Þriðjudagur 21.03.2017 - 07:44 - 3 ummæli

Hinn nýi Kolkrabbi: Hrægammasjóðirnir

Ólíkt öðrum erlendum fjárfestum þekkja erlendir hrægammar íslensku krónuna, verðtrygginguna og okurvextina í „El Paradiso“.

Það er ekkert einkennilegt við það að erlendir hrægammasjóðir vilji alls ekki yfirgefa Ísland, því hvergi í heiminum hafa þeir fundið aðra eins gullkistu til að ræna og hér á landi. Gullkista hrægammana samanstendur af 340 þúsund viðskiptamönnum, sem taka trygg fasteginaveðlán í verðtryggri mynt með okurvöxtum í blómlegu og vaxandi efnahagslífi með 3-7% hagvöxt. Horfi hrægammarnir fram í tíman sjá þeir ekki fyrir sér að Seðlabankinn muni nokkurn tíma lækka vextina, sem er að sjálfssögðu það mikilvægasta fyrir alla fjármagnseigengur íslenska eða erlenda.

 

 

Kolkrabbinn tapaði að mestu völdum þegar þeir töpuðum stórum hluta eigna sinna í hruninu nú eru þeir og aðrir Íslendingar komnir með samkeppni frá hrægammasjóðunum.

Hrægammasjóðirnir horfa síðan til framtíðar varðandi efnahagsmálin er samningur við Breta líklegur þar sem orkuútflutningur í stórum stíl er í kortunum. Auk þess mun ferðamönnum halda áfram að fjölga um 1-2 milljónir og gefið hefur hefur verið grænt ljós á auknar veiðiheimildir í t.d. þorski á næstu. Þessu til viðbótar er fiskeldið að taka við sér og verður án vafa komið í 100-150 þúsund tonn innan nokkurra ára. Við munum síðan selja þessa banka úr landi í stað þess að lífeyrissjóðirnir eða einhverjir aðrir eigi þá og með þeim fara vextir og þjónustugjöldin okkar.

Kolkrabbinn og framsóknarmafían var treg til að afnema verðtrygginguna og okurvextina en þessir hrægammasjóðir munu sko ekki taka það í mál óska ég þjóðinni til hamingju með nýja höfðinga!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Tryggvi L. Skjaldarson

    Það er hægt að taka óverðtryggð lán og hefur verið lengi. Svo hvað er málið.

  • Stjórnsýslufræðingurinn er bitur. Hann lagði í aðdraganda síðustu alþingiskosninga allt sitt traust á Viðreisn. Ríkisstjórn þeirra Engeyjarfrænda hefur opnað allar gáttir fyrir þá sem hann kallar hrægammasjóði og er Kaupþings/Arion banka málið skýrt dæmi um það. Vogunarsjóðirnir stefna að ráðandi eignarhlut í Arion banka og má fara nokkuð nærri um hvað fyrir þeim vakir.
    Farið er algerlega á svig við áætlanir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs sem lagði áherslu á hagsmuni íslensku þjóðarinnar gagnvart vogunarsjóðunum. Sigmundur fékk að gjalda staðfestu sinnar eins og frægt er og enn hefur ekki farið fram rannsókn á aðförinni gegn honum. Hver kostaði átta mánaða þrotlausa vinnu Jóhannesar Kr Kristjánssonar? Það mun koma í ljós þótt síðar verði. Stórnsýslufræðingurinn ræðir af hita um kolkrabba og mafíur en verður að játa sér til mikillar gremju að Viðreisnin hefur brugðist vonum hans að flestu leyti og kórónar svo allt saman með því að vera leiðandi í eftirgjöfum og notalegheitum við hrægammasjóðina.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Guðbjörn , hrægammar gegna mikilvægu og þörfu hlutverki sem sorpeyðsla náttúrunnar ; þeir éta upp til agna og fjarlægja rotnandi hræ sem liggja á víðavangi. Ef mig misminnir ekki, þá láta Parsar í Indlandi – afkomendur Zaraþústra ( frægastur samtíðarmaður okkar úr þeim söfnuði : Zubin Mehta ) – hrægamma sjá um það að tortíma líkum safnaðarins sem liggja í þar til gerðum turnum og bíða þess að verða „fuglafóður“ – þetta mun vera vegna þess að Parsar vlja ekki óhreinka eldinn. Aldrei að vita nema íslenskt efnahgslíf og ísl. samfélag sé, þegar öllu er á botninn hvolft, bara „hræ“ og illa þefjandi fóður handa gömmunum frá USA ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is