt beint upp úr þýsku greininni, en ég kannaði þetta betur og það eru ótal dæmi á netinu sem sanna að þetta er úr kóraninum. Þá er á netinu að finna tilvitnanir í arabískar ævisögur múslimskra fræðimanna um Múhameð, sem sýna og sanna á óyggjandi hátt að smámaðurinn sjálfur afhöfðaði einn og annan, þannig að þetta er alls ekkert nýtt af nálinni.

  Hér er Kóraninn á netinu á ensku og þú finnur þetta undir Sura 8, vers 12, en þarna er verið að fjalla um þýfi við hernám landa, sem gat á þessum tíma bæði verið land, munir, tæki og tól en þó ekki síst þrælar:

  http://submission.ws/sura-8-spoils-of-war-al-anfal/

 • Gamla testamentið er eitthvað blóðugasta rit sem ég hef lesið. Td. þegar gyðingar hernámu Palestínu, (Palestína var fullbyggð þegar Guð gaf þeim landið), þá drápu gyðingar yfirleitt alla íbúa borgana sem þeir hernámu. Td.
  Jósúabók 6,16
  „Þegar prestarnir höfðu þeytt hornin í sjöunda sinn bauð Jósúa fólkinu:
  „Æpið heróp! Drottinn hefur selt ykkur borgina í hendur. Borgin og allt sem í henni er skal helgað banni, það tilheyrir Drottni.“

  Biblían er trúarbók kristinna manna, en ég held að það séu fáir sem fara í einu öllu eftir því sem stendur í henni. Er það eitthvað öðruvísi með Islam? Hefur það sem er gert í nafni Islam ekkert með ástandið í þessum löndum að gera og hefur ástandið í arabaheiminum ekkert með nýlendustefnu vesturveldanna síðustu aldir ekkert með ástandið að gera?

  Ég tel að ekki eigi að vanmeta hættuna á hryðjuverkum af völdum þeirra sem kenna sig við Islam, en ekki að setja alla undir sama hatt, ekki frekar en að telja alla Baska hryðjuverkamenn.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Jónas Kr:

  Það er „ákveðinn ómöguleiki“ falinn í því að bera saman syndir Gyðinga frá því fyrir 2-3 þúsund árum og hvernig Kristni eða þess vegna Gyðingdómur er stundaður í dag.

  Eins gætum við borið saman Íslendingasögurnar og hvernig við lifum í dag eða ýmis önnur samfélög víða um heim og ýmis þau grimmdarverk sem trúarsagan var ábyrg fyrir.

  Vandamál Íslam er að þeir lifa að stóru leyti nákvæmlega í samræmi við 1400 ára gömul lögmál Kóransins á meðan við höfum gjörsamlega vent okkar kvæði í kross og breyst varðandi Biblíuna.

  Vissulega var Kristnin grimmúðleg en með upplýsingaröldinni og síðari þróun hættum við að taka þessi rit – sérstaklega Gamla testamentið – alvarlega, þær stjórna ekki lífi okkar líkt lífi múslima.

  Lög okkar miðast ekki við Biblíuna, afstaða okkar til kvenna hefur breyst og einnig til homma og annarra minnihlutahópa. Karlkyns öfgaklerkar og öldungar stjórna ekki landinu með bókstafstrú.

  Eina leiðin fyrir þær þjóðir sem eru Íslams-trúar er að ganga í gegnum svipaðar breytingar á trúarbrögðunum og samfélögum sínum og við Kristnir gerðum. Þessi lönd þurfa að sekúlariserast.

  Því miður er þróunin í allt aðra átt eins er, en þar er skemmst að minnast Tyrklands, en meira að segja í Indónesíu hafa Sharia lög verið leyfð í héraðinu Aceh og stefnan tekin á fleiri svæði.

  Áhrif Íslamista eru að aukast, bæði á Vesturlöndum og í ríkjum múslima, þar sem 1,5 milljarður fólks býr. Og það sem verra er, þessar breytingar njóta mikilla vinsælda stórs hluta múslima.

 • Af hverju drepa öfgamenn? Einfalda svarið, þeir drepa alla þá sem þeir meta ógn við sínar trúarsetningar — þetta er eiginlega sama það sem bolsévikkar gerðu í Rússlandi undir Lenín, þ.e. þeir skilgreindu svokallaða -stéttaóvini- og skipulega drápu þá.
  Ég sem sagt lít á – trúarsetningar í víðara samhengi, en að vera eingöngu bundnar hinum eiginlegu trúarbrögðum.
  –Guðbjörn, þ.s. þú vitnar til skv. tilvitnunum í Íslam, er allt mjög umdeilt hvernig skal túlka, þá meina ég meðal – Múslima sjálfra.
  –Eins og í kristni, eru deilur milli bókstafstrúarmanna, og þeirra sem vilja beita því sem mætti skiljast sem – hófsamari túlkanir.
  —————–
  En ef menn vilja nota biblíuna með þeim hætti, er einnig unnt að finna dæmi til að réttlæta morð – það gerðu menn áður fyrr.
  –Og það getur gerst aftur.
  Þó að friður sé innan kristni almennt í dag, er það alls ekki svo að það sé algerlega öruggt að það ástand haldist endilega um aldur og æfi.
  **Sem kemur einnig að næsta atriði, að öfgamenn – finna sér þær afsakanir sem þeir vilja, þegar þeir vilja drepa.
  ——————
  Svo þarf að hafa í huga, að ISIS er einstök öfgatrú innan Íslam, einnig í samhengi hinnar löngu sögu Íslam — en ISIS beinlínis skilgreinir alla þá, burtséð frá hverjir þeir eru þ.e. Múslimar eða hverjir aðrir – sem heiðingja, ef þeir berjast gegn ISIS.
  –En Al Baghdadi, virðist beinlínis hafa tekið sér –> Vald spámannsins sjálfs, eins og honum er veitt skv. Kóraninum. Og hann gengur svo langt, að hafa líst -haram- gervalla reynslu Íslam, fyrir utan tímabil fyrstu Ímamanna er sátu í Mecca og auðvitað spámanninn sjálfan.
  **Hann hafi sett ISIS á stall — yfir allt Íslam, hvorki meira né minna. Taki sér það vald, að dæma alla Múslima eftir eigin höfði.
  1. Sem skv. trúarreglum Íslam, þíði þetta að ISIS sé trúvilla.
  2. Og því sérstaklega Al Baghdadi sekur um, níð á trúna sjálfa.
  Það skv. reglum trúarinnar geri alla meðlimi ISIS og sérstaklega Al Baghdadi sjálfan, réttrdræpa – nema þeir biðjist fyrirgefningar og gangi af villu sinni.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Einar:

  Í greininni er segir:

  „Sá sem ætlar að skilja stríðsmennina, verður að þekkja röksemdir þeirra og tilvísanir. Ritningatilvísanir og réttlætingar eru að hluta til úr Kóraninum, hluta til frá bókstafstrúuðum múslimaklerkum og að hluta til frá hryðjuverkamönnunum sjálfum.“

  Þá er minnst á áhrif helsta hugmyndafræðings múslimabræðranna:

  „Sajjid Kutb, hugmyndafræðingur Múslimabræðranna, sem var tekinn af lífi árið 1966 í Egyptalandi. Í fangelsi skrifaði hann bókina Í skugga Kóransins, sem hefur orðið nokkurs konar vegvísir fyrir öfgamúslima nútímans.“

  Það er því alls ekki svo að greinarhöfundar haldi því fram að aðeins Kóraninn og önnur trúarri frá tíma Múhameðs séu einungis ábyrg fyrir „hugmyndafræði Isis“ – þvert á móti eru það hryðjuverkamennirnir sjálfir og túlkun þeirra á Kóraninum, Kóraninn sjálfur og öfgaklerkar.

  Ég er þér sammála að mjög lítill hluti múslima styður grimmdarverk Isis, sem beinast jú aðallega gegn múslimum sjálfum. Múslimir eru helstu fórnarlömbin en ekki við Vesturlandabúar og það eru þeir sem þurfa að breyta Íslam.

  Hins vegar bókstafstrú æ meiri vinsælda meðal múslima um heim allan og það gildir einnig um þá sem búsettir eru á Vesturlöndum. Að vísu er síðan einnig til stór hreyfing hófsamra múslima sem berst á móti öfgatrúnni.

  Þetta er það sem allir benda á sem skýringu því sem er að gerast í Tyrklandi og víðar. Allur hinn múslimski heimur er klofinn í afstöðu sinni til Kóransins og ægivalds Múhameðs spámanns yfir lögum og lífsháttum 1,5 milljarðar manna.

  Hamed Abdel-Samad, einn frægasti gagnrýnismaður Íslam í samtímanum, orðaði þetta sem svo: „Múhamed dó fyrir 1400 árum síðan en var aldrei grafinn og stjórnar nú úr opinni gröf sinni 1/4 hluta mannkyns.“ Þú ættir þér til glöggvunar að lesa 2-3 bækur eftir hann.

 • Einar:

  ISIS er einstök öfgatrú innan islam.

  Þetta er bara rangt. Gífurlegur fjöldi öfgasamtaka innan islam er til og boðskapur þeirra er mjög svipaður.
  Auðvitað deila þeir allir hinni gullnu reglu: hatur á kristnum, gyðingum og trúleysingjum. Og reyndar deila mjög margir múslimar þeim skoðunum.

 • Þorir, ég sagði hvergi neinn onnur ofgasamtok muslima til. En ISIS hefur tiltekin serkenni er gerir ISIS oðruvisi en onnur öfgasamtök.
  Serstaklega su afstaða er gengur lengra en eg hef nokkru sinni fyrr heyrt. Að VIÐURKENNA EKKI ÞA SEM BERJAST VIÐ ÞÁ SEM MUSLIMA.
  Þ.e. rettlæting afhofðana – sem einungis ma framkvæma á heiðingjum eða þeim sem hafa yfirgefið truna.
  **Önnur samtok ganga ekki svo langt að skilgreina andstæðinga meðal muslima – heiðingja.
  **Fyrir utan þetta fullyrðir ISIS að einungis ISIS — se islam.
  Samtokin segjast þo ætla veita folki tækifæri að taka tru — en hver sa sem hafnar ISIS se rettdræpur burtseð fra hvort sa telur sig muslima eða eitthvað annað.
  M.o.o. samtokin seu til mikilla muna rottækaro en nokkur onnur þar með talið – al Qaeda ofgasamtokin.

 • Auðvitað Guðbjörn – skiptir röksemdafærsla drápanna einhverju máli. En ég er þó ekkert viss að það sé – höfuðatriði.
  Það sem þetta minnir mig einna mest á, þess vegna nota ég samanburð við Bolsévikka, er einmitt ástandið í Rússlandi 1917 — þegar fjöldi mismunandi og mishættulegra róttæklingahópa óðu uppi.
  –Mér finnst ekkert meginatriði – hvers konar hugmyndafræði sé notuð sem röksemd fyrir drápum.
  **Þú manst örugglega enn hve margir á Vesturlöndum þar á meðal hér, studdu helstefnu kommúnismans.
  Mig grunar að – að mörgu leiti fyrir Múslima heiminn, sé framundan sambærileg barátta, um framtíð þeirra samfélaga og Vesturlönd tóku við heims kommúnismann og stóð lengi – eins og þú væntanlega manst eftir.
  –Gott að þú nefnir það að langsamlega flest fórnarlömbin eru aðrir Múslimar.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Einar Björn:

  Er þér sammála að líkja má stefnu öfgafullra íslamista við bæði fasista og kommúnista.

  Að mínu mati er þó mikið betra að horfa til kristninnar fyrir 400-500 árum síðan.

  Íslam þarf að „reformera“ líkt og gert var við kristnina og tók okkur nokkur hundruð ár.

  Vandamálið er að þeir hafa engin 200-300 ár til stefnu, heldur verður þetta að gerast mun hraðar.

  Að öðrum kosti verður enn ófriðvænlegra í þeim heimshlutum þar sem Íslam er allsráðandi.

  Hinn íslamski heimur er klofinn í hófsöm öfl annars vegar og öfgatrúaröfl hins vegar.

  Hætta er á að enn meiri óeirðir séu framundan ef ekki tekst að sætta þessi mjög svo ólíku öfl.

 • Það tók okku 300 ár hluta til vegna þess að við vorum fyrst – það tok tíma að læra af reynslunni.

  Aðrir ganga að þessum reynsluheimi og þufa ekki að finna upp þau hjol.

  Tolum um aratugi – þess vegna einnig nota ég kalda striðs samanburðinn. A von a sambærilegum timaranma.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Einar Björn:

  Við skulum vona að þú hafir rétt fyrir þér að það taki einungis áratugi að „sekúlarisera“ þau fjölmörgu ríki þar sem Íslam er undirliggjandi og stefnumótandi sem trúarbrögð, stjórnmálaafl og löggjafi og hefur tangarhald á þessum samfélögum.

  Ég er ekki jafn bjartsýnn og þú og trúi því frekar að þetta taki 1-2 mannsaldra. Vandamálið er að ef þetta algjöra vald er tekið af Íslam, stendur hann líkt og kristnin nakin og valdalaus gagnvart vilja unga fólksins sem vill breytingar.

  Eins og hlutirnir eru að ganga fyrir sig núna er allt frekar að færast á versta veg.

Rita ummæli

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is